Svívirðilega góður núðluréttur með lambakjöti

Asískur núðluréttur með lambakjöti.
Asískur núðluréttur með lambakjöti. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Ein­fald­ir og fljót­legri rétt­ir eru ávallt vin­sæl­ir í upp­hafi vik­unn­ar. Hér er einn al­veg sví­v­irðilega góður núðlurétt­ur með lamba­kjöti sem hak­ar í öll box. Upp­skrift­in kem­ur af upp­skrift­ar­vefn­um Íslenskt lamba­kjöt og á án ef eft­ir að hitta í mark á mörg­um heim­il­um. Hann er líka góður dag­inn eft­ir og pass­ar vel að taka af­gang með í nesti.

Svívirðilega góður núðluréttur með lambakjöti

Vista Prenta

Asísk­ar núðlur með lamba­kjöti

  • 300 g lambahakk
  • 150-200 g eggjanúðlur
  • 2 msk. ses­am olía
  • 1 tsk. five spice krydd­blanda
  • 2 msk. ses­am­fræ
  • 1 tsk. chili­f­lög­ur
  • 2 msk. sojasósa
  • 3 hvít­lauks­geir­ar, saxaðir
  • ½ spergilkál, skorið í hnappa
  • 100 g Pak choi (eða spínat)
  • 4 vor­lauk­ar, hvíti hlut­inn sneidd­ur

Aðferð:

  1. Hitið víða pönnu og helm­ing ses­a­mol­í­unn­ar.
  2. Steikið hakkið á háum hita í 5 mín­út­ur, hrærið reglu­lega í á meðan.
  3. Hrærið five spice, chiliflög­um, sojasósu og ses­amfræj­um sam­an við, lækkið hit­ann og eldið í 1 mín­útu til viðbót­ar. Takið af pönn­unni og geymið í skál til hliðar, pann­an fer beint á hell­una aft­ur á meðal­hita.
  4. Hitið af­gang­inn af ses­a­mol­í­unni og svissið í u.þ.b 2 mín­út­ur hvít­lauk, spergilkál, pak choi og megnið af vor­laukn­um.
  5. Eldið núðlurn­ar sam­tím­is sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakk­an­um, sigtið og bætið á pönn­una ásamt hakk­blönd­unni, hitið og blandið vel, stráið vor­lauk yfir og berið fram asísk­ar lambanúðlur. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert