Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og eigandi veisluþjónustunnar ZAK, gefur lesendum matarvefjarins góð húsráð alla föstudaga sem nýtast vel við matargerð og bakstur. Hann sviptir hulunni af töfraráðum og sýnir lesendum að sumt sem gæti talist flókið er sáraeinfalt. Ísak Aron, sem sérhæfir sig í prívat-matarboðum og keppnismatreiðslu, hefur mikla ástríðu fyrir fagi sínu enda veit hann fátt meira gefandi en bjóða matargestum sínum ógleymanlega matarupplifun. Hið fyrsta sem Ísak Aron ætlar að kenna lesendum er að gera er „brennt smjör“.
Í veislueldhúsum er „brennt smjör“ eða „noisette“ mikið notað við matargerð. Einfalt að að útbúa það ef maður nennir. Bragðið minnir á ristaðar heslihnetur og er það alltaf mjög vinsælt. Hægt er að nota brennda smjörið í alls konar matargerð, til dæmis til að „dressa“ eldað kjöt eða baka fisk í því, en einnig er gott að hafa það á kantinum og nota í hvað sem manni dettur í hug.
Brennda smjörið er gert þannig að smjör er sett í stóran pott því það freyðir mikið. Því leyft að ná́ suðu en þegar suðan er komin upp er hrært í því þar til það hefur náð 155°C. Þá er það tekið af hitanum og sett í annað ílát.
Munið að ná́ karamellíseruðu mjólkinni með úr pottinum, því þar er bragðið.