Ekta gulrótarkaka í eftirrétt á páskadag

Anna Marín Bentsdóttir ætlar að bjóða upp á ekta gulrótarköku …
Anna Marín Bentsdóttir ætlar að bjóða upp á ekta gulrótarköku um páskana. Ljósmynd/Bent Marinósson

Anna Marín Bents­dótt­ir er 21 árs göm­ul og mik­ill ástríðubak­ari og sér um nýja kaffi­húsið hjá Kokku á Lauga­veg­in­um. Hún elsk­ar bakst­ur og hef­ur verið að baka al­veg síðan hún man eft­ir sér. Hún elsk­ar líka pásk­ana og finnst margt heill­andi við þá, sér­stak­lega vor­boðinn sem þeim fylg­ir og síðan bakst­ur­inn. Hún ætl­ar að baka dýr­ind­is gul­rót­ar­köku á pásk­un­um til að bjóða upp á í eft­ir­rétt á páska­dag.

Gullfalleg gulrótarkaka, svo fagurlega skreytt hjá Önnu Marín.
Gull­fal­leg gul­rót­arkaka, svo fag­ur­lega skreytt hjá Önnu Marín. Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

Kem­ur ávallt með páska­eft­ir­rétt­inn

„Ég hef alltaf elskað pásk­ana, maður byrj­ar að finna fyr­ir vor­inu í loft­inu og að sum­arið sé að koma. Þegar ég var yngri voru pásk­arn­ir ein af upp­á­halds­hátíðunum mín­um.  Ég var oft að prófa mig áfram í eld­hús­inu með að baka allskon­ar mis­mun­andi kræs­ing­ar. Það er alltaf ótrú­lega gam­an að baka fyr­ir pásk­ana, í dag sé ég ávallt um að koma með páska­eft­ir­rétt­inn.  Ég reyni gjarn­an að breyta til á hverju ári, ég baka oft eitt­hvað úr mar­ens en ég og fjöl­skyld­an mín erum líka mjög hrif­in af gul­róta­köku. Að mínu mati er gul­rót­arkaka ekta páska­eft­ir­rétt­ur, annaðhvort sem eft­ir­rétt­ur eft­ir páska­máltíðina, með páska­bröns­in­um eða til hátíðabrigða með kaff­inu,“ seg­ir Anna Marín.

Söfnuðu páskaung­un­um á páska­eggj­un­um

Anna Marín skreyt­ir aðeins fyr­ir pásk­ana en áður fyrr var hún iðin við að föndra. „Ég föndraði oft þegar ég var yngri og fannst það mjög gam­an. Við söfnuðum alltaf páskaung­un­um ofan af páska­eggj­um frá ár­un­um fyrr og sett­um þá inn í eggja­skurn sem við söfnuðum fyr­ir pásk­ana og það var rosa sæt skraut. Svo perlaði ég oft lít­il páska­egg og við dreifðu þeim um húsið,“ seg­ir Anna Marín og bros­ir. Síðan eru það páska­egg­in sem freista, Önnu Marín finnst engri pásk­ar vera án páska­eggja. „Ég fæ mér vana­lega Nóa Síríus egg með salt­kara­mellu kurli, pabbi fær sér ávallt klass­ískt Nóa Síríus egg og mömmu finnst gam­an að prófa eitt­hvað nýtt og fær sér stund­um egg með lakk­rís, hrauni, eða bara klass­ískt.“

Hver er eft­ir­minni­legasit máls­hátt­ur­inn sem þú hef­ur fengið?

„Ég al­veg elska að fá máls­hætt­ina í páska­egg­inu, á sein­asta ári fékk ég einn mjög eft­ir­minni­leg­an: „Njóttu sól­ar­inn­ar og skugg­arn­ir falla á bak við þig”. Þessi er upp­á­halds.“

Áttu ein­hverj­ar minn­ingu úr bernsku sem teng­ist pásk­un­um sterkt?

„Við höf­um vana­lega páska­eggja­leit á hverj­um pásk­um. Eitt sinn í leit­inni að páska­eggj­un­um faldi mamma þau svo vel og gerði jafn­framt mjög skemmti­leg­ar vís­bend­ing­ar sem voru reynd­ar svo erfiðar að ég og bróðir minn ætluðum aldrei að finna egg­in. Við fór­um á alla mögu­lega staði inn í íbúðinni okk­ar og fund­um egg­in hvergi, síðan vísaði ein vís­bend­ing­in okk­ur út í fjöru sem var rétt fyr­ir neðan húsið okk­ar og svo fund­um við aðra vís­bend­ingu sem leiddi okk­ur til baka og þá fund­um við loks­ins páska­egg­in okk­ar í stóru furu­tré fyr­ir neðan húsið okk­ar. Ég hef sjald­an verið jafn spennt að sjá páska­egg eins og þá, en við fór­um svo inn í fram­hald­inu og ég sast niður sæl og glöð og borðaði páska­eggið mitt með góðri lyst.“

Kaka er stílhrein og fáguð og litlu gulræturnar úr sykurmassanum …
Kaka er stíl­hrein og fáguð og litlu gul­ræt­urn­ar úr syk­ur­mass­an­um sóma sér vel. Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

Full­kom­in fyr­ir pásk­ana

Á páska­dag mun Anna Marín sjá um eft­ir­rétt­inn eins og hefð er orðin fyr­ir og að þessu sinni ætl­ar hún að bjóða upp á gul­rót­ar­köku að bestu gerð. „Ég hef ávallt elskað gul­róta­köku og þessi upp­skrift er al­gjört æði, full­kom­in fyr­ir pásk­ana að mínu mati. Hún er ekki allt of sæt þannig að maður yf­ir­hlaðið sig ekki með að borða hana ásamt fullt af páska­eggj­um,“ seg­ir Anna Marín sem er far­in að hlakka mikið til að pásk­ana.

Ljós­mynd/​Bent Marinós­son

Ekta gulrótarkaka í eftirrétt á páskadag

Vista Prenta

Gul­rót­arkaka

Fyr­ir 6-8 manns

Köku­botn­ar

  • 300 g hveiti
  • 1 ½ tsk. lyfti­duft
  • ¾ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. salt
  • 2 tsk. kanill
  • 2 tsk. engi­fer
  • ½ tsk. múskat
  • 260 g púður­syk­ur
  • Börk­ur af 1 app­el­sínu
  • 3 egg
  • 300 ml olía
  • 300 g rifn­ar gul­ræt­ur
  • 150 g saxaða val­hnet­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 170°C hita og smyrjið 2 köku­form í sömu stærð með olíu og klippið út bök­un­ar­papp­ír í hring fyr­ir botn­inn á form­inu.
  2. Í lít­illi skál blandið sam­an hveiti, lyfti­duft, mat­ar­sódi, salt, engi­fer dufti og kanil og leggið til hliðar.
  3. Hrærið sam­an púður­syk­ur, app­el­sínu­börk, egg og olíu í stórri skál.
  4. Bætið síðan þur­refn­un­um við og hrærið vel sam­an, svo er gul­rót­un­um og val­hnet­un­um bætt við og hrærið vel.
  5. Skiptið deig­inu jafnt á milli tveggja köku­forma og bakið í 30-40 mín­út­ur í ofn­in­um við 170°C hita.
  6. Leyfið kök­un­um á kólna í smá stund og takið þær síðan úr formun­um, fjar­lægið bök­un­ar­papp­ír­inn af botn­in­um og leyfið kök­un­um að kólna al­veg.
  7. Þegar þær hafa kólnað al­veg, skerið þá topp­inn af kök­un­um þannig þær eru flat­ar ofan á.

Krem

  • 150 g smjör við stofu­hita
  • 225 g rjóma­ost­ur við stofu­hita
  • 450 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. sítr­ónusafi
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Þeytið sam­an smjör og flór­syk­ur var­lega sam­an í hræri­vél, passa skal að flór­syk­ur­inn þeyt­ist ekki upp úr skál­inni.
  2. Þeytið í um það bil 3-5 mín­út­ur.
  3. Setjið síðan sítr­ónusaf­ann, vanillu­drop­ana og rjóma­ost­in­um út í og hrærið vel sam­an sam­an (gott er að setja rjóma­ost­inn smátt og smátt í hræri­skál­ina meðan þeyt­ar­inn er að vinna en passa að heild­ar­tím­inn sé ekki meiri en c.a. 1-2 mín­út­ur.).
  4. Setjið kremið í sprautu­poka með hringl­ótt­um stút og leggið til hliðar.

Sam­setn­ing á kök­unni

  1. Takið einn köku­botn­inn og setjið á kökudisk, sprautið dopp­ur af krem­inu all­an hring­inn með fram kant­in­um og fyllið miðjuna með meira kremi og setjið síðan hina hæðina ofan á.
  2. Sprautið kremi ofan á kök­una og fletjið það út í hring, dreifið svo söxuðum val­hnet­um með fram kant­in­um og skreytið með gul­róta skrauti, gul­ræt­urn­ar hér gerði Anna Marín úr syk­ur­massa.
  3. Kælið kök­una inn í kæli í að minnsta kosti 30 mín­út­ur áður en þið berið hana fram og skerið hana síðan og njótið.
  4. Skreyt­ing­in er auðvitað frjáls en hér er það sem Anna Marín gerði, gull­fal­lega skreytt gul­rót­arkaka sem sóm­ir sér vel á hvaða páska­borði sem er.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert