Myndaveisla frá fyrri keppnisdegi Sindra á Bocuse d´Or

Sindri Guðbrandur Sigurðsson kláraði fyrri keppnisdaginn með glæsibrag ásamt teymi …
Sindri Guðbrandur Sigurðsson kláraði fyrri keppnisdaginn með glæsibrag ásamt teymi sínu út í Þrándheimi í Noregi. Samsett mynd

Í gær fór fyrri keppnisdagur í undankeppni Bocuse d´Or þar sem Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppti fyrir hönd Íslands og stóð sig framúrskarandi vel ásamt teymi sínu, en keppnin er haldin í Þrándheimi í Noregi.

Aðstoðarmaður Sindra í búrinu er Hinrik Örn Halldórsson og þjálfari teymisins er Sigurjón Bragi Geirsson. Sindra gekk mjög vel í keppninni og skilaði á réttum tíma. Samtals eru það 20 lið sem keppa um að komast í aðalkeppnina sem haldin verður í Lyon í Frakklandi þann 26. janúar árið 2025. Seinni keppnisdagurinn er í gangi þessa stundina, miðvikudaginn 20. mars. Einungis 10 lönd  komast áfram í úrslitakeppnina í Lyon á næsta ári svo spennan er mikil. Úrslitin verða kunngerð í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá myndaveislu af réttunum hans Sindra sem hann framreiddi í gær.

View this post on Instagram

A post shared by Bocuse d'Or (@bocusedor)

Ljósmynd/Bocuse d´Or
Ljósmynd/Bocuse d´Or
Ljósmynd/Bocuse d´Or
Ljósmynd/Bocuse d´Or
Ljósmynd/Bocuse d´Or
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert