Klassísk rjómalöguð sveppasúpa af betri gerðinni

Nostalgía að njóta þessara rjómalöguðu sveppasúpu sem er af betri …
Nostalgía að njóta þessara rjómalöguðu sveppasúpu sem er af betri gerðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leyndardómsfullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um. Að þessu sinni deilir Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans með lesendum uppskrift að klassískri rjómalagðari sveppasúpu eins og hún gerist best. Gott er að bera súpuna fram með heimabökuðum brauðbollum. Rjómalagaða sveppasúpan er líka tilvalin í forrétt um helgina og á eftir að slá í gegn.

Rjómalöguð sveppasúpa

  • 60 g smjör
  • 300 g sveppir
  • 60 g hveiti
  • 6-7 dl kjúklingasoð eða grænmetissoð
  • 3 ½ dl rjómi
  • 1 msk. steinselja
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Steinselja í skraut
  • Þeyttur rjómi eftir smekk til skrauts

Aðferð:

  1. Steikið sveppina upp úr smjöri á miðlungs hita.
  2. Blandið hveitinu saman við.
  3. Blandið soðinu saman við og hrærið þar til blandan verður kekkjalaus.
  4. Blandið rjóma saman við ásamt kryddi, látið sjóða rólega í 5-6 mínútur.
  5. Þegar súpan er kominn í skál setjið þá „dass“ af þeyttum rjómatopp í súpuna ásamt steinselju skrauti yfir.
  6. Berið súpuna fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka