Leyndardómsfulla uppskriftin að Primadonnum

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir er mikill aðdáandi páskanna og finnst þeir …
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir er mikill aðdáandi páskanna og finnst þeir gjarnan bjóða upp á besta fríið. Hún ætlar að matreiða lamb um páska með Prímadonnum og ekta páska-bernaise sósu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­björg er þingmaður Viðreisn­ar í Reykjar­vík­ur­kjör­dæmi norður og er skemmti­legri en flest­ir og þekkt fyr­ir að vera hrók­ur alls fagnaðar.

Hún hef­ur mikla ánægju að mat­reiða góðan mat og njóta með fjöl­skyldu og vin­um. Það ætl­ar hún að gera um pásk­ana og gef­ur hér les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift­ina að páska­máltíðinni sinni, að páskalamb­inu, leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­inni að Prima­donnu smælk­inu og páska-bernaise sósunni sem er gerð í sam­starfi tveggja með ást og natni. Síðan er það sal­atið sem boðar vorið.

Mér finnst pásk­arn­ir al­gjör­lega frá­bær tími. Gott frí og ró­leg hátíð sem ein­kenn­ist auðvitað af súkkulaði en hjá okk­ur er minna um al­veg fast mótaðar hefðir.  Við erum yf­ir­leitt bara heima yfir pásk­ana, för­um í sund og kannski að ég fái vin­kon­ur heim í bröns,“ seg­ir Þor­björg og bros­ir. 

Heim­il­iskött­ur­inn dá­lítið grimm­ur í páska­skrautið

Aðspurð seg­ist Þor­björg skreyta heim­ilið fyr­ir pásk­ana, á stíl­hrein­an og ein­fald­an hátt. „Það standa skreytt­ar páska­grein­ar í vasa og ég kaupi gula túlí­pana á þess­um tíma árs­ins. Og splæsi í gul kerti. En ég föndra ekki páska­skraut en í gegn­um tíðina hafa stelp­urn­ar komið heim með páska­skraut sem þær hafa föndrað í leik­skól­an­um og seinna í skól­an­um. Sum þess­ara lista­verka eru enn til og eru sett á borðstofu­borðið. Annað skraut dætr­anna hef­ur látið lífið í sam­skipt­um við heim­il­iskött­inn Sím­on sem hef­ur verið dá­lítið grimm­ur í páska­skraut­inu þó jól­in séu hans besta hátíð hvað það áhuga­mál varðar,“ seg­ir Þor­björg og hlær enda heim­il­iskött­ur­inn oft uppá­tækja­sam­ur. 

Fallegar páskagreinar í vasa prýða heimilið.
Fal­leg­ar páska­grein­ar í vasa prýða heim­ilið. Ljós­mynd/Þ​or­björg Sig­ríður

Metnaður­inn að eiga páska­eggið mjög lengi, óopnað 

Hvað með páska­eggja­át, eigið þið fjöl­skyld­an ykk­ar upp­á­hald­spáska­egg?

„Heims­mynd­in er flókn­ari en áður var. Úrvalið er orðið svo mikið ég hef þurft að fara með glós­ur frá dætr­un­um í búðina. Ég kaupi páska­egg  af miða og í sam­ræmi við fyr­ir­mæli. Laus­leg könn­un heima fyr­ir seg­ir að í ár verði keypt hefðbundið páska­egg, með salt­kara­mellu og eitt­hvað með lakk­rís. Þegar Þor­björg er spurð út í hvort hún eigi minn­ing­ar frá pásk­un­um á sín­um bernsku­ár­um seg­ist hún vel eft­ir því hvað hún gerði við sín páska­egg. „Ég man eft­ir ein­hverj­um furðuleg­um metnaði til að eiga páska­eggið mitt mjög lengi. Og að hafa látið það standa lengi óopnað. Það er hug­mynda­fræði sem ég hef kvatt fyr­ir löngu,“ seg­ir Þor­björg og bros­ir glettn­is­lega.

Eft­ir­minni­leg­asti máls­hátt­ur­inn?

Sko, ég gæti aldrei í líf­inu munað hvaða máls­hætt­ir hafa verið að detta inn í gegn­um tíðina því ég man varla hvað ég var að gera í gær. En ég bar þessa spurn­ingu und­ir Maríu Guðrúnu, 11 ára dótt­ur mína, sem seg­ir að sá besti sé: „Eng­inn verður feit­ur af ein­um bita.“

Gul kerti og gulir túlípanar eru ómissandi á páskunum að …
Gul kerti og gul­ir túlí­pan­ar eru ómiss­andi á pásk­un­um að mati Þor­bjarg­ar. Ljós­mynd/Þ​or­björg Sig­ríður

Páskalamb með Prima­donn­um og bernaise sósu 

Í mat­inn á páska­dag ætl­ar Þor­björg að bjóða upp á páskalamb með dýr­ind­is Prima­donnu kart­öfl­um, manda­rínu- og peru­sal­ati og heima­lagaðri bernaise sósu. „Lambið út­skýr­ir sig sjálft held ég. Það er bara fátt betra en ís­lenska lamba­kjötið og páskalambið auðvitað mjög víða á borðum um pásk­ana. Lambafile varð fyr­ir val­inu hjá okk­ur. Með lamb­inu eru rauðar smælki kart­öfl­ur sem eru vin­sæl­ar jafnt hjá manni sem dætr­um mín­um. Sal­atið var ein­hver viðleitni til að hafa það dá­lítið vor­legt og hér voru til bæði manda­rín­ur og per­ur. Síðan erum við bara svo mont­in af bernaise sós­unni okk­ar að það kom ekki annað til greina en að segja frá henni,“ seg­ir Þor­björg að lok­um. 

Primadonnurnar hennar Þorbjargar, syndsamlega góðar og passa vel með bernaise …
Prima­donn­urn­ar henn­ar Þor­bjarg­ar, synd­sam­lega góðar og passa vel með bernaise sós­unni. Ljós­mynd/Þ​or­björg Sig­ríður
Undursamleg þessi bernaise sem lögðu er að ást og natni …
Und­ur­sam­leg þessi bernaise sem lögðu er að ást og natni tveggja í senn. Ljós­mynd/Þ​or­björg Sig­ríður
Þessa salat boðar vorið, ljúffengt og ferskt með mandarínum og …
Þessa sal­at boðar vorið, ljúf­fengt og ferskt með manda­rín­um og per­um. Ljós­mynd/Þ​or­björg Sig­ríður

Leyndardómsfulla uppskriftin að Primadonnum

Vista Prenta

Páskalamb með Príma­donnu-kart­öfl­um, manda­rínu- og peru­sal­ati og bernaise sósu

Lambið

Ég held að það sé ekki ástæða til að segja Íslend­ing­um hvernig á að elda lamb, en ég kaupi oft lambafile í Kjöt­búðinni á Grens­ás­vegi, ým­ist hreint eða marín­erað.

Prima­donn­ur

Kart­öfl­ur með trufflu maj­ónesi og Prima­donnu osti

  • 1 kg rautt smælki
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ólífu­olía og smjör eft­ir smekk
  • 1 stk. Prima­donna ost­ur (rauður)
  • Trufflu maj­ónes (kaupi Rem­ia´s Le­g­end­ary Mayonnaise Truffle)

Aðferð:

  1. Setjið kart­öfl­ur í eld­fast mót. Makið þær í ólífu­olíu og saltið og piprið eft­ir smekk.
  2. Skerið mynd­ar­lega sneið af smjöri niður í litla bita og raðið smjör­bit­un­um svo ofan á kart­öfl­urn­ar.
  3. Setjið kart­öfl­urn­ar inn í ofn á grilstill­ingu og 200°C hita í 30-35 mín­út­ur eða þar til þær eru orðnar mjúk­ar.
  4. Þegar þið eruð búin að taka kart­öfl­urn­ar úr ofn­in­um rífið gróft niður Príma­donna ost­inn og dreifið ofan á kart­öfl­urn­ar.
  5. Blandið sam­an með skeið. Smekks­atriði hvað nota þarf mik­inn ost, ágætt að miða við svona 2/​3 hluta.
  6. Loks takið þið nokkr­ar mat­skeiðar af trufflu maj­ónesi og blandið sam­an við kart­öfl­urn­ar.
  7. Þess­ar kart­öfl­ur vinna enga feg­urðarsam­keppni en slá alltaf í gegn.

Peru- og manda­rínu­sal­at

  • 2 pk. blandað sal­at
  • 2- 3 litl­ar per­ur
  • 3 manda­rín­ur
  • ½ rauðlauk­ur
  • 1 pk. af val­hnet­um
  • Síróp
  • Skvetta af ólífu­olíu

Aðferð:

  1. Rifið sal­atið niður í sal­at­skál og setjið skvettu ólífu­olíu yfir sal­atið.
  2. Léttristið hnet­urn­ar á pönnu í sírópi, eft­ir smekk.
  3. Afhýðið per­urn­ar og skerið í litla bita.
  4. Afhýðið manda­rín­urn­ar og skerið í litla bita.
  5. Skerið rauðlauk­ur­inn fínt niður.
  6. Blandið síðan öllu hrá­efn­inu í skál nema setjið hnet­urn­ar síðast ofan á sal­atið og kreistið að lok­um smá safa úr manda­rínu yfir sal­atið.

Páska-bernaise sós­an, sem er auðvitað í gul­um páskalit

  • 225 g smjör
  • eggj­ar­auður
  • 1 – 1 ½ msk. bernaise essence
  • 1 – 1½ tsk. estragon
  • 1 tsk. kjöt­kraft­ur (duft)

Aðferð:

  1. Bræðið smjör brætt í potti á væg­um hita. Smjörið á að bráðna ró­lega.
  2. Passið að smjörið verði ekki of heitt, því þá þurfið þið að kæla það. Hita­stigið á smjör­inu á að vera það sama og á eggj­ar­auðunum.
  3. Mik­il­vægt að eggj­ar­auðurn­ar séu við stofu­hita, þ.e. að hita­stigið á þeim og smjör­inu sé svipað.
  4. Hrærið eggj­ar­auður sam­an í stórri skál með þeyt­ara.
  5. Setjið skál­ina í heitt vatnsbað, gott að hafa skál­ina ofan í heitu vatni í eld­hús­vask­in­um.
  6. Þetta er tveggja manna sam­starf, ann­ar písk­ar eggj­ar­auður í skál ofan í vatnsbaðinu og hinn hell­ir smjör­inu ró­lega út í. Mik­il­vægt að hrósa sam­starfs­manni á meðan á verk­inu stend­ur.
  7. Bætið síða essence, estragoni og kjöt­krafti sam­an við smjör­blönd­una og pískið sam­an sam­an við.
  8. Síðan er að smakka sós­una til og meta hvort meiri essence eigi að fara út í eða kjöt­kraft­ur.
  9. Sós­an er best þegar sam­starfið í eld­hús­inu er þol­in­mótt. Rauðvín fyr­ir kokka með sósu­gerðinni er kost­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert