Ísak Aron Jóhannsson, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og eigandi veisluþjónustunnar ZAK, gefur lesendum matarvefsins góð húsráð alla föstudaga sem nýtast vel við matargerð og bakstur. Hann gefur góð ráð og sýnir lesendum að sumt sem gæti talist flókið er sáraeinfalt. Að þessu sinni gefur hann góð ráð hvernig þú getur komið í veg fyrir að vera með brennd grillspjót.
„Nú fer að líða að sumri og margir farnir að huga að því að grilla. Grillspjót eru vinsæl og setja margir allskonar á þau en hver hefur ekki lent í því að spjótin sjálf verða alelda. Þú endar með góðan grillmat en borðar hann af brenndri eldspýtu. Það má koma í veg fyrir þetta og setja grillspjótin í vatn yfir nótt, það gerir spjótin ólíklegri til að brenna og haldast þau heil á meðan þú grillar.“