Ananasfrómas, þessi gamli góði, fullkominn fyrir Nesið

Gamli góði ananasfrómasinn boðberi vors og blóma á vel við …
Gamli góði ananasfrómasinn boðberi vors og blóma á vel við um páskana og getur líka verið boðberi ástarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hússtjórnarskólanum sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um. Nú er það þessi gamli góði ananasfrómas sem á sérstaklega vel við um páskana, boðberi vors og blóma. Kannski að ananastíminn fari aftur á fullt á Seltjarnarnesinu með tilkomu þess nostalgíu rétts þegar allir skunda í búðina að kaupa ananans í frómasinn. Ekki fylgir þó sögunni hvort ananansinn hafi einhver áhrif á nemendur í Húsó.

Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans deilir með lesendum matarvefsins uppskriftinni …
Marta María Arnarsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskólans deilir með lesendum matarvefsins uppskriftinni úr eldhúsi Húsó að ananasfrómasinum ljúfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnir á sjöunda áratuginn

Eins og Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans segir er gamli góði ananasfrómasinn er einkar vorlegur, frískandi og páskalegur svona gulur á lit. Hann er tilvalinn eftirréttur á páskadag eftir allt súkkulaðiát dagsins og minnir líka á sjöunda áratuginn þegar kemur að veislukræsingunum sem þá voru á boðstólum.

Það eru margir sem hræðast það að vinna með matarlím. En þegar rétt er farið að og öllum skrefum er fylgt samviskusamlega er lítið mál að gera dýrindis matarlímsbúðing. Í margri matargerð er auðvelt að breyta uppskriftum og gera „dass” af þessu og hinu eftir eigin hentisemi. Það gengur ekki svo auðveldlega upp þegar unnið er með matarlím enda getur maður þá endað með kekkjóttan búðing og það viljum við jú, ekki. Það þarf að beita þolinmæði og bera virðingu fyrir ferlinu þá mun allt ganga smurt. Að endingu muntu líklega segja: „Ó, þetta var nú ekkert mál”, segir Marta María og brosir.

Einkum vorlegur, frískandi og páskalegur frómas með ananans.
Einkum vorlegur, frískandi og páskalegur frómas með ananans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ananasfrómas þessi gamli góði

  • 5-6 blöð matarlím (10-12 gr.)
  • 2 egg
  • 40 g. sykur
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 3 dl rjómi
  • 1 dl ananassafi
  • 250 g ananas í bitum settir í þegar búðingurinn byrjar að stífna

Aðferð:

  1. Leggið matarlímsblöð í bleyti í ískalt vatn.
  2. Þeytið rjóma. Setjið í skál og geymið í kæli.
  3. Þvoið hrærivélaskálina og þeytarann vel og þurrkið.
  4. Þeytið egg og sykur svo það verði létt og ljóst í hreinni skálinni.
  5. Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  6. Kælið í sítrónusafanum og ananassafanum (37°C).
  7. Hellið í mjórri bunu út í eggjahræruna, hrærið í með sleikju, alltaf frá botninum fram og til baka, ekki í hringi.
  8. Blandið þeytta rjómanum og ananasnum saman við þegar búðingurinn byrjar að stífna.
  9. Berið fram í fallegri skál og skreytið endilega með þeyttum rjóma og raðið ananasbitum ofan á til skreytingar.
  10. Njótið í góðum félagsskap.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka