Myndaveisla frá fyrri keppnisdegi Sindra á Bocuse d´Or

Sindri Guðbrandur Sigurðsson kláraði fyrri keppnisdaginn með glæsibrag ásamt teymi …
Sindri Guðbrandur Sigurðsson kláraði fyrri keppnisdaginn með glæsibrag ásamt teymi sínu út í Þrándheimi í Noregi. Samsett mynd

Í gær fór fyrri keppn­is­dag­ur í undan­keppni Bocu­se d´Or þar sem Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson keppti fyr­ir hönd Íslands og stóð sig framúrsk­ar­andi vel ásamt teymi sínu, en keppn­in er hald­in í Þránd­heimi í Nor­egi.

Aðstoðarmaður Sindra í búr­inu er Hinrik Örn Hall­dórs­son og þjálf­ari teym­is­ins er Sig­ur­jón Bragi Geirs­son. Sindra gekk mjög vel í keppn­inni og skilaði á rétt­um tíma. Sam­tals eru það 20 lið sem keppa um að kom­ast í aðal­keppn­ina sem hald­in verður í Lyon í Frakklandi þann 26. janú­ar árið 2025. Seinni keppn­is­dag­ur­inn er í gangi þessa stund­ina, miðviku­dag­inn 20. mars. Ein­ung­is 10 lönd  kom­ast áfram í úr­slita­keppn­ina í Lyon á næsta ári svo spenn­an er mik­il. Úrslit­in verða kunn­gerð í kvöld.

Hér fyr­ir neðan má sjá mynda­veislu af rétt­un­um hans Sindra sem hann fram­reiddi í gær.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Bocu­se d'Or (@bocu­sedor)

Ljós­mynd/​Bocu­se d´Or
Ljós­mynd/​Bocu­se d´Or
Ljós­mynd/​Bocu­se d´Or
Ljós­mynd/​Bocu­se d´Or
Ljós­mynd/​Bocu­se d´Or
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert