Persneskt páskalamb með heimagerðri mangósultu

Ljósmynd/Marta María Winkel Jónasdóttir

Pásk­arn­ir eru tím­inn til að gera vel við sig þegar kem­ur að ljúf­feng­um mat. Ein­hverj­ir
eru á því að það sé ekki hægt að halda þessa kristi­legu hátíð nema borða lamb af ein­hverju tagi, það er að segja ef súkkulaði er sett utan sviga. Gamla góða lamba­lærið hitt­ir alltaf í mark en svo má líka setja lambaskanka eða gúllas í pott og láta það hæg­eld­ast í góðum fé­lags­skap krydda frá Aust­ur­lönd­um.

Íhalds­samt fólk vill helst elda alltaf það sama ár eft­ir ár, en það get­ur verið hress­andi að breyta til og prófa eitt­hvað nýtt. Kjöt í potti með krydd­um og nokkr­um töfr­at­rix­um er góð hug­mynd fyr­ir mat­ar­göt sem elska hæg­eldaðan mat. Ég hef stund­um notað hæg­eld­un­ar­trixið þegar eitt­hvað stend­ur til. Sett skrokk í pott og inn í ofn, farið í vinnu og svo er mat­ur­inn til­bú­inn þegar vinnu­skyldu lýk­ur. Þetta hef­ur þó einu sinni klikkað en þá hafði ég óvart stillt ofn­inn á 180° í stað 100°og viti menn, ekki blasti fög­ur sjón við þegar pott­ur­inn var opnaður. Verstu frétt­irn­ar voru að mág­ur minn var á leið í mat til okk­ar með splunku­nýja kær­ustu upp á arm­inn sem við höfðum ekki hitt áður. Henn­ar fyrstu kynni af okk­ur hjón­un­um voru þau að við kynn­um alls ekki á bak­ara­ofn.

Heimagerð mangósulta er mikið dýrindi.
Heima­gerð mangósulta er mikið dýr­indi. Ljós­mynd/​Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir

Persneskt páskalamb með heimagerðri mangósultu

Vista Prenta

Pers­neskt páskalamb (upp­skrift fyr­ir 4-6)

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 kg lambag­úllas (það má nota nauta­kjöt í staðinn)
  • 3 lauk­ar gróft skorn­ir
  • 5-6 líf­ræn hvít­lauksrif
  • 3 msk. kummín
  • 2 msk. túr­merik
  • 1 msk kanill
  • 2 dós­ir líf­ræn­ir niðursoðnir tóm­at­ar
  • 400 ml vatn
  • 5 msk. balsam­e­dik
  • 2 lár­viðarlauf
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð: 

  1. Byrjið á því að stilla ofn­inn á 170°.
  2. Skerið niður lauk og hvít­lauk.
  3. Setjið ólífu­olíu í steypu­járn­spott með loki eða leirpott og setjið lauk­inn út í ásamt hvít­lauk.
  4. Þá er kjöt­inu blandað sam­an og svo er öllu kryddi bætt út í og líka lár­viðarlauf­um.
  5. Niðursoðnu tómöt­un­um er bætt út í ásamt vatn­inu.
  6. Allt hrært vel sam­an og sett inn í ofn í 30 mín­út­ur.
  7. Þá er hit­inn lækkaður í 100° og er rétt­ur­inn lát­inn eld­ast í ofni í fimm klukku­tíma.

Heima­gerð mangósulta

Pásk­ar eru til­vald­ir til að prófa eitt­hvað nýtt og spenn­andi sem fólk hef­ur lagt í vana sinn að kaupa til­búið. Með því að búa til mangósultu frá grunni þá losn­ar fólk við inn­töku á aukefn­um sem eru gjarn­an í til­bún­um vör­um eins og þess­ari. Það tek­ur um það bil klukku­tíma að búa til mangósultu frá grunni og svo geym­ist hún í viku í lokaðri krukku í ís­skáp. Hún til dæm­is mjög góð með hæg­elduðu lambi en líka góð með geita­osti og kexi.

  • 2 boll­ar syk­ur
  • 1 bolli hvítt edik
  • 4 til 5 stór, þroskuð mangó af­hýdd og skor­in í litla bita.
  • 1 meðal­stór lauk­ur, saxaður
  • 1/​2 bolli (80 g) gulln­ar rús­ín­ur
  • 1/​4 bolli þurrkað engi­fer, smátt saxað
  • 1 hvít­lauks­geiri, saxaður smátt
  • 1 tsk heil sinn­eps­fræ
  • 1/​4 tsk rauðar pipar­flög­ur

Aðferð: 

  1. Byrjaðu á því að gera syk­ure­dikss­írópið.
  2. Blandið sykr­in­um og ed­iki sam­an í stór­um potti. Láttu suðuna koma upp og hrærið þar til syk­ur­inn leys­ist upp.
  3. Þá er mangó­inu blandað sam­an ásamt þurrkaða engi­fer­inu, hvít­lauks­geir­an­um, laukn­um og krydd­um blandað sam­an. Það þarf að sjóða þetta allt sam­an í 45 mín­út­ur til klukku­tíma og það þarf að hræra í því á meðan á eld­un stend­ur.

Mul­inn feta­ost­ur!

Hreinn feta­ost­ur er góður með nán­ast öllu. Út á sal­at eða með páskalamb­inu. Prófið að kaupa fetakubb, stappa hann með gaffli og setja líf­ræna ólífu­olíu út á.

  • 200 g af hrein­um feta­osti
  • 1 msk. líf­ræn ólífu­olía
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 3-4 blöð af ferskri basilíku skor­in smátt og sett út á

Aðferð: 

Settu ost­inn á disk eða í skál og stappaðu hann með gaffli. Þá er ólífu­olí­unni hellt út á og svo er saltað og piprað og skreytt með ferskri basilíku.

Stappaður fetaostur með lífrænni ólífuolíu, salti og pipar og ferski …
Stappaður feta­ost­ur með líf­rænni ólífu­olíu, salti og pip­ar og ferski basilíku smakk­ast vel. Ljós­mynd/​Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert