Stroganoff að hætti Húsó á vel við í dymbilvikunni

Freistandi að laga ljúffengt stroganoff í páskafríinu.
Freistandi að laga ljúffengt stroganoff í páskafríinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu sem njóta mik­ill vin­sælda hjá les­end­um. Nú er komið að hinum fræga nauta­pot­trétt, stroganoff. Rétt­ur­inn er afar ljúf­feng­ur og saðsam­ur og allra best er að gera heima­lagða kart­öflumús með rétt­in­um eða sjóða grjón með. Gald­ur­inn við þenn­an rétt er að leyfa hon­um að malla lengi. Því leng­ur sem hann fær að malla, við lág­an hita því betri verður hann. Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans mæl­ir með þess­um rétti í dymb­il­vik­unni eða um pásk­ana.

Stroganoff að hætti Húsó á vel við í dymbilvikunni

Vista Prenta

Nauta­pot­trétt­ur – stroganoff

  • 500 g nauta­kjöt (skorið í stroganoff)
  • 1 lauk­ur
  • 1 paprika
  • 150 g svepp­ir
  • Olía til steik­ing­ar
  • 1 1/​2-2 dl rjómi
  • 1 dl vatn
  • 2 msk. mangó chut­ney
  • 2 msk. tóm­atsósa
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • 1 tsk. rifið engi­fer

Aðferð:

  1. Kjötið er steikt í ol­í­unni á vel heitri pönnu og sett í pott.
  2. Lauk­ur­inn er saxaður, paprik­an er skor­in í bita og svepp­irn­ir skorn­ir í sneiðar.
  3. Lauk­ur, paprika og svepp­ir steikt sam­an á pönn­unni og síðan sett í pott­inn með kjöt­inu.
  4. Allt annað sett í pott­inn og soðið ró­lega, við væg­an hita í 40-50 mín­út­ur.
  5. Ef þörf er á er sós­an jöfnuð með sósu­jafn­ara.
  6. Berið fram með heima­lagaðri kart­öflumús eða soðnum grjón­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert