Páskabröns með beikonívafi

Fallegt brönshlaðborð sem upplagt er að bjóða upp á í …
Fallegt brönshlaðborð sem upplagt er að bjóða upp á í hádeginu. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Nú standa pásk­arn­ir sem hæst og tæki­færi til að bjóða í páska­bröns í há­deg­inu. „Það er til­valið að gefa sér tíma til að bjóða sínu besta fólki í góðan bröns. Það er svo nota­legt að sitja sam­an og borða góðan mat og upp úr há­degi er sniðugt að bjóða upp á bröns og sitja að snæðingi fram að kaffi­tíma,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar.

Girnilegar beikon- og eggjamuffins.
Girni­leg­ar bei­kon- og eggjamuff­ins. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Berg­lind út­bjó bei­kon- og eggjamuff­ins sem eru stjarn­an á bröns­borðinu henn­ar en síðan er svo margt ein­falt sem hægt er að út­búa svo það fylgja nokkr­ar góðar hug­mynd­ir frá Berg­lindi. Þessi bröns á líka vel við á sum­ar­deg­in­um fyrsta eða hvenær sem ykk­ur lang­ar að gera vel við ykk­ar fólk.

Páskabröns með beikonívafi

Vista Prenta

Bröns heima í stofu

Fyrir 6 manns

  • 6-10 stk. bei­kon- og eggjamuff­ins (sjá upp­skrift að neðan)
  • 2 pk. Ali bei­kon
  • 6 stk. croiss­ant
  • 1 pk. silk­iskor­in skinka frá Ali
  • 6 sneiðar gouda ost­ur
  • Grísk jóg­úrt­skál (grísk jóg­úrt að eig­in vali, smá hlyns­íróp, músli, kó­kos­flög­ur, jarðarber, smá suðusúkkulaði)
  • Ávext­ir í skál (mel­óna, kiwi, jarðarber, blá­ber, app­el­sína)

Aðferð:

  1. Steikið bei­konið sem ekki á að nota í bei­kon- og eggjamuff­ins þar til það er stökkt.
  2. Útbúið bei­kon- og eggjamuff­ins.
  3. Setjið skinku og ost á croiss­ant.
  4. Raðið sam­an í gríska jóg­úrt­skál.
  5. Skerið niður ávexti.

Bei­kon- og eggjamuff­ins

  • 6-10 Ali beikonsneiðar
  • 6-10 egg
  • Matarol­íu­sprey
  • Salt, pip­ar, chilli­f­lög­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Leggið beikonsneiðarn­ar á eld­húspapp­ír á disk og setjið tvær ark­ir af papp­ír ofan á.
  3. Setjið í ör­bylgju­ofn á hæstu still­ingu í 2 ½ mín­útu og fjar­lægið þá papp­ír­inn.
  4. Spreyið muff­ins­form úr áli að inn­an með matarol­íu­spreyi, setjið eina beikonsneið í hring í hvert hólf og brjótið eggið síðan í þá holu. Bei­konið á að mynda nokk­urs kon­ar vegg í kring­um eggið.
  5. Bakið í ofn­in­um í 12-15 mín­út­ur eft­ir því hversu vel þið viljið hafa eggið steikt.
  6. Losið með beitt­um hníf all­an hring­inn og lyftið síðan upp úr form­inu, kryddið með salti, pip­ar og smá chilli­f­lög­um.
  7. Berið fram með öll­um hinum kræs­ing­un­um og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert