Nostalgía þessar kransakökur með Quality Street molunum

Kransakökurnar koma áfram sterkar inn á fermingarhlaðborðin og það er …
Kransakökurnar koma áfram sterkar inn á fermingarhlaðborðin og það er ákveðin nostalgía að vera með kransaköku skreyta og fyllta með Quality Street molunum. Samsett mynd

Nú er ferm­inga­tíma­bilið komið á fullt þar sem fjöl­skyld­ur og vin­ir hitt­ast til að fagna þess­um merka áfanga ung­menn­is­ins. Það er óhætt að segja að kran­sa­kök­ur hafi verið ein­kenn­andi miðpunkt­ur á veislu­borðinu í gegn­um árin og virðist ekk­ert lát vera á. Hvert sem maður lít­ur er verið að baka kran­sa­köku eða ung­menni að sækja kran­sa­köku­nám­skeið til að full­komna þessa rót­grónu hefð.

Dýrðleg kransakaka frá gamla tímanum.
Dýrðleg kran­sakaka frá gamla tím­an­um. Ljós­mynd/​Hild­ur Soffía

Kran­sa­kök­ur skreytt­ar með Quality Street mol­un­um

Það sem topp­ar síðan þessa fal­legu og tign­ar­legu köku eru skreyt­ing­arn­ar. Hver man ekki eft­ir þess­ari dýrð þegar hinir frægu Quality Street stálu sen­inu og keppni var um að ná vin­sæl­ustu mol­un­um? Í ára­tugi hafa lands­menn skreytt kran­sa­kök­urn­ar sín­ar með lit­ríku Quality Street mol­un­um og gjarn­an fyllt kök­una sjálfa með mol­um. Þessi hefð virðist vera að ryðja sér til rúms aft­ur núna en kran­sakak­an nær að höfða til flest allra í boðinu þegar hún er skreytt með þess­um lit­ríku og vin­sælu mol­um. En það eru 78 ár síðan Quality Street, bet­ur þekkt þá sem Mackintosh var fyrst aug­lýst á Íslandi.

Takið eftir kransakökunni á fermingarhlaðborðinu, fermingarstúlkan heiir Valgerður en föðurnafn …
Takið eft­ir kran­sa­kök­unni á ferm­ing­ar­hlaðborðinu, ferm­ing­ar­stúlk­an hei­ir Val­gerður en föður­nafn henn­ar er óþekkt. Ljós­mynd/​Ragna Her­manns­dótt­ir

Sag­an bak við Mackintosh mol­anna

Flest­ir Íslend­ing­ar kann­ast við Mackintosh mol­anna, sem eru áber­andi í kring­um jól, vin­sæl­ir í skreyt­ing­ar á kran­sa­kök­um í tengsl­um við ferm­ing­ar og boðið upp á mol­ana við ýmis tæki­færi. Dós­irn­ar und­an Mackintos­hi eru líka til á mörg­um heim­il­um og gjarn­an notaðar und­ir smá­kök­ur eða annað góðgæti en dag­inn í dag. Mackint­hos heit­ir í raun Quality Street eins og fram kem­ur á öll­um umbúðum þess og við hefj­um grein­ina hér á, en á Íslandi skapaðist fljótt sú hefð að kenna sæl­gætið við fyr­ir­tækið sem fram­leiddi það í upp­hafi eins og fram kem­ur á Vís­inda­vefn­um. Það má rekja sögu Mackintosh-sæl­gæt­is­ins allt aft­ur til árs­ins 1890 þegar John Mackintosh ásamt konu sinni Vi­olet, hóf fram­leiðslu á kara­mell­um í bæn­um Halifax í Yorks­hire á Englandi. Kara­mell­urn­ar fengu góðar viðtök­ur og nokkr­um árum seinna hafði starf­sem­in vaxið það mikið að þau stofnuðu kar­mellu­verk­smiðju til þess að sinna fram­leiðslunni. Fyr­ir­tækið óx og dafnaði næstu ára­tugi og næsta kyn­slóð tók við.

Eins og fram kem­ur á Vís­inda­vefn­um kom Mackintosh-sæl­gætið fyrst á markað árið 1936. Á þeim tíma var kon­fekt munaðar­vara og helst á færi þeirra sem bet­ur voru stæðir að gæða sér á slíku. Harold Mackintosh, sem þá hafði tekið við fyr­ir­tæk­inu af föður sín­um, vildi setja kon­fekt á markað sem hægt væri að selja á verði sem almúg­inn réði við. Niðurstaðan varð sú að hjúpa mis­mun­andi kara­mell­ur með súkkulaði og nota ódýr­ar umbúðir þar sem hverj­um mola var pakkað þannig að hægt væri að hafa þá lausa í box­inu. Lögð var áhersla á lit­rík­ar umbúðir, bæði utan um hvern mola og dós­irn­ar, sem áttu að gefa til kynna gæði og höfða til ein­hvers kon­ar fortíðarþrár.

Fyrsta aug­lýs­ing­in á Íslandi

Í aug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu 8. mars 1946, er kaup­mönn­um bent á tögg­ur og annað sæl­gæti frá Mackintosh og vænt­an­lega er þar átt við Mac­intosh-mol­ana sem hér eru til um­fjöll­un­ar. Fyr­ir­tækið fram­leiddi þó fleiri teg­und­ir sæl­gæt­is en Quality Street-kon­fektið.

Hér má sjá gamla auglýsingu þar sem kaupmönnum er beint …
Hér má sjá gamla aug­lýs­ingu þar sem kaup­mönn­um er beint á að hægt sé að út­vega þeim Mackintosh mol­ana.

Þrátt fyr­ir þessa aug­lýs­ingu var flest er­lent sæl­gæti, þar með talið Mackintosh, sjald­séð í búðum hér á landi og alls ekki á hvers manns borði. Ára­tug­um sam­an var Mackintosh líka í hug­um margra ná­tengt heim­komu frá út­lönd­um og hafði þá verið keypt annað hvort er­lend­is eða í frí­höfn­inni. Frí­höfn­in var opnuð árið 1958 og fór fljót­lega að selja sæl­gæti, þar á meðal Mackintosh. Það var þó svo að komuf­arþegar til lands­ins gátu ekki átt viðskipti í frí­höfn­inni fyrr en árið 1970 en þá tók land­inn líka held­ur bet­ur við sér og urðu strax sólgn­ir í þessa frægu mola. Til að mynda birt­ist frétt í Vísi í sept­em­ber árið 1971 þar sem kem­ur fram að sala á Mackintosh í frí­höfn­inni hafi verið um þrjú og hálft tonn á mánuði.

Kranskakakan skreytt frægu molunum góðu ávallt í forgrunni árum áður …
Kranskakak­an skreytt frægu mol­un­um góðu ávallt í for­grunni árum áður og hér er ferm­ing­ar­stúlk­an Rakel Móna Bjarna­dótt­ir við kaffi­hlaðborðið. Ljós­mynd/​Ragna Her­manns­dótt­ir

Snemma á 8. ára­tug síðustu ald­ar byrjaði loks aðeins að rýmkast um inn­flutn­ing á er­lendu sæl­gæti mörg­um til mik­ill­ar gleði. Inn­flutn­ing­ur var mjög tak­markaður til að byrja með og toll­ar voru háir. Lík­legt er að inn­flutn­ing­ur hafi að miklu leyti verið tengd­ur hátíðis­dög­um fyrst um sinn eins og jól­um og síðan pásk­um. Smám sam­an varð inn­flutn­ing­ur auðveld­ari og síðustu ára­tugi hafa Íslend­ing­ar getað keypt eins mikið af Mackintos­hi og þá lang­ar í, hvenær sem er og  ör­ugg­lega í hverri ein­ustu mat­vöru­versl­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert