Stefán býður upp á rómantískt tart 

Stefáns Pétur Bachmanns Bjarnason landsliðsbakari býður upp á Tart með …
Stefáns Pétur Bachmanns Bjarnason landsliðsbakari býður upp á Tart með ástaraldinkremi og óbakaðri ostaköku með hvítu súkkulaði. Rómantískara verður það ekki. Samsett mynd

Þá er komið að upp­skrift fyr­ir helg­ar­bakst­ur­inn sem er fast­ur liður hér á mat­ar­vefn­um á föstu­dags­morgn­um og kem­ur að þessu sinni úr smiðju Stef­áns Pét­ur Bach­manns Bjarna­son. Stefán er 35 ára gam­all bak­ari sem starfar á Hyg­ge Cof­fee & Micro Bakery sem staðsett er á Selja­vegi í gamla Vest­ur­bæn­um. Stefán er einnig liðsmaður í landsliði ís­lensk­ara bak­ara sem hef­ur verið að gera garðinn fræg­an und­an­farið.

Stefán Pétur Bachmann Bjarnason landsliðsbakari starfar á Hygge Coffee & …
Stefán Pét­ur Bachmann Bjarna­son landsliðsbak­ari starfar á Hyg­ge Cof­fee & Micro Bakery sem staðsett er á Selja­vegi í gamla Vest­ur­bæn­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stefán ætl­ar að deila með les­end­um upp­skrift að tarti með ástar­ald­inkremi og ób­akaðri osta­köku með hvítu súkkulaði sem á vel við í til­efni þess að konu­dag­ur­inn er fram und­an á sunnu­dag­inn. Þá er viðeig­andi að bjóða upp á róm­an­tísk­ar kræs­ing­ar sem töfra kon­urn­ar upp úr skón­um.

Hef­ur ástríðu fyr­ir starfi sínu

Stefán hef­ur mikla ástríðu fyr­ir starfi sínu og nýt­ur þess að baka og skreyta kræs­ing­ar sem gleðja sæl­kera. Hann lauk sveins­prófi í bakstri við Mennta­skól­ann í Kópa­vogi árið 2018 und­ir hand­leiðslu Styrmis hjá baka­rí­inu Passi­on Reykja­vík. Mikl­ar ann­ir hafa verið und­an­farið hjá Stefáni þar sem hann er líka landsliði ís­lenskra bak­ara.

„Þessa dag­ana erum við að und­ir­búa heims­meist­ara­mót ung­bak­ara sem verður haldið hérna á Íslandi í næst­kom­andi júní en þær Hekla Guðrún sem vann nem­a­keppni Korn­ax árið 2023 og Stef­an­ía Malen sem starfar Gulla Arn­ari bak­ara munu keppa fyr­ir hönd Íslands í þeirri keppni,“ seg­ir Stefán og bæt­ir við að það sé mik­ill heiður fyr­ir Ísland að hafa keppn­ina hér.

Með besta hreina croiss­antið

Þegar landslið ís­lensk­ara bak­ara tók þátt í Heims­meist­ara­móti bak­ara í vet­ur spurðist það út að dóm­ar­ar keppn­inn­ar höfðu fleygt því fram að þið hefðuð bakað besta croiss­antið í heimi, er það ekki rétt með farið?

„Við fór­um á Heims­meist­ara­mót bak­ara sem var haldið í Munchen í októ­ber í fyrra, árið 2023 og í raun og veru viss­um við ekk­ert hvað við vor­um að koma okk­ur úti þegar við skráðum okk­ur til leiks þar sem þetta var í fyrsta skipti sem Ísland tek­ur þátt í þess­ari keppni. Við náðum ekki á verðlaunap­alli þetta árið en lærðum al­veg heil mikið af því þess­ari keppni sem á eft­ir að skila sér í kom­andi keppn­um með landsliðinu. Það er virki­lega skemmti­legt að nefna að sam­kvæmt dómur­um keppn­inn­ar vor­um við með besta hreina croiss­antið en við lent­um í 4. sæti yfir heild­ina í þeim keppn­islið þar sem við vor­um með 3 út­færsl­ur af croiss­anti.“

Hver er gald­ur­inn bak við það að baka gott croiss­ant?

„Gald­ur­inn að baka gott croiss­ant er fyrst og fremst að vera með góð hrá­efni, vera með rétt hlut­föll hrá­efna í deig­inu og nota gott smjör sem er fyr­ir mitt leyti ís­lenska smjörið. Það er lang best í croiss­ant og ég nota ein­göngu ís­lenska smjörið í dag. Síðan þarf að vanda til allra verka al­veg frá því að deigið er lagað og þar til croiss­antið er komið á disk­inn hjá viðskipta­vin­un­um,“ seg­ir Stefán bros­mild­ur á svip­inn.

„Það er raun og veru ekki erfitt að gera croiss­ant ef þú kannt til verka en ef þú ætl­ar að gera vöru sem þú ert stolt­ur af þá þarf að sýna verk­efn­inu ástríðu og vanda hvert ein­asta skref í ferl­inu og það er eitt að því sem heillaði mig við að byrja að vinna hjá Hyg­ge er að fæ ég að gera vöru sem ég er stolt­ur af að gera,“ seg­ir Stefán og bæt­ir við að starfið sé hans ástríða og hann vilji nostra við bakst­ur­inn til að fá sem bestu út­kom­una.

Voru með besta hreina croissantið á síðasta heimsmeistaramóti bakara. Stefán …
Voru með besta hreina croiss­antið á síðasta heims­meist­ara­móti bak­ara. Stefán bak­ar þessi croiss­ant hjá baka­rí­inu Hyg­ge í Vest­ur­bæn­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvernig er að vera í keppn­isliðið í fag­inu? Kost­ar þetta mikl­ar æf­ing­ar og fórn­ir?

„Það er mjög gam­an en um leið mjög krefj­andi að vera í landsliðinu. Það fór mik­ill tími í æf­ing­ar á síðasta ári fyr­ir þess­ar keppn­ir sem við tók­um þátt í og ég myndi eig­in­lega segja að þetta hafi verið 100% vinna ofan á  hefðbundna vinnu og fjöl­skyldu­líf.“

Fæ tæki­færi til að nýta sköp­un­ar­hæfi­leika mína

Aðspurður seg­ist Stefán hafa gam­an að öllu sem hann er að gera í bakstr­in­um og það sé í raun og veru ekk­ert sem heilli meira en annað. „Mér finnst þetta allt skemmti­legt og sér­stak­lega þar sem ég er í dag, á Hyg­ge. Ég fæ tæki­færi til að gera góða vöru úr gæða hrá­efn­um og nýta sköp­un­ar­hæfi­leika mína, það skipt­ir mig miklu máli. Allt frá því að gera mjög góð súr­deigs­brauð sem eru í grunn­inn bara hveiti vatn og salt, í það að gera brúðart­ert­ur og allt þar á milli.“

Nú stytt­ist óðum í konu­dag­inn, munu þið hjá Hyg­ge bjóða upp á sér­stak­ar kræs­ing­ar í til­efni konu­dags­ins?

„Já, við ætl­um að vera hjarta-croiss­ant sem er fyllt með ástar­ald­in­skremi og fersk­um ber­um, ég mæli sér­stak­lega með því að næla sér í eitt slíkt til­efni konu­dags­ins.“

Held­ur þú upp á konu­dag­inn?

„Já, ég reyni nú að gera eitt­hvað sér­stakt fyr­ir kær­ustu mína, reikna með að ég baki eitt­hvað skemmti­legt í til­efni dags­ins fyr­ir hana og dæt­ur mín­ar,“ seg­ir Stefán og bæt­ir við að hann hugsi vel um kon­urn­ar sín­ar á þess­um degi.

Hjarta-croissant fyllt með ástaraldinskremi og ferskum berum verður konudagstrítið á …
Hjarta-croiss­ant fyllt með ástar­ald­in­skremi og fersk­um ber­um verður konu­dag­strítið á Hyg­ge um helg­ina. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hvernig sérðu fyr­ir þér framtíðina í bak­araiðninni?

„Ég held að framtíðin fyr­ir bak­araiðnina sé mjög björt, það er mikið af flott­um og hæfi­leika­rík­um bök­ur­um sem við eig­um hér á Íslandi og mörg mjög vönduð og flott hand­verks bakarí. Árgang­ur­inn sem er að fara í sveins­próf núna í vor er einn af þeim stærstu ef ekki sá stærsti hingað til sem er afar ánægju­leg þróun,“ seg­ir Stefán að lok­um til­bú­inn að halda áfram að láta sköp­un­ar­hæfi­leika sína blómstra í eld­hús­inu í baka­rí­inu.

Hér svipt­ir Stefán hul­unni af einni upp­skrift sem á svo sann­ar­lega við um helg­ina í til­efni konu­dags­ins, tart með ástar­ald­inkremi og ób­akaðri osta­köku með hvítu súkkulaði, ger­ist ekki róm­an­tísk­ara.

Tart með ástaraldinkremi og óbakaðri ostaköku með hvítu súkkulaði sem …
Tart með ástar­ald­inkremi og ób­akaðri osta­köku með hvítu súkkulaði sem upp­lagt er að töfra fram á konu­dag­inn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Stefán býður upp á rómantískt tart 

Vista Prenta

Tart með ástar­ald­inkremi og ób­akaðri osta­köku með hvítu súkkulaði 

Tart - Botn­inn

  • 240 g smjör
  • 110 g flór­syk­ur
  • 4 g salt
  • 55 g möndl­umjöl
  • 55 g syk­ur
  • 90 g egg
  • 450 g hveiti

Aðferð:

  1. Setjið smjör í hræri­vél með spaða og mýkið upp.
  2. Bætið síðan er flór­sykri, salti, möndl­umjöli og sykri út í og blandað vel þar til allt er komið vel sam­an.
  3. Hellið þá eggj­un­um út í skömmt­um og hrærið á meðan.
  4. Blandið að lok­um hveit­inu sam­an við.
  5. Gott að hafa í huga er að reyna fá eins lítið loft og mögu­legt er í deigið.
  6. Skellið síðan deig­inu á plötu og inn í kæli látið það hvílast þar í minnsta kosti 2 klukku­stund­ir.
  7. Síðan er deig­inu rúllað út um það bil 3mm og setjið í tart form.
  8. Bakað á 165°C hita í 15 mín­út­ur.
  9. Takið út og leyfið að kólna fyr­ir sam­setn­ingu.

Ástar­ald­in krem

  • 200 g ástar­ald­in púrra
  • 250 g eggj­ar­auður
  • 125 g syk­ur
  • 165 g smjör
  • 3 g mat­ar­lím

Aðferð:

  1. Setjið mat­ar­límið í vatnsbað.
  2. Setjið ástar­ald­in púrr­una, eggj­ar­auðurn­ar og syk­ur sam­an í pott og komið fyr­ir á hellu og hitið upp í 85°C hita.
  3. Mik­il­vægt er að hræra stans­laust í pott­in­um svo bland­an brenni ekki við botn­inn.
  4. Takið mat­ar­límið úr vatnsbaðinu og setjið ofan í kremið og það sjóðið þar til bland­an er orðin þykk.
  5. Leyfið krem­inu síðan að kólna, þegar það er komið und­ir 40°C hita bætið þá smjör­inu út í og blandið sam­an með töfra­sprota.

Ostakaka

  • 465 g rjóma­ost­ur
  • 112 g syk­ur
  • 160 g hvítt súkkulaði
  • 220 g létt þeytt­ur rjómi
  • 6 g vanillu extract

Aðferð:

  1. Setjið rjóma­ost, syk­ur og vanillu excract sam­an í hræri­vél með spaða og hrærið á miðlungs hraða í 5 mín­út­ur. Gott er að skafa niður hliðarn­ar á skál­inni reglu­lega.
  2. Síðan er þessu blandað sam­an við brætt súkkulaðið í 3-5 skömmt­um með sleikju þar á eft­ir að blönd­unni blandað sam­an við létt þeytt­an rjómann.

Sam­setn­ing:

  1. Eft­ir að tart-botn­inn hef­ur kólnað er ástar­ald­inkremið sett á með spaða og þar á eft­ir osta­kök­unni sprautað fal­lega ofan á líkt og sést á mynd­inni.
  2. Berið fram og njótið í góðum fé­lags­skap.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert