Hvernig undirbýrðu kjöt fyrir steikingu?

Ísak Aron Jóhannsson fer yfir hvernig þú átt að undirbúa …
Ísak Aron Jóhannsson fer yfir hvernig þú átt að undirbúa kjöt fyrir steikingu til að tryggja rétta eldun. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefsins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerð og bakst­ur.

Hann gefur góð ráð og sýn­ir les­end­um að sumt sem gæti tal­ist flókið er sára­ein­falt. Ísak Aron, sem sér­hæf­ir sig í prívat-mat­ar­boðum og keppn­ismat­reiðslu, hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fagi sínu enda veit hann fátt meira gef­andi en bjóða mat­ar­gest­um sín­um ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un.

Að þessu sinni ætlar Ísak Aron að fara yfir hvernig þú átt að undirbúa kjöt fyrir steikingu til að tryggja rétta eldun.

Undirbúðu kjötið rétt fyrir steikingu

„Með öllum steikum fylgja grunnreglur um hvernig á að steikja eða grilla þær. Þegar þú hefur valið steik þá er mikilvægt að taka hana úr umbúðunum og þerra hana. Steikin er sett á́ bakka og leyft að standa í stofuhita í u.þ.b. 30 mínútur en það getur farið eftir stærð kjötsins.

Tíu mínútum fyrir eldun þá er kjötið saltað og leyft að draga í sig saltið áður en hún fer á pönnuna. Þegar pannan er orðin heit þá má bæta við olíu á́ pönnuna. Steikin er þerruð aftur því saltið hefur leyst smá vökva frá því.

Næst er kjötinu skellt á pönnuna en ef þú́ ert að grilla þá mæli ég með því að gera sama ferli nema að velta kjötinu upp úr olíu rétt áður en hún fer á funheitt grillið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert