Páskakúlur sem gleðja og gefa

Dýrðlegar páskakúlur sem næra og gleðja.
Dýrðlegar páskakúlur sem næra og gleðja. Ljósmynd/Jana

Hér eru á ferðinni dýrðlega páskakúlur, svokallaðar gull sítrónuorkukúlur sem koma úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, Jönu. Jana elskar að prófa sig áfram í hollustu uppskriftunum og þar sem páskarnir eru skammt undan langaði hana til að búa til eitthvað páskalegt, næringarríkt og hollt. Þetta er útkoman.

Gull sítrónuorkukúlur

  • 2 bollar döðlur steinlausar
  • 1 bolli kasjúhnetur
  • 1 bolli kókosmjöl
  • 4 msk. sítrónusafi
  • 1 tsk. sítrónubörkur
  • 1 tsk. Gullkrydd/ eða ½ tsk. túrmerik duft
  • Smá salt
  • Smá auka kókosmjöl til að velta kúlunum upp

Aðferð:

  1. Setjið allt nema pínu auka kókosmjöl í matvinnsluvél.
  2. Blandið vel saman þar til blandan verður líkt og deig.
  3. Ef ykkur finnst blandan of þurr er í lagi að setja teskeið af vatni út í og blanda aftur.
  4. Mótið litlar kúlur, ágætt að vera í hönskum þar sem Gullkryddið litar aðeins.
  5. Rúllið kúlunum upp úr kókosmjöli og leggðu á bökunarpappír og frystið.
  6. Geymið kúlurnar í loftþéttu boxi í frysti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka