Draumóramaðurinn og hugsuðurinn í forgrunni

Hinn öri Snabbi sem dreymir um frægð og frama og …
Hinn öri Snabbi sem dreymir um frægð og frama og hin spekingslega Bísamrotta sem þykir öll ólæti og ofgnótt tilgangslaus eru æ í forgrunni í nýju línu Mooin Arabia. Samsett mynd

Nýj­ustu meðlim­ir sí­gildu vöru­lín­unn­ar frá Moom­in Ar­ab­ia nálg­ast lífið og til­ver­una á ólík­an hátt. Hinn öra Snabba dreym­ir um frægð og frama, en hinni spek­ings­legu Bí­samrottu þykir öll ólæti og of­gnótt til­gangs­laus. Snabbi er kunn­ug­legt and­lit í lín­unni, en hér birt­ist Bí­samrott­an í fyrsta sinn. Nýju vör­urn­ar frá Moom­in Ar­ab­ia verða fá­an­leg­ar á heimsvísu frá með deg­in­um í dag, 5. mars 2024.

Líkt og áður er saga bak við myndskreyt­ing­arn­ar og það ein­mitt það sem ger­ir þessa línu svo áhuga­verða. Þegar drukkið er úr boll­un­um eða snætt á disk­un­um er hægt að detta inn í drauma­heim múmí­nálf­anna og lifa sig inn í sög­urn­ar.

Nýja línan kemur með ferskan sumarblæ inn í eldhúsið.
Nýja lín­an kem­ur með fersk­an sum­ar­blæ inn í eld­húsið. Ljós­mynd/​Moom­in Ar­ab­ia

Síðustu sí­gildu myndskreyt­ing­arn­ar eft­ir Tove Slotte

Báðar myndskreyt­ing­arn­ar af Snabba og Bí­samrottu voru gerðar af Tove Slotte, sem sett­ist í helg­an stein árið 2022 eft­ir þrjá­tíu ár í starfi hjá Moom­in Ar­ab­ia. Myndskreyt­ing­arn­ar tvær eru þær síðustu í sí­gildu vöru­lín­unni eft­ir þenn­an dáða hönnuð, en múmínaðdá­end­ur munu fá að njóta myndskreyt­inga henn­ar í öðrum Moom­in-vöru­lín­um á kom­andi árum.

Hægt er að fara inn í draumaheim múmínálfanna meðan drukkið …
Hægt er að fara inn í drauma­heim múmí­nálf­anna meðan drukkið er úr fag­ur­lega myndskreytt­um boll­un­um. Ljós­mynd/​Moom­in Ar­ab­ia

Langþráð Bí­samrott­an er loks­ins hluti af vöru­lín­unni

Hinn al­vöru­gefni heim­spek­ing­ur Bí­samrott­an er glæ­ný per­sóna í sí­gildu lín­unni og á öll­um Moom­in Ar­ab­ia-borðbúnaði. Múmínaðdá­end­ur hafa beðið lengi eft­ir að sjá vör­ur skreytt­ar litla nag­dýr­inu með yf­ir­vara­skeggið.

Bí­samrott­an birt­ist ein­göngu í skáld­sög­um Tove Jans­son Pípu­hatt­ur galdra­karls­ins (útg. á sænsku árið 1948) og Hala­stjarn­an (1946), hvorki síðar né í mynda­sög­un­um. Þess í stað var vin­sæld­um sögu­per­són­unn­ar haldið uppi með teikni­mynd­um í sjón­varpi. Nú ný­leg­ast í teikni­myndaþátt­un­um, Múmí­nálfarn­ir, sköpuðum af Gutsy Ani­mati­ons (2019-), en þar hef­ur sögu­per­són­an hlotið tals­verðan skjá­tíma.

Í sög­um Jans­son, birt­ist Bí­samrott­an sem ábúðarfullt gam­al­menni sem lík­ar best að verja tíma sín­um í friðsam­legu ein­rúmi og ró, lesa bæk­ur og velta fyr­ir sér stór­um spurn­ing­um um til­ver­una. Hana má ekki trufla svo auðvelt sé og skoðanir henn­ar má gjarn­an túlka sem til­vist­ar­stefnu­leg­ar. Lífs­speki henn­ar er best lýst með orðum henn­ar úr Pípu­hatti galdra­karls­ins:

„Hve til­gangs­laust það er að æða um í kjafta­gangi, byggja hús og elda mat og sanka að sér ver­ald­leg­um eig­um.“

Engu að síður, er enn þá sumt sem hreyf­ir við heim­spek­ingn­um. Þegar Bí­samrott­an fell­ur til jarðar úr upp­á­halds ból­inu sínu, hengi­rúmi í garði við múmín­húsið, fylg­ir því auðmýkj­andi sæmd­ar­skell­ur. Ver­andi nú þegar þreytt á eirðarleys­inu í múmín­hús­inu, flýr hún í strand­helli til þess að vera í ein­rúmi með hugs­un­um sín­um.

Þessi at­b­urðarás er sýnd á borðbúnaði Bí­samrott­unn­ar. Inni­hald speki henn­ar er af­hjúpað með titl­in­um á bók­inni í kjöltu henn­ar: „The Useless­ness of Everything“ eða Til­gangs­leysi alls.

Snabbi hefur fengið að njóta sín áður í vörulínunni en …
Snabbi hef­ur fengið að njóta sín áður í vöru­lín­unni en loks­ins fær Bí­samrott­an að njóta sín. Ljós­mynd/​Moom­in Ar­ab­ia

 

Snabbakrús og disk­ar með nýrri sögu

Snabbi er kunn­ug­legt and­lit í sí­gildu lín­unni og er í þriðja sinn sem hann birt­ist á borðbúnaði.

Ólíkt Bí­samrott­unni, nálg­ast Snabbi lífið með óþrjót­andi áhuga­semi. Hann er einn besti vin­ur Múmíns­náðans, eins og lít­ill bróðir, og tek­ur góðfús­lega þátt í öllu sem múmí­nálfarn­ir taka sér fyr­ir hend­ur, þó ekki áfjáður í það sem gæti tal­ist hættu­samt.

Bí­samrott­an tel­ur svo til allt vera til­gangs­laust, en Snabbi er draumóramaður sem girn­ist allt sem telst verðmætt eða sem gló­ir. Hann er sí­fellt að leita nýrra leiða til þess að verða rík­ur.

Í allra fyrstu mynda­sögu Jans­son, Múmíns­náði (1954-1955), heim­sæk­ir fjöld­inn all­ur ætt­ingja og vina múmín­húsið svo að Múmíns­náði kemst ekki leng­ur fyr­ir und­ir sama þaki. Snabbi hjálp­ar vini sín­um Múmíns­náða að verða rík­ur svo hann geti byggt sitt eigið hús.

Snabbi finn­ur upp á æskus­eyði sem hann byrj­ar að selja í Múmín­dal. Öllum að óvör­um breyt­ast þeir sem drekka seyðið í and­stæðu sína – litl­ir verða stór­ir, gaml­ar kon­ur verða gaml­ir karl­ar.

Eins og sjá má á nýja borðbúnaðinum býður Snabbi skjald­böku upp á seyðið en hún breyt­ist síðan í hraðlest. Á borðbúnaðinum má einnig sjá Snabba standa á strönd­inni við sól­set­ur – þar sem hann að sjálf­sögðu læt­ur sig dreyma um frægð og frama. Við hliðina á Snabba er lít­il vera sem kall­ast Skuggi. Hann er hjálp­leg vera sem, líkt og nafnið gef­ur til kynna, og elt­ir Snabba og Múmíns­náða út um allt.

Eins og áður sagði verða nýj­ar krús­ir, disk­ar og skál­ar í sí­gildu lín­unni fá­an­leg­ar á heimsvísu frá og með deg­in­um í dag, 5. mars 2024, hjá öll­um söluaðilum Moom­in Ar­ab­ia á Íslandi.

Brúnir jarðlitatónar eru í nýju línunni sem eru einstaklega hlýir.
Brún­ir jarðlitatón­ar eru í nýju lín­unni sem eru ein­stak­lega hlý­ir. Ljós­mynd/​Moom­in Ar­ab­ia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert