Frægasti japanski pönnukökustaðurinn í Lundúnum

Þetta eru heitustu japönsku pönnukökurnar í Lundúnum núna. Vinsælasti pönnukökustaðurinn …
Þetta eru heitustu japönsku pönnukökurnar í Lundúnum núna. Vinsælasti pönnukökustaðurinn þar ber heitið „Caja japanese panckes“. Samsett mynd

Japanskar glúten- og laktósafríar pönnukökur eru það heitasta í Lundúnum núna. Frægasti og vinsælasti staðurinn í Lundúnum sem býður upp á þessar nýstárlegu og heitu japönsku pönnukökur ber heitið „Caja japanese panckes“. Á hverjum degi er röð út á götu þar sem beðið er eftir þessum frumlegu pönnukökum sem eiga sér ekki hliðstæðu. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir staðinn sem og pönnukökurnar.

Þykkar, léttar og hlaupkenndar

Pönnukökurnar eru þykkari en hefðbundnar pönnukökur en léttar í sér og hlaup- og loftkenndar. Það er hægt að fá þær með alls konar sælkerasósum eins og súkkulaði-, karamellu- eða jarðarberjasósu. Þær eru bornar fram með ferskum ávöxtum að eigin vali og það er líka hægt að fá þær með brenndum marens ofan á svo fátt eitt sé nefnt.

Ef þú ert á leiðinni til Lundúna þá verður þú að prófa þessar nýstárlegu og frumlegu japönsku pönnukökur, bara upplifunin að mæta á þennan stað er himnesk. Sjón er sögu ríkari.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem er í boðið upp á í „Caja japanese pancakes“.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka