Hvernig áttu að smakka mat?

Ísak Aron Jóhannsson gefur þér góð ráð hvernig best er …
Ísak Aron Jóhannsson gefur þér góð ráð hvernig best er að smakka mat. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerð og bakst­ur. Hann gef­ur góð ráð og sýn­ir les­end­um að sumt sem gæti tal­ist flókið er sára­ein­falt. Ísak Aron, sem sér­hæf­ir sig í prívat-mat­ar­boðum og keppn­ismat­reiðslu, hef­ur mikla ástríðu fyr­ir fagi sínu enda veit hann fátt meira gef­andi en bjóða mat­ar­gest­um sín­um ógleym­an­lega mat­ar­upp­lif­un.

Að þessu sinni ætl­ar Ísak Aron að fara yfir hvernig þú átt að smakka mat.

Hvernig á að smakka mat?

Að smakka mat er það mik­il­væg­asta í eld­hús­inu, ekki vera hrædd/​ur um að smakka of mikið. Það er æf­ing að smakka til mat­inn en það er aðeins hægt að æfa sig í því með að stunda það. Þegar þú́ smakk­ar mat þarftu að leit­ast eft­ir því hvað þarf í rétt­inn, sós­una eða hvað sem er. Spurðu sjálf­an þig, má vera meiri sýra þessu? Bættu þá við sítrónusafa eða ed­iki. Þarf meira salt? Bættu þá við salti. Vant­ar upp á sæt­leika? Þá er gott að bæta við hun­angi, sykri eða sæt­um mat til að mynda döðlum. Ef þú vilt fá́ meiri „uma­mi“ eig­in­leika í mat­inn, ekki vera hrædd/​ur við að bæta við msg en það hef­ur gríðarlega góðan eig­in­leika á́ að fá meiri karakt­er úr matn­um. Ef þú ert mikið fyr­ir sterk­an mat að þá er alltaf hægt smakkað mat­inn til með pip­ar, jalapeno, chilli. Æfing­in skap­ar meist­ar­ann og mundu bara að þú ert að elda mat fyr­ir þig og þína, það eru eng­ar regl­ur um hvað er gott. Mat­ur er álitamál þannig ef þér finnst hann góður, þá er hann það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert