Ferskt og brakandi sumar-tacos með sumarsalsa

Sumarlegt tacos með sumarsalsa.
Sumarlegt tacos með sumarsalsa. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti er hand­an við hornið, runn­inn er upp síðasti vetr­ar­dag­ur og þá hugsa all­ir um sum­ar­leg­ar krás­ir. Í til­efni sum­ars­ins er upp­lagt að bjóða upp á sum­ar­legt tacos með sum­arsalsa. Berg­lind Hreiðars, mat­ar­blogg­ar­inn vin­sæli hjá Gotte­rí og ger­sem­ar, er með þessa frá­bæru upp­skrift að sum­arsalsa og taco með hakki sem nýt­ur ávallt vin­sælda. Þessi rétt­ur er ofur ein­fald­ur, holl­ur og góður. Best er að út­búa sum­arsalsa fyrst og geyma í kæli á meðan annað er und­ir­búið.

Ferskt og brakandi sumar-tacos með sumarsalsa

Vista Prenta

Sum­ar-tacos með hakki og sum­arsalsa

Fyr­ir 4-5

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 pk. taco-krydd
  • 12-15 harðar tosta­das-skelj­ar/taco-skelj­ar
  • Rif­inn chedd­ar-ost­ur eft­ir smekk
  • Sýrður rjómi eft­ir smekk
  • Sum­arsalsa (sjá upp­skrift hér að neðan)
  • Ferskt kórí­and­er eft­ir smekk
  • Ólífu­olía eft­ir þörf­um

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Steikið hakkið upp úr ólífu­olíu og kryddið með taco-kryddi.
  3. Hitið skelj­arn­ar og raðið eft­ir­far­andi sam­an á skelj­arn­ar: chedd­ar-osti, hakki, sum­arsalsa, sýrðum rjóma og kórí­and­er. 

Sum­arsalsa

  • 2 lít­il mangó (þroskuð)
  • 2 lít­il avóka­dó (í poka)
  • Nokk­ur jarðarber
  • ½ rauðlauk­ur
  • ½ límóna (saf­inn)
  • 2 msk. saxað kórí­and­er
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið mangó, avóka­dó og jarðarber í litla bita.
  2. Saxið rauðlauk­inn smátt.
  3. Blandið öllu sam­an í skál og kreistið límónusafa yfir.
  4. Smakkið til með salti og pip­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert