Langbesta Hollandaise-sósan

Hollandaise-sósan skiptir sköpun þegar boðið er upp á Egg Benedict.
Hollandaise-sósan skiptir sköpun þegar boðið er upp á Egg Benedict. Ljósmynd/Unsplash

Þegar fram­reiða á Egg Benedict er ómiss­andi að kunna að búa til bragðgóða og fal­lega Hollandaise-sósu. Gald­ur­inn er að nostra við sósu­gerðina og leggja metnað í að hafa áferðina létta og flau­els­mjúka. Hér er upp­skrift að þess­ari dýrð sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Gunn­ar Karls, mat­reiðslu­manns og Michel­in-stjörnu­kokks, og ég hef gert þessa í mörg ár. Sós­an er líka afar góð með fisk­rétt­um en þessa dag­ana er þetta aðalsós­an sem boðið er upp á þegar Egg Benedict er fram­reidd.

Langbesta Hollandaise-sósan

Vista Prenta

Hollandaise-sósa

Fyr­ir 3-4

  • 3 msk. vatn
  • 1 msk. hvít pip­ar­korn eða hvít­ur pip­ar
  •  1 msk. hvít­vín­se­dik, hvít­vín­se­dikið frá Olifa er ótrú­lega gott
  • 3 stk. eggj­ar­auður, meðal­stór egg
  • 200 g smjör
  • 1 tsk. sítr­ónusafi, úr ferskri sítr­ónu
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn, pip­ar­korn og hvít­vín­se­dik í pott og sjóðið niður þar til um ein mat­skeið er eft­ir af vökva.
  2. Takið pott­inn af hit­an­um og kælið aðeins.
  3. Pískið síðan sam­an eggj­ar­auður og setjið pott­inn yfir vatnsbað.
  4. Hitið við mjög væg­an hita, má alls ekki fara yfir 60°C hita og pískið allt vel sam­an í pott­in­um í 2-3 mín­út­ur.
  5. Bræðið smjörið og hellið sam­an við í mjórri bunu í smá skömmt­um í einu.
  6. Smakkið sós­una til með salti, pip­ar og sítr­ónusafa, má nota ögn meira af sítr­ónusafa ef vill.
  7. Sigtið sós­una og berið fram eða hellið yfir hleypta eggið ef það er rétt­ur­inn sem bjóða á upp á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert