Múlakaffi opnað í Sjálandi

Guðríður Jóhannesdóttir, dóttir Jóa í Múlakaffi, hefur tekið við framkvæmdastjórn …
Guðríður Jóhannesdóttir, dóttir Jóa í Múlakaffi, hefur tekið við framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Samsett mynd

Einn eft­ir­sótt­asti veislu- og viðburðarstaður­inn í Garðabæ, sjálft Sjálandið, hef­ur verið opnaður á ný en staðnum var lokað í októ­ber í fyrra eft­ir að rekstr­ar­fé­lagið varð gjaldþrota. Fjöl­skyld­an í Múlakaffi hef­ur tekið við rekstr­in­um. 

„Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í fram­boð okk­ar á veislu- og veit­ingaþjón­ustu. Sjá­land er einn glæsi­leg­asti veislu- og viðburðastaður lands­ins á mögnuðum stað við sjáv­ar­síðuna,“ seg­ir Guðríður María Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Múlakaff­is.

Sjá­land hef­ur um margra ára skeið verið einn vin­sæl­asti veislu­staður lands­ins og hafa ófá brúðkaup, af­mæl­is­veisl­ur og árs­hátíðir farið fram á staðnum. Þar eru tveir sal­ir, ann­ar sem hent­ar stærri viðburðum og svo minni sal­ur sem pass­ar fyr­ir minni boð. Yfir­kokk­ur Múlakaff­is, Eyþór Rún­ars­son, hef­ur um­sjón með mat­seðli og áhersl­um Sjá­lands í mat og drykk. 

Ljós­mynd/Ó​li Hauk­ur Mýr­dal

„Við erum nú þegar far­in að taka við bók­un­um fyr­ir sum­arið, sím­inn hef­ur varla stoppað síðan að það spurðist út að Sjá­land yrði opnað aft­ur. Enda er hús­næðið sér­hannað fyr­ir veisl­ur og viðburði af öll­um gerðum. Við ætl­um að gera enn bet­ur og bjóða upp á reglu­lega viðburði í Sjálandi, tón­leika, Pub Quiz, bingó, og þess hátt­ar viðburði sem eiga eft­ir að gleðja Garðbæ­inga og aðra höfuðborg­ar­búa,“ seg­ir Guðríður.

Múlakaffi var stofnað árið 1962 og er rót­gróið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki. Í dag rek­ur Múlakaffi eina stærstu veisluþjón­ustu lands­ins. Jó­hann­es Stef­áns­son, Múla­kóng­ur­inn sjálf­ur eða Jói í Múlakaffi eins og hann er kallaður, er ekki sest­ur í helg­an stein þótt dótt­ir hans, Guðríður, sé tek­in við fram­kvæmda­stjórn­inni.

„Við fjöl­skyld­an erum sam­an í rekstr­in­um og elsk­um það sem við ger­um, pabbi er ennþá á fleygi­ferð og ef hann er ekki uppi á jökli með veislu eða í öðrum verk­efn­um þá stend­ur hann vakt­ina í Hall­ar­múl­an­um. Veisluþjón­ust­an er orðin kjarn­inn í starf­sem­inni í dag og þess vegna er Sjá­land frá­bær viðbót það sem við ger­um best. Við ætl­um að gera Sjá­land að frá­bær­um veislu- og viðburðastað þar sem fag­leg þjón­usta, bragðgóður mat­ur og flott fram­setn­ing er í lyk­il­hlut­verki. Hver ein­asta veisla er sér­stök fyr­ir hvern viðskipta­vin og upp­lif­un­in afar mik­il­væg,“ seg­ir hún. 

Ljós­mynd/Ó​li Hauk­ur Mýr­dal

Eitt af því sem Múlakaffi mun bjóða upp á í Sjálandi er fundaaðstaða fyr­ir smærri hópa eins og til dæm­is fyr­ir­tæki sem vilja breyta um um­hverfi. Fund­ar­her­bergið er með fal­legu út­sýni út á vog­inn og er full­komið fyr­ir þá sem vilja næði og góðan mat að fundi lokn­um.

„Framtíðin er björt í Sjálandi og ég hvet fólk og fyr­ir­tæki til að hafa hafa hraðar hend­ur að bóka sín­ar veisl­ur, það er nú þegar farið að þétt­ast hjá okk­ur í sum­ar og langt fram á haust.  Við höf­um meira að segja bókað nokk­ur jóla­hlaðborð og árs­hátíðir nú þegar,“ seg­ir hún.

Ljós­mynd/Ó​li Hauk­ur Mýr­dal
Ljós­mynd/Ó​li Hauk­ur Mýr­dal
Ljós­mynd/Ó​li Hauk­ur Mýr­dal
mbl.is
Fleira áhugavert