Eftirsóknarverðir þakbarir í Lundúnaborg

Einstök upplifun að njóta þess að vera með þetta stórfenglega …
Einstök upplifun að njóta þess að vera með þetta stórfenglega útsýni með drykk við hönd. Samsett mynd

Hér eru nokkr­ir mjög líf­leg­ir og spenn­andi þak­bar­ir í London. Óhætt er að full­yrða að staðsetn­ing þeirra, stór­feng­legt út­sýni, mat­ur og drykkjar­fram­boð eru svo sann­ar­lega þess virði að kíkja á þá við gott tæki­færi.

THE SH­ARD

Útsýn­ispall­ur The Sh­ard býður upp á óviðjafn­an­legt 360 gráðu út­sýni yfir London frá hæstu bygg­ingu Bret­lands. Sjá nán­ar hér.

Ljós­mynd/​In­sta­gram

SKY GARDEN

Sky Garden býður upp á töfr­andi inn­an­hús­garð með gólfsíðum glugg­um sem ná til lofts og býður upp á stór­kost­legt út­sýni yfir borg­ina. Sjá nán­ar hér.

Ljós­mynd/​In­sta­gram

MADI­SON ROOF TOP BAR

Er staðsett­ur ofan á One New Change-versl­un­ar­miðstöðinni ná­lægt St. Paul's-dóm­kirkj­unni og býður upp á glæsi­legt út­sýni yfir hvelf­ing­una og sjón­deild­ar­hring­inn í kring. Sjá nán­ar hér.

Ljós­mynd/​In­sta­gram

HORIZON  22

Hæsti ókeyp­is út­sýn­ispall­ur í Evr­ópu. Þak­bar­inn er staðsett­ur á 58. hæð í Bis­hops­ga­te. Þak­bar­inn býður upp á stór­brotið og víðáttu­mikið út­sýni yfir borg­ina. Sjá nán­ar hér.

Ljós­mynd/​In­sta­gram

FLORATTICA ROOF TOP

Fal­in blett­ur með inn­rétt­ing­um sem eru inn­blásn­ar af ríkri tex­tíl­sögu Aust­ur-London. Þak­bar­inn býður upp á frá­bær­an mat og drykki á nota­legri ver­önd. Sjá nán­ar hér.

Ljós­mynd/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert