Húsó-kjötbollur sem yngri kynslóðin er sólgin í

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum uppskrift …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir með lesendum uppskrift úr smiðju Húsó að kjötbollum með pasta og rauðri sósu. Samsett mynd

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að kjöt­boll­um með pasta og sósu sem sára­ein­falt er að gera. Þetta er svona ekta ís­lensk­ur heim­il­is­mat­ur og yngri kyn­slóð er oft­ar en ekki sólg­in í kjöt­boll­ur og pasta.

Kjötbollur bornar fram með pasta og heitri rauðri sósu sem …
Kjöt­boll­ur born­ar fram með pasta og heitri rauðri sósu sem yngri kyn­slóðin elsk­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Húsó-kjötbollur sem yngri kynslóðin er sólgin í

Vista Prenta

Kjöt­boll­ur með pasta og sósu

Kjöt­boll­ur

  • 600 g nauta­hakk
  • 3 dl brauðrasp
  • 2 msk. hveiti
  • 1 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 lauk­ur
  • 1 tsk. basilíka
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. pip­ar

Aðferð:

  1. Hrærið sam­an hakki, brauðraspi, eggi, mjólk, saxið lauk­inn og bætið út í, kryddið.
  2. Mótið litl­ar boll­ur með hönd­un­um og raðið á ofnskúffu með bök­un­ar­papp­ír.
  3. Steikið í ofni við 200°C hita í 20-25 mín­út­ur.

Soðið pasta

  • 300 g pasta­lengj­ur eða annað pasta sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka, ef ekki eru leiðbein­ing­ar.

Aðferð:

  1. Hitið 1 ½ lítra af vatni í potti, setjið ½ tsk. salt og 1 tsk. olíu sam­an við. Þegar vatnið er byrjað að sjóða er pastað sett í pott­inn og soðið í 13-15 mín­út­ur. Sett á sigti og skolað þegar það er soðið.
  2. Ef þið notið spaghettí, þá er því ýtt var­lega ofan í suðuvatnið, ekki brjóta það!

Sósa

  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 1 msk. olía
  • 2 hvít­lauksrif, mar­in
  • 400 g niðursoðnir tóm­at­ar
  • 3 dl vatn
  • 4 msk. tóm­at­mauk
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 1 tsk. basilíka
  • 1 ½ tsk. or­eg­anó
  • ½ tsk. svart­ur pip­ar
  • 1 tsk. syk­ur, má sleppa
  • Salt

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn og merjið hvít­lauk­inn.
  2. Mýkið lauk­inn aðeins í ol­í­unni í potti.
  3. Setjið rest­ina af hrá­efn­un­um sam­an við og hitið að suðu.
  4. Sós­an er bor­in fram heit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert