Hvernig undirbýrðu kjöt fyrir steikingu?

Ísak Aron Jóhannsson fer yfir hvernig þú átt að undirbúa …
Ísak Aron Jóhannsson fer yfir hvernig þú átt að undirbúa kjöt fyrir steikingu til að tryggja rétta eldun. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerð og bakst­ur.

Hann gef­ur góð ráð og sýn­ir les­end­um að sumt sem gæti tal­ist flókið er sára­ein­falt. Ísak Aron, sem sér­hæf­ir sig í prívat-mat­ar­boðum og keppn­ismat­reiðslu, hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fagi sínu enda veit hann fátt meira gef­andi en bjóða mat­ar­gest­um sín­um ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un.

Að þessu sinni ætl­ar Ísak Aron að fara yfir hvernig þú átt að und­ir­búa kjöt fyr­ir steik­ingu til að tryggja rétta eld­un.

Und­ir­búðu kjötið rétt fyr­ir steik­ingu

„Með öll­um steik­um fylgja grunn­regl­ur um hvernig á að steikja eða grilla þær. Þegar þú hef­ur valið steik þá er mik­il­vægt að taka hana úr umbúðunum og þerra hana. Steik­in er sett á́ bakka og leyft að standa í stofu­hita í u.þ.b. 30 mín­út­ur en það get­ur farið eft­ir stærð kjöts­ins.

Tíu mín­út­um fyr­ir eld­un þá er kjötið saltað og leyft að draga í sig saltið áður en hún fer á pönn­una. Þegar pann­an er orðin heit þá má bæta við olíu á́ pönn­una. Steik­in er þerruð aft­ur því saltið hef­ur leyst smá vökva frá því.

Næst er kjöt­inu skellt á pönn­una en ef þú́ ert að grilla þá mæli ég með því að gera sama ferli nema að velta kjöt­inu upp úr olíu rétt áður en hún fer á fun­heitt grillið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert