Hafðu hnífinn ávallt beittan

Ísak Aron Jóhannsson veit vel að það skiptir miklu máli …
Ísak Aron Jóhannsson veit vel að það skiptir miklu máli að vera með réttu tækin og tólin í eldhúsinu. Beittur hnífur skiptir máli. Samsett mynd

Ísak Aron Jó­hanns­son, fyr­irliði ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi veisluþjón­ust­unn­ar ZAK, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð alla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina og bakst­ur­inn. Ísak veit líka vel að það skipt­ir miklu máli að vera með réttu tæk­in og tól­in í eld­hús­inu og gef­ur líka góð ráð þegar kem­ur að eigu­legu hlut­um í eld­hús­inu og meðferð þeirra sem ger­ir mat­reiðsluna og störf­in í eld­hús­inu auðveld­ari. Að þessu sinni gef­ur hann góð ráð þegar því að vera með góðan hníf.

Ólík­legra að þú sker­ir þig

„Í eld­hús­inu þarf að skera mikið og því er mik­il­vægt að hníf­ur­inn sé beitt­ur. Það eru al­geng mis­tök að halda að ef þú ert með beitt­an hníf að þá er lík­legra að þú skerð þig en það er rangt. Með beitt­ari hníf þá ertu ólík­legri til að skera þig því létt­ara er að vinna með hníf­inn og hann mun ekki valda þér vand­ræðum. Al­gengt er einnig að eiga svo­kallaðan „spari­hníf“ en ég trúi ekki á það, dýr­ir kokka­hníf­ar end­ast lengi ef bit­inu er haldið við og er því mik­il­vægt að kunna að brýna.

Ég sjálf­ur nota brýn­inga­vél sem er mjög hent­ug en ann­ars er gott brýni nauðsyn­legt í eld­húsið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert