Vináttubönd í kjölfar Food & Fun hátíðarinnar

Með Jessa Miller og Óla Hall framkvæmdastjóra Food & fin …
Með Jessa Miller og Óla Hall framkvæmdastjóra Food & fin tókst svo mikill vinskapur eftir fyrstu heimsókn Millers til Íslands, að það endaði með því að Miller bað Óla um að vera einn af svaramönnum sínum í brúðkaupinu sínu í Washington D.C. Samsett mynd

Jesse Miller sem er gesta­kokk­ur­inn í ár á veit­ingastaðnum Duck & Rose á Food & Fun hátíðinni sem stend­ur yfir þessa dag­ana fram til 10. mars næst­kom­andi er orðinn stór part­ur af Food & Fun fjöl­skyld­unni eft­ir sam­starfið síðustu ár. Hann hef­ur komið nokkr­um sinn­um til Íslands og upp­lifað alls kon­ar út­gáf­ur af hátíðinni, bæði á Íslandi og í Finn­landi. Hann var líka í fyrra gesta­kokk­ur­inn í eld­hús­inu hjá Duck & Rose þar sem hann heillaði mat­ar­gest­ina upp úr skón­um.

Bað hann um að vera svara­mann sinn

Með Miller og Óla Hall fram­kvæmda­stjóra Food & fin tókst svo mik­ill vin­skap­ur eft­ir fyrstu heim­sókn­ina hans, að það endaði með því að Miller bað Óla um að vera einn af svara­mönn­um sín­um í brúðkaup­inu sínu í Washingt­on D.C. „Þessi bón var mik­il heiður fyr­ir mig en því miður missti ég af brúðkaup­inu vegna Covid tak­mark­anna sem voru þá enn í gildi,“ seg­ir Óli og bæt­ir við að Covid hafi haft áhrif á margt, meira segja á Food & Fun.

Listamaður­inn fengið út­rás í eld­hús­inu

Miller er yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum Pennyroyal Stati­on í Mt. Ranier hverfi Washingt­on D.C. og er góðkunn­ingi Food & Fun hátíðar­inn­ar. Bak­grunn­ur hans er í lista­geir­an­um þar sem hann var á góðri leið að verða at­vinnu­list­mál­ari þegar ástríðan á mat og lífið í eld­hús­inu dró hann til sín. Síðan þá hef­ur listamaður­inn í hon­um fengið út­rás í eld­hús­inu þar sem hann var m.a. á bakvið hinn geysi­vin­sæla veit­ingastað Bar Pil­ar í Washingt­on D.C.

Mat­reiðsla Miller á Bar Pil­ar sæk­ir inn­blást­ur frá nær­liggj­andi sveit­um og birgj­um með áherslu á ferska, árstíða- og staðbundna vöru. Rétt­irn­ir eru ein­fald­ir en jafn­framt æv­in­týra­leg­ir og breyt­ast í takt við fram­boðið hverju sinni, sem er ein­mitt hluti af æv­in­týr­inu sem verður í boði á Food & Fun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert