Hefur þú smakkað hægeldaðan nautahnakka í kóksósu?

Hægeldaður nautahnakki borinn fram með heimalagaðri kartöflumús.
Hægeldaður nautahnakki borinn fram með heimalagaðri kartöflumús. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Hæg­eldað kjöt er sæl­keramat­ur sem er ein­stak­lega gott að njóta á þess­um árs­tíma, sér­stak­lega hæg­eldaðir nauta- og svína­hnakk­ar. Það er skemmti­leg­ur sjarmi yfir mat sem tek­ur stutta stund að út­búa og svo sér hann bara um sig sjálf­ur í ofn­in­um yfir dag­inn, auk þess sem húsið fyll­ist af góðri mat­ar­lykt. Þessi upp­skrift er ein­mitt þannig rétt­ur og kem­ur úr smiðju Andr­eu Gunn­ars­dótt­ur sæl­kera sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Andrea Gunn­ars. Það tek­ur enga stund að búa til rétt­inn og koma hon­um í bak­arofn­inn og húsið lykt­ar dá­sam­lega all­an dag­inn. Þegar líður að mat­ar­tíma þarf svo ekki að gera annað en að leggja á borð og út­búa kart­öflumús.

Þetta er ekta helgarmat­ur eða bara á góðum degi í vetr­arkuld­an­um. Þá er til­valið að kveikja á kert­um og jafn­vel fá sér smá rautt í glasi til að njóta með matn­um. Upp­skrift­in er drjúg og það er upp­lagt að setja af­ganga af kjöt­inu í vefj­ur eða ham­borg­ara­brauð með því meðlæti sem hug­ur­inn girn­ist.

Hefur þú smakkað hægeldaðan nautahnakka í kóksósu?

Vista Prenta

Hæg­eldaður nauta­hnakki í kóksósu

  • 1,2 kg nauta­hnakki, skor­inn í 3 cm sneiðar
  • Bezt á nautið, kryddið eft­ir smekk
  • 2 pk. svepp­asúpa frá Toro
  • 1 dl nauta­soð (eða vatn)
  • 3,5 dl rjómi
  • 3-4 dl kók (ekki syk­ur­laust)
  • 1 nauta­ten­ing­ur
  • 2 tsk. Worcesters­hire-sósa
  • Smá hvít­ur pip­ar
  • Smjör til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 130° hita.
  2. Nuddið krydd­inu Bezt á nautið á nauta­hnakksneiðarn­ar og steikið þær upp úr vel af smjöri á háum hita á milli­stórri pönnu.
  3. Raðið nauta­hnakkssneiðunum í botn­inn á ofn­potti eða notið eld­fast mót ef þið eigið ekki ofn­pott, setjið þá álp­app­ír yfir formið áður en það fer inn í ofn.
  4. Setjið nauta­ten­ing og nauta­soð á pönn­una og látið suðuna koma upp.
  5. Setjið næst pakk­ana tvo af svepp­asúpu á pönn­una og hrærið öllu vel sam­an.
  6. Bætið rjóm­an­um á pönn­una, smátt og smátt og hrærið vel í súp­unni á meðan. Hún á að vera mjög þykk.
  7. Setjið næst kók, Worcesters­hire-sósu og hvít­an pip­ar á pönn­una og látið allt sjóða sam­an þangað til súp­an er þykk en kekkjalaus.
  8. Hellið sós­unni yfir nauta­hnakkssneiðarn­ar, setjið lok á ofn­pott­inn og setjið hann inn í ofn.
  9. Eldið í 7-8 klukku­stund­ir.
  10. Þegar kjötið er til­búið er það tætt í sund­ur með gaffli og hrært vel sam­an við sós­una.
  11. Berið fram með heima­lagaðri kart­öflumús.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert