Svona gerir þú „brennt smjör“

Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðinu, kennir lesendum að gera …
Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðinu, kennir lesendum að gera brennt smjör. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefjar­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerð og bakst­ur. Hann svipt­ir hul­unni af töfr­aráðum og sýn­ir les­end­um að sumt sem gæti tal­ist flókið er sára­ein­falt. Ísak Aron, sem sér­hæf­ir sig í prívat-mat­ar­boðum og keppn­ismat­reiðslu, hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fagi sínu enda veit hann fátt meira gef­andi en bjóða mat­ar­gest­um sín­um ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un. Hið fyrsta sem Ísak Aron ætl­ar að kenna les­end­um er að gera er „brennt smjör“.

Hvernig á að gera brennt smjör?

Í veislu­eld­hús­um er „brennt smjör“ eða „noi­sette“ mikið notað við mat­ar­gerð.  Ein­falt að að út­búa það ef maður nenn­ir. Bragðið minn­ir á ristaðar hesli­hnet­ur og er það alltaf mjög vin­sælt. Hægt er að nota brennda smjörið í alls kon­ar mat­ar­gerð, til dæm­is til að „dressa“ eldað kjöt eða baka fisk í því, en einnig er gott að hafa það á kant­in­um og nota í hvað sem manni dett­ur í hug.
Brennda smjörið er gert þannig að smjör er sett í stór­an pott því það freyðir mikið. Því leyft að ná́ suðu en þegar suðan er kom­in upp er hrært í því þar til það hef­ur náð 155°C. Þá er það tekið af hit­an­um og sett í annað ílát.
Munið að ná́ kara­mellíseruðu mjólk­inni með úr pott­in­um, því þar er bragðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert