lmurinn er svo lokkandi á Finnsson Bistro þessa dagana og minnir óneitanlega á ilminn frá Argentínu steikhúsi sem lá í loftinu á Barónsstíg í forðum. Það er ekki skrýtið að þessi ilmur, sem er algjör nostalgía, streymi frá Finnsson Bistro núna þar sem gestakokkurinn, Tom Cook, er í eldhúsinu, er að steikja hágæða steikur á gamla góða Argentínusteikargrillinu ásamt Finnsson teyminu. Í tilefni matarhátíðarinnar er Cook gestakokkur á Finnsson og matseðilinn er sérhannaður fyrir matgæðinga sem elska góðar og safaríkar steikur. Hér eru á ferðinni sérvaldar steikur sem steikarunnendur munum hreinlega slefa yfir ef svo má að orði komast.
Vegferð Cook hófst undir leiðslu hins virta matreiðslumanns Gary Rhodes, sem leiddi fljótlega af sér Michelin stjörnu á veitingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfileika sína hjá Le Gavroche og The Capital Hotel, þar sem hann tileinkaði sér rólegan leiðtogastíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjölfarið til Parísar þar sem hann bætti sérstaklega við þekkingu sína í eftirréttum. Eftir París hélt Cook til Sydney þar sem hann tók stöðu „sous chef“ á veitingastaðnum Pier.
Þegar Cook sneri aftur til London, tók hann við keflinu á veitingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót einstaklega vinsæl matreiðslunámskeið. Sem yfirkokkur á Skylon, og nú síðast Smith & Wollensky, heldur Cook áfram að heilla með framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum og áherslu á frábæra þjónustu.