Ástfangin af því að horfa á aðra baka

Stefanía Malen bakari varð ástfangin af bakstri við það að …
Stefanía Malen bakari varð ástfangin af bakstri við það að horfa á aðra baka. Hún ætlar að bjóða upp á vorlegan eftirrétt á páskadag með ananaskremi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá er komið að upp­skrift fyr­ir helg­ar­bakst­ur­inn sem er fast­ur liður hér á mat­ar­vefn­um á föstu­dags­morgn­um og nú er það á morgni föstu­dags­ins langa. Að þessu sinni kem­ur upp­skrift­in úr smiðju Stef­an­íu Malen bak­ara sem starfar í baka­rí­inu Gulla Arn­ari. Í til­efni þess að pásk­ahelg­in er fram und­an ætl­ar Stef­an­ía að bjóða les­end­um upp á upp­skrift að girni­leg­um eft­ir­rétti sem boðar vorið.

Stef­an­ía er 21 árs göm­ul, ein­hleyp og býr hjá móður sinni í Garðabæ. Hún byrjaði að læra til bak­ara þegar hún var aðeins 16 ára göm­ul og hef­ur staðið sig framúrsk­ar­andi vel í fag­inu. „Ég var í starfs­námi í Bæj­ar­baka­ríi í Hafnar­f­irði og var ég þar all­an starfs­náms­tím­ann þar til að ég út­skrifaðist og tók síðan sveins­prófið, í maí árið 2022.

Eft­ir út­skrift­ina um sum­arið vann ég hjá Hyg­ge baka­ríi sem er staðsett í Vest­ur­bæn­um í höfuðborg­inni en síðan byrjaði ég að vinna hjá Gulla Arn­ari í sept­em­ber 2022 og er þar enn. Ég er orðin yf­ir­bak­ari í eftir­étta­deild­inni en þar bý ég til eft­ir­rétt­ina, skipu­legg vik­una og margt fleira skemmti­legt. Ég er núna í meist­ara­skól­an­um og ef allt geng­ur upp á ég að út­skrif­ast sem bak­ara­meist­ari í maí næst­kom­andi,“ seg­ir Stef­an­ía spennt á svip­inn.

Var ást­fang­in af því að horfa aðra baka

Aðspurð seg­ir Stef­an­ía að hún hafi snemma vitað að hana langaði að gera eitt­hvað skap­andi eins og að baka. „Ég hef alltaf vitað  að ég vildi ekki vinna skrif­stofu­vinnu eins og for­eldr­ar mín­ir. Ég fékk snemma mik­inn áhuga á bakstri og köku­gerð en áður en ég varð ást­fang­in af því að baka var ég ást­fang­in af því að horfa á aðra baka,“ seg­ir Stef­an­ía.

„Þetta byrjaði allt sam­an þegar ég fylgd­ist með ömmu Laugu í eld­hús­inu. Amma Lauga var mikið í eld­hús­inu að baka og elda og hún elskaði að gefa öðrum að borða. Það var svo fal­legt að horfa á hana baka og aðdá­un­ar­vert að sjá hve allt leit vel út hjá henni og virt­ist svo ein­falt. Allt gerði hún af ást og natni, auk þess var allt gott hjá henni. Ég tel mig heppna ef ég þó ég yrði ekki nema hálfdrætt­ing­ur á við hana.“

Stef­an­ía seg­ir að hún hafi verið ein­stak­lega hepp­in að fá að baka með ömmu sinni Laugu. „Það fyrsta sem ég bakaði með henni var skúffukaka með æðis­legu djöflakremi. Ég bakaði mikið með henni og síðan var pabbi alltaf að baka og ég bakaði líka mjög oft með hon­um. Mér fannst mjög gam­an að baka með þeim og varð líka góð í því. Þarna fékk ég inn­blástur­inn fyr­ir það sem ég er að gera í dag og þetta er ástæða þess að ég ákvað að byrja í grunn­deild mat­væla í MK og til að kynn­ast þess­um fög­um. Ég fann mig best í bakstr­in­um. Eft­ir námið elska ég bakst­ur miklu meira og geri það enn. Það skemmti­lega er að ég verð sí­fellt hrifn­ari af baksri því leng­ur sem ég vinn hann, læri og öðlast meiri þekk­ingu og reynslu. Ég byrjaði að vera meira í eft­ir­rétta­gerð eft­ir að ég byrjaði hjá Gulla Arn­ari, ann­ars var ég mikið í því að baka brauð, vín­ar­brauð og vinna með sæt ger­deig,“ seg­ir Stef­an­ía.

Mik­il keppn­ismann­eskja og tek þátt í heims­meist­ara­mót­inu í sum­ar

Planið hjá Stef­an­íu er að fara bráðlega út til Dan­merk­ur að læra konditor og köku­gerð. „Ég elska bæði að vera í eft­ir­rétt­un­um og í brauðbakstri. Helsta inn­blástur­inn í bakstri og eft­ir­rétta­gerð fæ ég frá öðrum, til dæm­is með því að skoða á net­inu hvað aðrir eru að gera, aðallega In­sta­gram-síður hjá fag­fólki út í heimi.“

Keppn­is­grein­ar í fag­inu heilla líka Stef­an­íu. „Ég er mikið fyr­ir að prófa eitt­hvað nýtt og að taka þátt í keppn­um. Ég hef ávallt verið mik­il keppn­ismann­eskja og fannst mjög gam­an að keppa í fim­leik­um með Stjörn­unni þegar ég var yngri og þetta keppn­is­skap hef­ur fylgt mér alla tíð. Fyrsta keppn­in mín í grein­inni var nema­keppni Korn­ax 2021 og ég vann hana, sem hafði mikla þýðingu fyr­ir mig. Ég hef einnig keppt í Eft­ir­rétta– og kon­fekt­mola árs­ins hjá Garra nokkr­um sinn­um, en nú er ég að fara að keppa með  ís­lenska bak­ara­landsliðinu á heims­meist­ara­móti ungra bak­ara sem haldið verður í sum­ar í júní hér á Íslandi og er mjög spennt,“ seg­ir Stef­an­ía sem ætl­ar sér stóra hluti í keppn­inni.

Ef ekki bak­ari þá bóndi

Bakst­ur er ekki eina áhuga­mál Stef­an­íu en báðir for­eldr­ar henn­ar koma fá sveita­bæj­um og þangað sæk­ir Stef­an­ía líka. „Ég og syst­ur mín­ar vor­um send­ar upp í sveit við hvert ein­asta tæki­færi. Þá vor­um við að hjálpa til með dýr­in, kýrn­ar, hest­ana og kind­urn­ar og ég elska að fara upp í sveit og verja tíma með dýr­un­um og stúss­ast í bú­skapn­um. Ef ég væri ekki bak­ari eru mikl­ar lík­ur á að ég myndi vera bóndi,“ seg­ir Stef­an­ía og hlær.

Ætlar að bjóða upp á fersk­an eft­ir­rétt

Áður fyrr dvaldi Stef­an­ía í sveit­inni um pásk­ana, nú er raun­in önn­ur. „Þegar ég var yngri var ávallt farið norður um pásk­ana til afa og ömmu á Arn­ar­stöðum í Skagaf­irði. Í minn­ing­unni var ávallt mik­ill snjór og það var farið út að gera snjó­hús, farið á sleða og spilað. Fast­ur liður var að snæða lamba­kjöt á páska­dag. Nú til dags ver ég pásk­un­um með fjöl­skyld­unni hér í bæn­um eft­ir að amma og afi fluttu á Sauðár­krók á elli­heim­ili. En þetta eru minn­ing­ar sem ég held mikið upp á en við borðum ávallt lamba­kjöt á páska­dag eins og hefð hef­ur verið og því verður ekki breytt. Í ár ætl­ar mág­ur minn að elda lambið og ég ætla að bjóða upp á þenn­an dá­sam­lega ferska eft­ir­rétt, sem er mjólk­ursúkkulaðimús með an­ana­skremi og hesli­hnetukurli sem flest­ir kol­falla fyr­ir,“ seg­ir Stef­an­ía og bæt­ir við að best sé að byrja á eft­ir­rétt­in­um dag­inn fyr­ir neyslu.

Mjólkursúkkulaðimús með anananskremi og heslihnetukurli skreytt með ananasbitum og litlum …
Mjólk­ursúkkulaðimús með an­an­anskremi og hesli­hnetukurli skreytt með an­an­asbit­um og litl­um páska­eggj­um fyr­ir ást­fangna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ástfangin af því að horfa á aðra baka

Vista Prenta

Mjólk­ursúkkulaðimús með an­ana­skremi og hesli­hnetukurli

5 glös/​fyr­ir 5

An­ana­skrem ( compote )

  • 164 g an­an­as bit­ar               
  • 90 g mangó púrra                 
  • 45 g syk­ur                             
  • 82 g pekt­in                            

Aðferð:

  1. Skerið an­anasinn í litla bita og setjið þá í pott með mangó­púrru.
  2. Hitið blönd­una síðan upp að suðu og setjið þá syk­ur og pektín sam­an í pott­inn og látið sjóða í um það bil 2 mín­út­ur.
  3. Hræðið í pott­in­um á meðan.
  4. Takið síðan pott­inn af hell­unni og setjið í glas, inn í kæli og látið kólna.

Púrra

  • 100 g mangó             
  • 10 g syk­ur                 

Aðferð:

  1. Setjið frosið mangó í pott með sykr­in­um og sjóðið.
  2. Eft­ir að það er búið að malla í smá tíma maukið þá allt sam­an.
  3. Best er að gera púrr­una dag­inn áður en bera á fram eft­ir­rétt­inn.

Mjólk­ursúkkulaðimús

  • 200 g rjómi                           
  • 250 g mjólk­ursúkkulaði      
  • 60 g dökkt súkkulaði
  • 200 g léttþeytt­ur rjómi       

Aðferð:

  1. Sjóðið rjómann upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið.
  2. Þegar súkkulaðibland­an er kom­in niður í 30°C megið þið blanda helm­ingi af rjóm­an­um út í og hræra ró­lega með písk.
  3. Þegar það er komið sam­an setjið þið hinn helm­ing­inn sam­an við og ég myndi skipta yfir í sleif og blanda rest­inni ró­lega sam­an.
  4. Þegar þetta er komið sam­an megið þið hella blönd­unni í glös­in ofan á an­ana­skremið.
  5. Ef þetta eru mjó glös er gott að setja mús­ina í sprautu­poka og sprauta í glös­in. Setjið síðan inn í kæli og látið standa í um það bil 3-4 klukku­stund­ir.

Kurl

  • 53 g hakkaðar hesli­hnet­ur  
  • 55 g hveiti                             
  • 44 g syk­ur                             
  • 48 g smjör                              

Aðferð :

  1. Blandið allt blandað í hræri­vél.
  2. Dreifið síðan á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og bakið á blæstri í 180°C heit­um ofni í um það bil 12 mín­út­ur.
  3. Látið þetta kólna og hakkið síðan með mat­vinnslu­vél.
  4. Dreifið síðan yfir mús­ina og skreytið að vild. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert