Níu rómverskar máltíðir og drykkir í Róm

Níu rómverskar máltíðir og drykkir sem þú verður að prófa …
Níu rómverskar máltíðir og drykkir sem þú verður að prófa ef þú skreppur til Rómarborgar. Samsett mynd

Á hverju götu­horni í heims­borg­inni Róm eru veit­inga­hús að öll­um gerðum og stærðum. Það eru í það minnsta níu róm­versk­ar máltíðir og drykk­ir í Róm sem þú verður að prófa.

Í Róm­ar­borg eru mörg gam­al­gró­in og aðlaðandi veit­inga­hús sem bjóða upp á frá­bæra þjón­ustu og fyr­ir­taks hrá­efni en inn á milli leyn­ast auðvitað veit­inga­hús eins og í öll­um borg­um sem geta ollið von­brigðum. Hægt er að not­ast við leit­ar­vél­ar til að lesa sér til um um­sagn­ir. Hins veg­ar er vel setið veit­inga­hús yf­ir­leitt merki um að staður­inn sé þessi virði að setj­ast niður og panta sér mat og drykk.

Í ná­grenni við þekkt kenni­leiti borg­ar­inn­ar eru oft fyr­ir­taks án­ing­arstaðir með borð ut­an­dyra þ.e.a.s. veit­ingastaðir eða kaffi­hús sem vert er prófa og fylg­ist með mann­líf­inu, virða fyr­ir sér fal­leg kenni­leiti og róm­versk­an arki­tekt­úr sem og njóta góðra veiga.

Hér eru dæmi­gerðir róm­versk­ir rétt­ir og drykk­ir sem þú verður að prófa og setja á upp­lif­un­arlist­ann þinn. 

Cacio e Pepe

Cacio e Pepe klassískur rómverskur pastaréttur sem bragð er af.
Cacio e Pepe klass­ísk­ur róm­versk­ur pasta­rétt­ur sem bragð er af. Ljós­mynd/​Unsplash

Klass­ísk­ur róm­versk­ur pasta­rétt­ur með osti (cacio) og svört­um pip­ar (pepe).

Car­bon­ara

Carbonara klassískur rómverskur pastaréttur.
Car­bon­ara klass­ísk­ur róm­versk­ur pasta­rétt­ur. Ljós­mynd/​Unsplash

Ann­ar klass­ísk­ur róm­versk­ur pasta­rétt­ur gerður með eggj­um, osti, pancetta og svört­um pip­ar.

Suppli

Cacio e Pepe.
Cacio e Pepe.

Steikt­ar hrís­grjóna­kúl­ur (risotto) fyllt­ar með ragù (kjöt- og tóm­atsósu) og mozzar­ella.

Róm­versk pítsa - Pizza Rom­ana

Pizza Romana er þunn skorpu pizza toppuð með einföldum en …
Pizza Rom­ana er þunn skorpu pizza toppuð með ein­föld­um en bragðmikl­um hrá­efn­um. Ljós­mynd/​Unsplash

Þunn skorpu pizza toppuð með ein­föld­um en bragðmikl­um hrá­efn­um.

Saltim­bocca alla Rom­ana

Saltimbocca alla Romana guðdómlegar kálfakótelettur.
Saltim­bocca alla Rom­ana guðdóm­leg­ar kálfa­kótelett­ur.

Kálfa­kótelett­ur toppaðar með prosciutto og salvíu, soðnar í hvít­víni og smjöri.

Gelato

Gelato er ekta ítalskur ís eins og hann gerist bestur.
Gelato er ekta ít­alsk­ur ís eins og hann ger­ist best­ur. Ljós­mynd/​Unsplash

Ekta ít­alsk­ur ís með ýms­um ljúf­fengu bragði eins og súkkulaði, pist­as­íu, tiram­isu, straccia­tella svo fáar teg­und­ir séu nefnd­ar.

Espresso

Kaffiunnendur fá besta kaffið í Róm, hefðbundinn expresso.
Kaffiunn­end­ur fá besta kaffið í Róm, hefðbund­inn expresso. Ljós­mynd/​Unsplash

Upp­lifðu ríku­lega og djarfa bragðið af hefðbundn­um ít­alsk­um espressó. Blandið því sam­an við ný­bökuð „Cornetto“ sem er ít­alskt smjör­deigs­horn.

Lazio vín

Vínekran á Lazio svæðinu, þar á meðal koma Frascati og …
Vín­ekr­an á Lazio svæðinu, þar á meðal koma Frascati og Cesa­nese del Piglio. Ljós­mynd/​Unsplash

Skoðaðu staðbund­in vín frá Lazio svæðinu, þar á meðal Frascati og Cesa­nese del Piglio.

Limoncello

Limoncello er frískandi líkjör með sítrónubragði.
Limoncello er frísk­andi lí­kjör með sítr­ónu­bragði. Ljós­mynd/​Unsplash

Frísk­andi lí­kjör með sítr­ónu­bragði, oft­ast drukk­in eft­ir staðgóða máltíð og hjálp­ar til við melt­ing­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert