Glæsilegur páskadögurður Marentzu

Marentza Poulsen heldur mikið upp á páskana og á bernskuárum …
Marentza Poulsen heldur mikið upp á páskana og á bernskuárum hennar voru páskadagarnir heilagir og snerust um samverustundir með fjölskyldunni og að elda góðan mat mbl.is/Árni Sæberg

Mar­entza Poul­sen, sem er þekkt fyr­ir að vera mik­il smekk­kona og smur­brauðsdrottn­ing lands­manna, býður les­end­um Morg­un­blaðsins upp á glæsi­leg­an páska­dög­urð sem á svo sann­ar­lega eft­ir að heilla mat­ar­gest­ina upp úr skón­um.

Mar­entza tek­ur ávallt höfðing­lega á móti gest­um sín­um og hugs­ar fyr­ir hverju smá­atriði í fram­setn­ingu og út­liti.

„Að leggja fal­lega á borð, bera fram kræs­ing­ar og gleðja gest­ina mína með nær­andi og gef­andi stund­um er ástríða mín,“ seg­ir Mar­entza sem á og rek­ur meðal ann­ar Klambra bistró á Kjar­vals­stöðum þar sem gest­ir fá að njóta gest­risni henn­ar.

Marentza er mikil smekkkona og leggur ávallt mikið upp úr …
Mar­entza er mik­il smekk­kona og legg­ur ávallt mikið upp úr því að leggja fal­lega á borð og skreyta í takt við til­efnið. Páska­borðið henn­ar er fágað og fag­urt líkt og kræs­ing­arn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Eiga góða sam­veru­stund með fjöl­skyld­unni

„Pásk­arn­ir eru sú hátíð sem ég held einna mest upp á. Trú­ar­leg­ur til­gang­ur þeirra skipt­ir mig máli, ég er alin upp í Fær­eyj­um þar sem pásk­arn­ir voru mjög heil­ag­ir og það hef­ur ein­hvern veg­inn fylgt mér. Það snýst um að gera sem minnst af hvers­dags­leg­um at­höfn­um, eiga góða sam­veru­stund með fjöl­skyld­unni og elda góðan mat. Föstu­dag­inn langa var til siðs að elda fisk þegar ég var lít­il í Fær­eyj­um, það voru líka bakaðar smá­kök­ur eins og fyr­ir jól­in en það fer minna fyr­ir því í dag. Á páska­dag eld­um við til dæm­is páskalambið eða góðan kjúk­linga­rétt. Við höf­um líka alltaf átt góða stund við morg­un­verðar­borðið á páska­dags­morg­un,“ seg­ir Mar­entza á sinn fal­lega og ein­læga hátt. Páska­dög­urður­inn nýt­ur ávallt mik­illa vin­sælda og eft­ir dög­urðinn er gjarn­an farið í að gæða sér á súkkulaðieggj­um.

Fegurð á páskaborðinu hennar Marentzu.
Feg­urð á páska­borðinu henn­ar Mar­entzu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Aðspurð seg­ir Mar­entza páska­egg ávallt leika ákveðið hlut­verk á pásk­un­um hjá sér og fjöl­skyld­unni. „Áður fyrr máluðum við egg og gerðum alls kon­ar skraut með börn­un­um. Það fer minna fyr­ir því núna og auðvitað breyt­ast at­hafn­irn­ar þegar börn­in eld­ast. Það til­heyr­ir vissu­lega að fá páska­egg en hvaða teg­und skipti engu máli og þau hafa aldrei verið stór,“ seg­ir Mar­entza og bæt­ir við að gæðastund­in snú­ist um að njóta, ekki magnið.

Frumleg og falleg skreyting, egg fyllt með kryddjurtum og hvítar …
Frum­leg og fal­leg skreyt­ing, egg fyllt með kryd­d­jurt­um og hvít­ar tauserví­ett­ur mynda hreiður á skemmti­leg­an hátt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mesta spenn­an að fylgj­ast með eggj­un­um rúlla niður

Mar­entza á líka góðar æskuminn­ing­ar frá sín­um heima­slóðum á pásk­um. „Þegar ég var lít­il var það til siðs að mála fullt af harðsoðnum eggj­um, þar fékk list­sköp­un­in að njóta sín. Það var farið út í nátt­úr­una á páska­dag eða ann­an í pásk­um. Þar hitt­ust marg­ar fjöl­skyld­ur og all­ir að rúlla eggj­un­um. Við fór­um upp í hlíð með körfu fulla af eggj­um og lét­um egg­in rúlla niður brekk­una, mesta spenn­an var að fylgj­ast með hversu langt þau náðu niður án þess að brotna. Þetta var skemmti­leg fjöld­skyldu­sam­vera,“ seg­ir Mar­entza dreym­in.

Mar­entza deil­ir hér með les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift­um fyr­ir glæsi­leg­an páska­dög­urð sem læt­ur eng­an ósnort­inn þar sem ljúf­feng­ir og páska­leg­ir rétt­ir fanga bæði auga og bragðlauka.

Focaccia-vaffla borin fram með reyktum laxi, hleyptu eggi og epla- …
Focaccia-vaffla bor­in fram með reykt­um laxi, hleyptu eggi og epla- og sell­e­rísal­ati sem á eft­ir að heilla mat­ar­gest­ina upp úr skón­um. Fal­leg­ur páska­rétt­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Maísvaffla með unaðslega góðu avókadó- og kjúklingasalati, skreytt með kryddjurtum …
Maísvaffla með unaðslega góðu avóka­dó- og kjúk­linga­sal­ati, skreytt með kryd­d­jurt­um sem gleðja augað. Skemmti­leg fram­setn­ing hjá Mar­entzu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Karrí- og túrmerikpikkluð djöflaegg í anda páskahátíðarinnar passa svo vel …
Karrí- og túr­merikpikkluð djöfla­egg í anda páska­hátíðar­inn­ar passa svo vel fyr­ir dög­urðinn og skreyta borðið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Ómótstæðileg ostakaka með sítrónu og limoncello, fagurlega skreytt með gulum …
Ómót­stæðileg ostakaka með sítr­ónu og limoncello, fag­ur­lega skreytt með gul­um rósa­blöðum. Þær ger­ast ekki páska­legri kök­urn­ar og rósa­blöðin lyfta osta­kök­unni á hærra plan. Þetta er páskakak­an í ár. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Glæsilegur páskadögurður Marentzu

Vista Prenta

Páska­dög­urður Mar­entzu

Focaccia-vaffla með reykt­um laxi, hleyptu eggi og epla- og sell­e­rísal­ati

Focaccia-vaffla

6 vöffl­ur

  • 2 dl hveiti
  • 2 dl vatn
  • 2 egg
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 lauk­ur
  • 2 tóm­at­ar
  • 12 ólíf­ur
  • 1 tsk. ferskt rós­marín eða krydd
  • 50 g feta­ost­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið vel sam­an í hræri­vél­ar­skál hveiti, lyfti­dufti, salti, pip­ar, vatni og eggj­um.
  2. Skrælið lauk­inn og skerið í mjög þunn­ar sneiðar, skerið tóm­ata í litla bita og skerið ólíf­urn­ar í þunn­ar sneiðar.
  3. Saxið rós­marín fínt.
  4. Blandið síðan öllu hrá­efn­inu ásamt feta­ost­in­um vel sam­an við vöfflu­deigið og hrærið.
  5. Smyrjið vöfflu­járnið með smá olíu og bakið vöffl­urn­ar þar til þær eru til­bún­ar, fal­lega gull­in­brún­ar.

Epla- og sell­e­rísal­at

  • 1 grænt epli
  • 2 stilk­ar sell­e­rí
  • 1-2 dl sýrður rjómi 36%
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 tsk. sætt sinn­ep
  • 1 tsk. dill
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skræla epl­in og skerið síðan í ten­inga ásamt sell­e­rí­stöngl­un­um.
  2. Hrærið sam­an sýrðum rjóma, sinn­epi, hun­angi og dilli og blandið síðan hrá­efn­inu sam­an við sós­una.
  3. Bragðbætið með salti og pip­ar.

Meðlæti á vöffl­urn­ar

  • reykt­ur lax eft­ir smekk
  • kletta­sal­at eft­ir smekk
  • lin­soðið eða hleypt egg
  • túr­merik
  • reykt paprikukrydd
  • ferskt dill

Sam­setn­ing

  1. Setjið tvær mat­skeiðar af epla- og sell­e­rísal­ati ofan á vöffl­una, síðan smá kletta­sal­at, tvær góðar sneiðar af reykt­um laxi og á topp­inn hleypt egg eða lin­soðið egg sem hef­ur verið soðið í sjö mín­út­ur.
  2. Stráið smá túr­meriki yfir eggið og reyktu paprikukryddi.
  3. Skreytið að lok­um með fersku dilli.
  4. Berið fram á fal­leg­an hátt og njótið.

Maísvöffl­ur með avóka­dó og kjúk­linga­sal­ati

Maísvöffl­ur

4 stykki

  • 4 dl maís sem er búið að sjóða og hreinsa af stilkn­um
  • 1 dl skyr
  • 2 egg
  • 2 dl vatn
  • 4 dl maísmjöl eða venju­legt hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. salt
  • smá pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið maís­inn í bland­ara eða mat­vinnslu­vél og blandið rétt svo, maís­inn má gjarn­an vera pínu gróf­ur, það get­ur verið gott að setja smá vatn sam­an við í bland­ar­ann/​mat­vinnslu­vél­ina.
  2. Blandið síðan öllu hrá­efn­inu sam­an ásamt maísn­um og látið deigið hvíla í u.þ.b. 15 mín­út­ur.
  3. Setjið olíu á vöfflu­járnið og bakið vöffl­urn­ar þar til þær eru til­bún­ar eða gull­in­brún­ar.

Avóka­dó- og kjúk­linga­sal­at

  • 2 avóka­dó, kjötið tekið úr og skorið í litla ten­inga
  • 1 stór skalottu­lauk­ur, smátt skor­inn
  • ½ meðal­stór paprika rauð, skor­in í ten­inga
  • 1 hvít­lauksrif, pressað
  • 1 msk. chili, mjög fínt saxað
  • ½ búnt ferskt basil, fínt saxað
  • ½ búnt fersk stein­selja, fínt söxuð
  • 1 límónusafi og fínt rif­inn börk­ur af límónu
  • 0,5 dl ólífu­olía
  • 1 kjúk­linga­bringa

Aðferð:

  1. Byrjið á að rífa kjúk­linga­bring­una niður, það er líka upp­lagt að nota af­gang af kjúk­lingi sem hef­ur verið í mat­inn um hátíðirn­ar og rífa niður í þenn­an rétt.
  2. Blandið síðan öllu hrá­efn­inu sam­an með skeið eða gaffli og setjið u.þ.b. eina mat­skeið af blönd­unni á hverja vöfflu.
  3. Einnig má setja allt hrá­efni nema kjúk­ling­inn í mat­vinnslu­vél­ina svona rétt aðeins, þá verður sal­atið aðeins þétt­ara.

Karrí- og túr­merikpikkluð egg

  • 1 1/​3 bolli epla­e­dik
  • ½ bolli vatn
  • 2 msk. syk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. túr­merik
  • 1 tsk. karrí
  • 1 msk. ljós pip­ar­korn
  • 1 lauk­ur
  • 4 egg

Eggj­ar­auðukrem

  • 1 tsk. pip­ar­rót­armauk
  • 1 tsk. gott sinn­ep
  • 1-2 msk. sýrður rjómi

Ofan á eggj­ar­auðukremið

  • ra­dísusneiðar eft­ir smekk
  • pikklaður rauðlauk­ur eft­ir smekk
  • kryd­d­jurtir eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið nema lauk og egg í pott og látið suðuna koma upp.
  2. Skerið þá lauk­inn fínt og setjið hann sam­an við lög­inn.
  3. Sjóðið fjög­ur egg í níu mín­út­ur, takið skurn­ina af þeim og setjið sam­an við heit­an lög­inn.
  4. Látið kólna og setjið síðan í kæli yfir nótt, munið að láta lög­inn kólna áður en þið setjið hann í kæli.
  5. Skerið síðan egg­in til helm­inga, takið úr þeim rauðuna og setjið í mat­vinnslu­vél ásamt 1 tsk. af pip­ar­rót­armauki, 1 tsk. af sætu sinn­epi og 1 til 2 msk. af sýrðum rjóma.
  6. Eggj­ar­auðukrem­inu er síðan sprautað ofan í eggið og skreytt með ra­dísusneiðum, pikkluðum rauðlauk og kryd­d­jurt­um eft­ir smekk.

Sítr­ónu- og limoncello-ostakaka

Botn­inn

  • 100 g smjör
  • 50 g súkkulaði
  • 40 g kó­kos­mjöl
  • 400 hafra­kex

Aðferð:

  1. Bræðið smjör í potti, þegar smjörið er brætt takið þá pott­inn af hell­unni og bætið súkkulaðinu var­lega sam­an við brædda smjörið með sleif, síðan bætið þið kó­kos­mjöli út í og blandið vel sam­an með sleif.
  2. Myljið síðan hafra­kexið í mat­vinnslu­vél og setjið sam­an við smjör­blönd­una.
  3. Setjið síðan hring af 24 cm laus­botna tertu­formi á fal­leg­an disk og þrýstið kexmuln­ingn­um í botn­inn og aðeins upp með könt­un­um.
  4. Það er best að klæða hring­formið með plast­filmu svo að það verði auðveld­ara að losa kök­una úr form­inu þegar þar að kem­ur.

Ostakrem

  • 400 g rjóma­ost­ur
  • 120 g flór­syk­ur
  • 2 dl rjómi þeytt­ur
  • ½ dl sítr­ónusafi
  • 3/​4 dl limoncello
  • rif­inn börk­ur af 1 sítr­ónu
  • 5 mat­ar­líms­blöð
  • 1 pk. Lemon Jello fyr­ir sam­setn­ingu á kök­unni

Til skreyt­ing­ar

  • Gul rósa­blöð, skoluð og þerruð

Aðferð:

  1. Byrjið á því að leggja mat­ar­líms­blöðin í ískalt vatn, í um það bil sjö mín­út­ur.
  2. Þeytið síðan vel sam­an rjóma­ost og flór­syk­ur, bætið þá rifna sítr­ónu­berk­in­um og limoncello sam­an við blönd­una.
  3. Hellið vatn­inu af mat­ar­líms­blöðunum og bræðið þau í sítr­ónusaf­an­um í ör­bylgju­ofni, bara stutt eða þar til blöðin eru bráðnuð.
  4. Bætið þeim síðan var­lega sam­an við osta­blönd­una og hrærið vel á meðan.
  5. Blandið loks þeytta rjóm­an­um sam­an við með sleikju.

Sam­setn­ing

  1. Setjið síðan osta­kök­una sam­an.
  2. Byrjið á því að hella ostakrem­inu yfir kex­botn­inn og látið kök­una standa í kæli þar til hún er orðin stinn og fín.
  3. Næst takið þið einn pakka af sítr­ónu-jello, sem fæst í flest­um mat­vöru­búðum, bræðið sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka. Hellið síðan yfir kök­una og setjið hana aft­ur inn í kæli og látið hlaupið stífna.
  4. Skreytið þá páska­osta­kök­una með gul­um rósa­blöðum.
  5. At­hugið að skola rósa­blöðin vel og þerra áður en þau eru sett á kök­una.
  6. Berið fram og njótið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert