Brennd grillspjót?

Ísak Jóhannsson veit hvernig þú getur sloppið við að brenna …
Ísak Jóhannsson veit hvernig þú getur sloppið við að brenna grillspjótin þegar grillað er. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerð og bakst­ur. Hann gef­ur góð ráð og sýn­ir les­end­um að sumt sem gæti tal­ist flókið er sára­ein­falt. Að þessu sinni gefur hann góð ráð hvernig þú getur komið í veg fyrir að vera með brennd grillspjót.

Svona tryggir þú að grillspjótin brenni ekki

„Nú fer að líða að sumri og margir farnir að huga að því að grilla. Grillspjót eru vinsæl og setja margir allskonar á þau en hver hefur ekki lent í því að spjótin sjálf verða alelda. Þú endar með góðan grillmat en borðar hann af brenndri eldspýtu. Það má koma í veg fyrir þetta og setja grillspjótin í vatn yfir nótt, það gerir spjótin ólíklegri til að brenna og haldast þau heil á meðan þú grillar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert