Frægasti japanski pönnukökustaðurinn í Lundúnum

Þetta eru heitustu japönsku pönnukökurnar í Lundúnum núna. Vinsælasti pönnukökustaðurinn …
Þetta eru heitustu japönsku pönnukökurnar í Lundúnum núna. Vinsælasti pönnukökustaðurinn þar ber heitið „Caja japanese panckes“. Samsett mynd

Jap­ansk­ar glút­en- og laktósa­frí­ar pönnu­kök­ur eru það heit­asta í Lund­ún­um núna. Fræg­asti og vin­sæl­asti staður­inn í Lund­ún­um sem býður upp á þess­ar ný­stár­legu og heitu japönsku pönnu­kök­ur ber heitið „Caja japanese panckes“. Á hverj­um degi er röð út á götu þar sem beðið er eft­ir þess­um frum­legu pönnu­kök­um sem eiga sér ekki hliðstæðu. Bleiki lit­ur­inn er tákn­rænn fyr­ir staðinn sem og pönnu­kök­urn­ar.

Þykk­ar, létt­ar og hlaup­kennd­ar

Pönnu­kök­urn­ar eru þykk­ari en hefðbundn­ar pönnu­kök­ur en létt­ar í sér og hlaup- og loft­kennd­ar. Það er hægt að fá þær með alls kon­ar sæl­kerasós­um eins og súkkulaði-, kara­mellu- eða jarðarberjasósu. Þær eru born­ar fram með fersk­um ávöxt­um að eig­in vali og það er líka hægt að fá þær með brennd­um mar­ens ofan á svo fátt eitt sé nefnt.

Ef þú ert á leiðinni til Lund­úna þá verður þú að prófa þess­ar ný­stár­legu og frum­legu japönsku pönnu­kök­ur, bara upp­lif­un­in að mæta á þenn­an stað er him­nesk. Sjón er sögu rík­ari.

Hér fyr­ir neðan má sjá brot af því sem er í boðið upp á í „Caja japanese panca­kes“.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert