Food & Fun stjörnum prýdd í ár

Samsett mynd

Mat­ar­hátíðin Food & Fun hefst í dag í allri sinni dýrð en mik­ill fjöldi þekktra gesta­kokka sem hafa verið að slá í gegn úti í heimi er hingað mætt­ur til þess að leika sér með ís­lensk hrá­efni sem blandað er listi­lega sam­an við þeirra eig­in hefðir og hrá­efni. Það er eng­in spurn­ing að hér verða á ferðinni ein­stak­ar mat­ar­upp­lif­an­ir sem eiga eft­ir að skila eft­ir sig góðar minn­ing­ar fyr­ir þá sem njóta. Það má með sanni segja að Food & Fun mat­ar­hátíðin verði stjörn­um prýdd í ár.

Hátíðin stend­ur fram á sunnu­dag og nú er tæki­færið fyr­ir alla mat­gæðinga og áhuga­fólk um mat og mat­ar­gerð til að bragða á spenn­andi nýj­ung­um og styðja um leið mat­ar­hátíðina sem efl­ir og lyft­ir ís­lenskri mat­ar­menn­ingu á hærra plan.

Hér gef­ur að líta lista yfir veit­ingastaðina sem taka þátt og gesta­kokk­ana sem þar verða.

All­ar borðabók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

Oscar De Matos verður á Apótek Kitchen & Bar.
Oscar De Matos verður á Apó­tek Kitchen & Bar.

Apotek Kitchen Bar

Oscar de Matos og Nadina Baum­gar­tner mæta á Apó­tekið. Matos er upp­runa­lega frá Barcelona en var alin upp bæði á Spáni og Portúgal. Í seinni tíð hef­ur hann orðið einn af frum­kvöðlum mat­ar­senn­unn­ar í Lucer­ne, en hann er einna þekkt­ast­ur fyr­ir störf sín á hinum goðsagna­kennda veit­ingastað “El Bulli”. Mat­reiðsla hans er lit­rík blanda af upp­vaxt­ar­ár­um hans á Spáni, og áhrif­um af ferðalög­um hans á aust­ari slóðir. Þegar hann var 38 ára hlaut hann viður­kenn­ingu frá Gault­Millau, einu virt­asta mat­ar­tíma­riti heims, þar sem hann hlaut eina hæstu ein­kunn sem tíma­ritið gef­ur og um­sögn sem hrósaði gríðarleg­um hæfi­leik­um hans og leið hans að full­komn­un.

Eig­in­kona hans, Nadine, er einnig viðskipta­fé­lagi hans og sér um allt það sem ger­ist fyr­ir fram­an eld­húsið. Hún hef­ur sinnt störf­um veit­inga­stjóra og tekið á móti gest­um á veit­inga­stöðum þeirra hjóna, nú síðast á „Mai­höfli”.

Jesper Krabbe verður á Brút.
Jesper Krabbe verður á Brút.

Brút

Jesper Krabbe verður gesta­kokk­ur á Brút í ár. Krabbe er góðkunn­ingi Food & Fun hátíðar­inn­ar en þetta er fjórða skiptið sem hann tek­ur þátt. Í tvö skipti kom hann sem aðstoðarkokk­ur Paul Cunn­ing­ham af Henne Kir­ke­by Krå, og í eitt skipti kom hann á eig­in veg­um og stóð uppi sem Food & Fun kokk­ur árs­ins. Hann sneri svo aft­ur árið 2023 og var mat­seðill­inn hans af mörg­um tal­inn einn sá besti á hátíðinni það árið. Mat­seld­in hans Jes­pers snýst að mestu leyti um val á fyrsta flokks hrá­efn­um úr nærum­hverfi. Mat­seld­in hans Jesper er létt og nú­tíma­leg þar sem ein­fald­leik­inn ræður för. Mikið er lagt upp úr góðum og kraft­mikl­um brögðum og hef­ur Jesper full­an skiln­ing á fjöl­breytt­um bragð sam­setn­ing­um.

Jesse Miller verður á Duck & Rose.
Jesse Miller verður á Duck & Rose.

Duck & Rose

Jesse Miller mun sýna list­ir sín­ar í eld­hús­inu á Duck & Rose. Miller er yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum Pennyroyal Stati­on í Mt. Ranier hverfi Washingt­on D.C. og góðkunn­ingi Food & Fun hátíðar­inn­ar. Bak­grunn­ur hans er í lista­geir­an­um þar sem hann var á góðri leið að verða at­vinnu­list­mál­ari þegar ástríðan á mat og lífið í eld­hús­inu dró hann til sín. Síðan þá hef­ur listamaður­inn í hon­um fengið út­rás í eld­hús­inu þar sem hann var m.a. á bak við hinn geysi­vin­sæla veit­ingastað Bar Pil­ar í Washingt­on D.C.

Mat­reiðsla Miller á Bar Pil­ar sæk­ir inn­blást­ur frá nær­liggj­andi sveit­um og birgj­um með áherslu á ferska, árstíða- og staðbundna vöru. Rétt­irn­ir eru ein­fald­ir en jafn­framt æv­in­týra­leg­ir og breyt­ast í takt við fram­boðið hverju sinni, sem er ein­mitt hluti af æv­in­týr­inu.

Jakob Lyngso verður á Eiríksson.
Jakob Lyng­so verður á Ei­ríks­son.

Brass­erie Ei­ríks­son

Jakob Lyng­sö verður á Brass­erie Ei­ríks­son. Lyngsø er á hraðri upp­leið sem einn af hæfi­leika­rík­ustu ungu kokk­um Dan­merk­ur og hef­ur und­an­farið getið sér gott orðspor sem yfir­kokk­ur á hinum geysi­vin­sæla Bistro Boheme í Kaup­manna­höfn. Á Bistro Boheme fá gest­ir að njóta samruna franskra mat­ar­hefða og danskr­ar hlýju, og er staður­inn full­kom­inn vett­vang­ur fyr­ir vand­virkni Jak­obs og nýja sýn hans á hefðbundna franska rétti.

Bistro Boheme opnaði dyrn­ar árið 2007 og hef­ur frá opn­un notið mik­illa vin­sælda og vel­gengni í Kaup­manna­höfn. Heil­inn á bak við Bistro Boheme, og drif­kraft­ur­inn í öllu sem þar ger­ist, er hinn ein­staki og geðþekki meist­ara­kokk­ur Per Thø­stesen. Á Bistro Boheme snýst allt um að veita gest­um mat­ar­upp­lif­un í hæsta gæðaflokki ásamt því að mik­il áhersla er sett á framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Bistro Boheme var val­inn “Best Bistro Brass­erie” 2009, 2012, 2016 & 2020, “Restaurant Mana­ger of the Year” 2014 & 2020, “Wine list and somm­elier of the year” árið 2021 og “Waiter of the Year 2018”.

Tom Cook verður á Finnsson Bistro.
Tom Cook verður á Finns­son Bistro.

Finns­son Bistro

Tom Cook verður gesta­kokk­ur á Finns­son Bistro í ár. Veg­ferð Cook hófst und­ir leiðslu hins virta mat­reiðslu­manns Gary Rhodes, sem leiddi fljót­lega af sér Michel­in stjörnu á veit­ingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfi­leika sína hjá Le Gavr­oche og The Capital Hotel, þar sem hann til­einkaði sér ró­leg­an leiðtoga­stíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjöl­farið til Par­ís­ar þar sem hann bætti sér­stak­lega við þekk­ingu sína í eft­ir­rétt­um. Eft­ir Par­ís hélt Cook til Syd­ney þar sem hann tók stöðu „sous chef“ á veit­ingastaðnum Pier.

Þegar Cook sneri aft­ur til London, tók hann við kefl­inu á veit­ingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót ein­stak­lega vin­sæl mat­reiðslu­nám­skeið. Sem yfir­kokk­ur á Skylon, og nú síðast Smith & Wol­len­sky, held­ur Cook áfram að heilla með framúrsk­ar­andi mat­reiðslu á úr­vals steik­um og áherslu á frá­bæra þjón­ustu.

Victor Planas verður á Fiskmarkaðinum.
Victor Plan­as verður á Fisk­markaðinum.

Fisk­markaður­inn

Victor Plan­as er gesta­kokk­ur­inn á Fisk­markaðinum í ár en hann kom líka í fyrra. Plans gæti verið mörg­um sól­arþyrst­um Íslend­ing­ur kunn­ug­ur, en hann er yfir­kokk­ur og einn eig­enda á ein­um besta veit­ingastað Teneri­fe, Ken­sei Contemporary Japanese á Hotel Bah­ía del Duque. Á Ken­sei fá gest­ir að njóta sér­fræðik­unn­áttu Victor á jap­anskri mat­ar­gerð í bland við sköp­un­ar­gáfu inn­blás­inni úr nær­um­hverf­inu. Victor legg­ur mikla áherslu á að nota ein­göngu besta hrá­efni sem völ er á þegar kem­ur að því að skapa rétti sem heiðra bæði hefðbundna og ný­stár­lega jap­anska mat­reiðslu. Rétt­irn­ir hans fanga bæði augu og munn á ein­stak­an hátt og hafa hlotið verðskuldaða at­hygli.

Henrik Jyrk verður á Fröken Reykjavík.
Henrik Jyrk verður á Frök­en Reykja­vík.

Frök­en Reykja­vík

Kokk­ur­inn Henrik Jyrk verður gesta­kokk­ur­inn á Frök­en Reykja­vík. Jyrk er í mikl­um met­um í heima­borg sinni Kaup­manna­höfn þar sem hann hef­ur hlotið mikið lof fyr­ir að blanda sam­an hefðbundn­um og nú­tíma­leg­um mat­ar­hefðum sem sækja inn­blást­ur í Nor­ræna og asíska mat­ar­gerð.

Í fyrri störf­um sín­um hef­ur Jyrk hlotið fjölda viður­kenn­inga í gegn­um tíðina. Veit­ingastaður hans KUL var val­inn “Best Bistro” í Dan­mörku árið 2014, og veit­ingastaður­inn Naes var val­inn besti veit­ingastaður Dan­merk­ur utan Kaup­manna­hafn­ar. Hann var einnig á bak við veit­ingastaðinn IBU sem var þekkt­ast­ur fyr­ir asíska „fusi­on“ matseld, og hlaut nafn­bót­ina “Best Exotic Spicy Restaurant í Dan­mörku” árið 2018. Jyrk er tvö­fald­ur sig­ur­veg­ari vin­sæl­ustu mat­reiðslu­keppni Dan­merk­ur “Sol over Gudhjem” og er einnig reglu­leg­ur gest­ur í morg­un­sjón­varpsþætt­in­um “Go Mor­gen Dan­mark”.

Í fyrra starfi sínu sem eig­andi og yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum KUL, hlaut Jyrk fjölda viður­kenn­inga fyr­ir störf sín, þar á meðal “Best Bistro” í Dan­mörku árið 2014.

Robin Gill verður á Grillmarkaðinum.
Robin Gill verður á Grill­markaðinum.

Grill­markaður­inn

Robin Gill verður gesta­kokk­ur á Grill­markaðnum í ár. Gill er Íri sem hóf fer­il sinn á La Stampa í Dublin. Eft­ir það hélt hann til stór­borg­ar­inn­ar London þar sem hann starfaði á þriggja stjörnu stað Marco Pier­re White, The Oak Room. Að því loknu hélt hann til Ítal­íu, þar sem hann vann á Don Al­fon­so. Eft­ir það æv­in­týri snéri hann aft­ur til London og starfaði með Raymond Blanc í nokk­ur ár. Hann heill­ast mjög af skandi­nav­ísku eld­húsi og hef­ur eytt tíma í eld­hús­um eins og Noma í Kaup­manna­höfn og Frantzén/​Linde­berg í Stokk­hólmi.

Gill ásamt konu sinni, Sarah Gill, er stofn­andi sam­stæðunn­ar Gill Soul Co, sem sam­an­stend­ur af veit­inga­stöðum víðs veg­ar um London. Gill Soul Co. sam­an­stend­ur af úr­vali staða, sem hver hef­ur sinn ein­staka eig­in­leika. Veit­ingastaðir keðjunn­ar eru ít­alski veit­ingastaður­inn Sor­ella í Clap­ham, Dar­by’s, sem er ostru­bar, bakarí og grill í Nine Elms, Rye by the Water, bakarí í Brent­ford, Bottle & Rye í Brixt­on sem sæk­ir inn­blást­ur í fjöl­mörgu bistro Par­ís­ar­borg­ar, Ru­ben's Reu­bens, BBQ staður í Brixt­on, og Birch, lífs­stíls­hót­el í Hert­fords­hire þar sem all­ur mat­ur er ræktaður á land­ar­eign­inni.

Árið 2018 gaf Gill út sína fyrstu mat­reiðslu­bók, „Lar­der“, sem bein­ir sjón­um að hug­mynd­um hans um „beint af býli“. Hann er einnig forsprakki hinna goðsagna­kenndu Blood Shot kvöld­verðaklúbba sem ný­lega voru opnaðir fyr­ir al­menn­ingi.

Maurizio Bardotti verður á La Primavera í Marshalls-húsinu.
Maurizio Bar­dotti verður á La Prima­vera í Mars­halls-hús­inu.

La Prima­vera Mars­hall-hús­inu

Maurizio Bar­dotti verður gesta­kokk­ur­inn á La Prima­vera í ár. Bar­dotti er ít­alsk­ur mat­reiðslu­meist­ari frá Tosk­ana­héraði. Hann hóf fer­il sinn á sögu­fræg­um veit­inga­stöðum víðsveg­ar um héraðið, þar sem hann náði sér í sér­fræðikunn­áttu í klass­ísk­um ít­ölsk­um mat­ar­hefðum. Til að þróa kunn­áttu sína enn frek­ar starfaði Bar­dotti á Michel­in stjörnu veit­inga­stöðum víðs veg­ar um Ítal­íu, en einnig með viðkomu í Frakklandi.

Á þrítugs­aldri var Bar­dotti kom­inn í stöðu yfir­kokks, og hlaut sína fyrstu Michel­in-stjörnu árið 2015 og aðra árið 2019. Nú stýr­ir hann eld­hús­inu á Passodopopasso í Ca­stell­ina in Chi­anti, í eigu Rocca delle Macìe. Ásamt því er Maurizio að und­ir­búa opn­un Oltre, veit­ingastaðar sem lof­ar mikl­um nýj­ung­um í mat­ar­upp­lif­un.

Michael Rafidi verður á Sumac.
Michael Rafidi verður á Sumac.

Sumac

Michael Rafidi verður gesta­kokk­ur á Sumac í ár. Rafidi er yfir­kokk­ur og eig­andi veit­ingastaðar­ins Albi í Washingt­on D.C. Matseld hans end­ur­spegl­ar skap­andi nálg­un á hefðbund­inni ar­ab­ískri mat­ar­gerð, þar sem nú­tíma­leg­ar aðferðir eru notaðar til að nýta besta hrá­efni sem nærum­hverfið hef­ur uppá að bjóða. Inn­blás­inn af rót­um fjöl­skyldu sinn­ar í Ramallah, Palestínu, og heim­il­is­mat ömmu sinn­ar og afa, starfaði Rafidi á mörg­um af bestu veit­inga­stöðum Banda­ríkj­anna áður en hann opnaði Albi snemma árs 2020.

Rafidi var út­nefnd­ur Kokk­ur árs­ins af Ea­ter DC árið 2017. Hann var val­inn sem einn af rís­andi stjörn­um árs­ins 2018, og svo sem einn af mat­reiðslu­mönn­um árs­ins 2020 Á RAMMY verðlauna­hátíðinni í Washingt­on. Árin 2022 og 2023 var hann til­nefnd­ur sem kokk­ur árs­ins af James Be­ard Foundati­on í Banda­ríkj­un­um sem eru af mörg­um tal­in Óskar­sverðlaun­in í mat­væla og veit­inga­geir­an­um þar í landi. Í maí 2022 hlaut veit­ingastaður­inn Albi sína fyrstu Michel­in-stjörnu.

Mattia Ricci verður á Sushi Social.
Mattia Ricci verður á Sus­hi Social.

Sus­hi Social

Mattia Ricci verður gesta­kokk­ur á Sus­hi Social í ár. Ricci er yfir­kokk­ur á ein­um vin­sæl­asta veit­ingastað Lund­úna, Sexy Fish, og hef­ur verið í þeirri stöðu und­an­far­in 5 ár. Ricci finn­ur inn­blást­ur að miklu leyti úr barnæsku sinni þar sem hann eyddi mikl­um tíma í eld­hús­inu með ömm­um sín­um. Mat­ar­heim­speki Ricci legg­ur mikla áherslu á reyna að skapa eitt­hvað al­ger­lega nýtt og spenn­andi úr ein­föld­um hrá­efn­um, og hef­ur getið sér gott orðspor fyr­ir ný­stár­lega nálg­un sína á klass­ísk­um rétt­um. Ricci nefn­ir Björn Weiss­ber­ger sem þann aðila sem hef­ur haft mest áhrif á hann sem mat­reiðslu­mann, og lít­ur á Ferr­an Adria, Massimo Bottura og Dav­id Munoz sem þá kokka sem hafa veitt hon­um mest­an inn­blást­ur á sín­um ferli.

Sexy Fish er af mörg­um tal­inn vera flott­asti veit­ingastaður Lund­úna, en einnig hafa opnað Sexy Fish veit­ingastaðir í Miami og nú ný­verið í Manchester. Sexy Fish veit­ingastaðirn­ir eru jafn þekkt­ir fyr­ir út­litið og þeir eru fyr­ir matseld, en þegar kem­ur að hönn­un staðanna og upp­lif­un gesta er engu til sparað.

Hugo Orzoco verður á Tres Locos.
Hugo Orzoco verður á Tres Locos.

Tres Locos

Hugo Orozco verður gesta­kokk­ur á Tres Locos. Mat­ar­veg­ferð Orzoco hófst í versl­un fjöl­skyldu hans í Gua­dalajara, Mexí­kó, þar sem æska hans mótaðist að miklu leyti af upp­lif­un­um í kring­um mat. Orzoco er að mestu sjálflærður, og var hans fyrsta reynsla af veit­inga­brans­an­um þegar hann þjónaði til borðs á Ri­viera Naya­rit, en fljót­lega fann hann sig í eld­húsi veit­ingastaðar­ins.

Orozco stofnaði síðar meir veit­ingastaðinn La Slowter­ia í Gua­dalajara, þar sem hann sótti inn­blást­ur í aldagaml­ar mat­ar­hefðir svæðis­ins og færði yfir í nú­tíma­legri bún­ing. Öll matseld á La Slowter­ia hef­ur sjálf­bærni að leiðarljósi og að sækja hrá­efni í nærum­hverfið. Orozco ákvað svo að taka La Slowter­ia á ferðalag og opnaði staðinn fyrst í Tul­um, og síðar meir í Carroll Gardens í Brook­lyn, New York. Í Brook­lyn fann hann sinn sam­astað og þróaði veit­ingastaðinn í átt að bragðlauk­um borg­ar­búa sem lofuðu hvert ein­asta taco sem hann reiddi fram. Nú held­ur hann til á veit­ingastaðnum Cruz del Sur þar sem hann legg­ur áherslu á heim­il­is­leg­an mat þar sem lit­ríka mexí­kóska sköp­un­ar­gleðin fær sann­ar­lega að njóta sín.

Cameron Reynolds verður á Grand Restaurant.
Ca­meron Reynolds verður á Grand Restaurant.

Grand Restaurant

Ca­meron Reynolds verður gesta­kokk­ur á Grand Restaurant í ár. Reynolds er bresk­ur mat­reiðslumaður sem starfar á hinum mar­grómaða veit­ingastað Hide í London. Hide er af mörg­um tal­inn vera einn besti veit­ingastaður Lund­únar­borg­ar og ber með sér eina Michel­in stjörnu því til staðfest­ing­ar. Áður en hann hóf störf á Hide í sept­em­ber árið 2020 hafði Reynolds starfað víðsveg­ar um London, en þar má helst nefna veit­ingastaðina, South Place Hotel, L’oscar London, The Gor­ing, ásamt því að hann starfaði inn­an Marlon Abela vet­inga­sam­stæðunn­ar sem rak veit­ingastaðina Umu og Green­hou­se í Ma­yf­a­ir hverfi London sem báðir hlutu 2 Michel­in- stjörn­ur.

Pedro Pena Bastos verður á Skreið.
Pedro Pena Bastos verður á Skreið.

Skreið

Pedro Pena Bastos verður gesta­kokk­ur á veit­ingastaðnum Skreið í ár. Bastos er einn af fremstu ein­stak­ling­un­um í nýrri bylgju portú­galskra mat­reiðslu­manna. Þegar hann var ein­ung­is 24 ára gam­all, var hann orðinn yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum Esporão í bæn­um Al­entejo, þar sem hann sýndi frá­bæra takta í nýt­ingu á hrá­efni úr nærum­hverf­inu og hlaut mikla viður­kenn­ingu fyr­ir mat­reiðslu sína þar á bæ. Í kjöl­farið gafst hon­um tæki­færi á að opna veit­ingastaðinn Ceia, í Lissa­bon, lít­inn 14 sæta veit­ingastað sem á sín­um tíma var á lista yfir 50 bestu veit­ingastaði heims.

Ný­verið tók hann yfir eld­hús­inu á Four Sea­sons Ritz í Lissa­bon, þar sem hann sótti Michel­in stjörnu eft­ir ein­göngu 8 mánuði í starfi. Utan eld­húss­ins má finna Bastos í tök­um á MasterChef, á bakvið tromm­u­sett, eða að njóta gæðastunda með fjöl­skyldu sinni. Bastos er svo sann­ar­lega einn af áhuga­verðustu kokk­um sinn­ar kyn­slóðar og á stór­an þátt í að ýta portú­galskri mat­ar­menn­ingu í sviðsljósið á heimsvísu.

Ricardo Acquista verður á VOX.
Ricar­do Acquista verður á VOX.

Vox

Ricar­do Acquista er gesta­kokk­ur­inn á Vox í ár. Kokk­ur­inn Acquista, er arg­entínsk­ur kokk­ur sem hef­ur rutt sér rúms í vet­ingastaðasen­unni á ferli sem spann­ar yfir 16 ár. Ný­verið opnaði hann tvo nýja og spenn­andi veit­ingastaði í hjarta Madrid, Rural og Estim­ar, sem eru staðsett­ir steinsnar frá hvor öðrum. Acquista, í sam­starfi við viðskipta­fé­laga sinn, Rafa Zafra, hef­ur skapað ein­staka stemn­ingu á þess­um stöðum, með því að sam­eina það besta úr hafi og haga á mat­seðlin­um.

Acquista, skerpti hæfi­leika sína und­ir leiðsögn mat­reiðslu­meist­ar­ans Ferr­an Adrià, skap­ara hins goðsagna­kennda El Bulli. Ricar­do hef­ur komið víða við á Spáni, allt frá Ibiza til Barcelona og nú­verið held­ur hann til í Madrid. Á Rural og Estim­ar sýn­ir Ricar­do greini­lega skuld­bind­ingu sína við gæði og ný­sköp­un í mat­ar­gerð, og hef­ur fest sig í sessi sem einn af for­ystu­mönn­um spænskr­ar mat­ar­gerðar.

Mikko Pakola verður Kársnes Bistro.
Mik­ko Pakola verður Kárs­nes Bistro.

Brass­erie Kárs­nes

Mik­ko Pakola er gesta­kokk­ur á Brass­erie Kár­nes. Pakola er finnsk­ur kokk­ur sem hef­ur skapað sér nafn í Tur­ku, Finn­landi, á ann­álaða veit­ingastaðnum Smör. Með glæsi­leg­an fer­il að baki, sem inni­held­ur störf í Michel­in eld­hús­um líkt og OLO í Hels­inki, hef­ur Pakola sannað sig sem einn af fremstu kokk­um Finn­lands. Á veg­ferð sinni hef­ur hann komið víða við, og má nefna að hann hafi verið meðlim­ur finnska kokka­landsliðsins frá 2013 - 2023, og í öðru sæti í finnsku undan­keppni Bocu­se d’Or. Árið 2024 var Mik­ko svo út­nefnd­ur sem „Head Chef of the Year“ í Finn­landi.

Mat­ar­heim­speki Pakola er rót­gró­in í virðingu hans fyr­ir nátt­úr­unni og því sem hún hef­ur upp á að bjóða. Hann legg­ur mikla áherslu á að hver rétt­ur sé spenn­andi sam­spil mis­mun­andi þátta, þar sem hvert hrá­efni fær að njóta sín á undra­verðan hátt. Mik­ko hef­ur einna mest gam­an að því að skapa flókn­ar, þróaðar aðferðir í mat­reiðslu sinni, og bjóða gest­um í ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un. Með Pakola kem­ur „sous chef“ Sivi Sa­ari­vita, en hún er í stöðu Head Pas­try á veit­ingastaðnum Smör. Fyr­ir það vann hún á veit­ingastaðnum Nokka.

Jonathan Morales og Sabrina Goldin verða á OTO.
Jon­ath­an Morales og Sa­brina Gold­in verða á OTO.

OTO

Jon­ath­an Morales og Sa­brina Gold­in verða gest­ir á OTO í ár. Morales er yfir­kokk­ur­inn á veit­ingastaðnum Car­boni´s í Par­ís. Hann hóf fer­il sinn sem Chef de Partie, en fljót­lega var farið að taka eft­ir hæfi­leik­um hans og sköp­un­ar­gleði og hann vann sig fljótt upp þar til hann tók við stöðu aðstoðarkokks á veit­ingastaðnum Cant­ina í Par­ís, áður en hann færði sig yfir í stöðu yfir­kokks á Car­bon­i’s. Sem yfir­kokk­ur á staðnum hef­ur Morales verið lyk­ilaðili í að móta upp­lif­un­ina á Car­boni´s með því að koma á fram­færi hans ein­stöku aðferðum við að blanda sam­an hefðbund­inni mat­ar­gerð við nú­tíma­lega. Und­ir hans leiðsögn hef­ur Car­boni´s haldið áfram að þró­ast í hinar ýmsu átt­ir, og ný­verið breytti staður­inn um gír og færði sig yfir í ít­alska mat­ar­gerð und­ir heit­inu Car­bon­i’s. Árang­ur Car­boni´s og Morales hef­ur hald­ist vel í hend­ur og á stutt­um tíma hef­ur Morales náð að skapa sér nafn sem einn af mest spenn­andi kokk­um Par­ís­ar­borg­ar.

Með hon­um kem­ur Sa­brina Gold­in, eig­andi og heil­inn á bakvið út­lit veit­ingastaðar­ins og upp­lif­un gesta. Á meðan Jon­ath­an leik­ur list­ir sín­ar í eld­hús­inu má finna Gold­in í saln­um að halda par­tí­inu gang­andi og tryggja það að all­ir njóti til hins ýtr­asta.

M. Osman Sezener verður á Tides á The Edition Hótelinu.
M. Osm­an Sezener verður á Tides á The Ed­iti­on Hót­el­inu.

Tides á The Reykja­vík ED­ITI­ON

M. Osm­anSezene verður gesta­kokk­ur­inn á Tides. Sezene er Michel­in-stjörnu­kokk­ur mun töfra fram rétti með tyrk­nesk­um áhrif­um úr ís­lensk­um hrá­efn­um. Sezener er fædd­ur í Izm­ir, Tyrklandi og kafaði ofan í ást sína á mat­ar­gerð í gegn­um djúp­stæðan áhuga á veit­inga­húsaviðskipt­um fjöl­skyldu sinn­ar. Eft­ir mennt­un í ferðaþjón­ustu og hót­el­stjórn­un, bætti hann enn frek­ar mat­reiðslu­hæfi­leika sína í New York. Mat­ar­ást hans er inn­blás­in af þýsk­um og krít­versk­um ömm­um hans þar sem hann sam­ein­ar með hrá­efni og bragð Tyrk­lands frá ýms­um svæðum.

Þegar Sezener sneri aft­ur til Izm­ir eft­ir að hafa unnið í virtu eld­hús­um um all­an heim, stækkaði Sezener Ristor­an­te Pizzer­ia Vene­dik, fjöl­skyldu­veit­ingastað sinn, og kynnti ný vörumerki. Árið 2018 varð draum­ur hans að veru­leika þegar OD Urla var hleypt af stokk­un­um, sem fel­ur í sér mat­reiðslu­heim­speki sem á ræt­ur að rekja til „frá bæ til borðs“ og „núll sóun“. Frá upp­hafi hef­ur Sezener búið til árstíðabundn­ar upp­skrift­ir með hágæða hrá­efni, annað hvort fram­leidd frá grunni eða frá staðbundn­um veit­end­um, sem bjóða upp á sér­staka upp­lif­un fyr­ir Urla-svæðið.

Bein­ir kast­ljósi sínu að svæðis­bundn­um vör­um

Með ný­stár­legri nálg­un sinni knúði OD Urla áfram mat­reiðslu­ferð Sezener og árið 2021 hélt hann áfram að kanna ný verk­efni. Má þar nefna „nú­tíma­lega sjáv­ar­rétta­veit­ingastaðinn MA Urla á lóð hans, KITCHEN Bodr­um í The Bodr­um ED­ITI­ON og An­hinga eft­ir OD í Six Sens­es Kaplankaya. Með því að leggja áherslu á sjálf­bærni, lýsti Sezener, sam­hliða því að koma menn­ingu Eyja­hafs­svæðis­ins á alþjóðleg­an vett­vang, yfir skuld­bind­ingu sinni til að beina kast­ljósi að svæðis­bundn­um vör­um í framtíðar­verk­efn­um, sem felst í trú sinni: „Því staðbundn­ari sem við erum í okk­ar eig­in landa­fræði, því alþjóðlegri verðum við."

Michel­in-stjarna og Græn stjarna

Í viður­kenn­ingu fyr­ir yf­ir­burða mat­reiðslu vann Sezener og veit­ingastaður­inn hans OD Urla Michel­in-stjörnu og Græna stjörnu fyr­ir sjálf­bærniaðferð sína árið 2024. Að auki var veit­ingastaður­inn hans KITCHEN Bodr­um í The Bodr­um ED­ITI­ON veitt Michel­in stjörnu árið 2024. Frek­ari viður­kenn­ing­ar fela í sér Gault Millau's Best Sustaina­bility Aw­ard fyr­ir OD Urla, þéna 3 hatta og 2 hatta fyr­ir Kitchen Bodr­um. Þessi virtu heiður­verðlaun und­ir­strik­ar holl­ustu Sezener til ný­sköp­un­ar í mat­reiðslu, sjálf­bærni og ein­stakr­ar mat­ar­upp­lif­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert