Ómótstæðilega girnilegur Calzone

Ómótstæðilega girnilegur calzone sem þið verðið að prófa.
Ómótstæðilega girnilegur calzone sem þið verðið að prófa. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Föstu­dag­ar eru pítsu­dag­ar hjá mörg­um fjöl­skyld­um og nú er komið að upp­skrift mat­ar­vefs­ins fyr­ir föstu­dagspít­suna sem les­end­ur geta prófað og máta sig við og ekki síður þeir sem eiga pítsu­ofn­ana sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér­lend­is. Að þessu sinni er það calzo­ne eða hálf­máni eins og píts­an er nefnd á ís­lensku og kem­ur upp­skrift­in úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann.  Árni hef­ur mikið dá­læti á því að baka pítsur og deila upp­skrift­un­um sín­um með öðrum.

Calzo­ne eða hálf­máni er teg­und af ít­alskri sam­an­brot­inni pítsu sem er gerð með því að brjóta kringl­ótt eða fer­hyrnd pítsu­deig í tvennt og inn­sigla brún­irn­ar til að búa til vasa. Deigið er venju­lega fyllt með ýms­um hrá­efn­um eins og mozzar­ella osti, ricotta osti, tóm­atsósu og ýmsu kjöti og græn­meti.

Calzo­ne er síðan bakaður þar til deigið er gull­in­brúnt og fyll­ing­in bráðin og soðin. Calzo­ne er oft bor­inn fram með marin­ara sósu til að dýfa í.

Ómótstæðilega girnilegur Calzone

Vista Prenta

Calzo­ne eða hálf­máni

8 stk. kúl­ur (125 g)

  • 581 g pít­sa­hveiti                   
  • 365 g vatn 26°C        
  • 17 g súr­deig(má sleppa)      
  • 5 g þurr­ger                            
  • 17 g salt                                 
  • 17 g olía                                 

Í hálf­mán­ann

  • Pítsasósa (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Mozzar­ella­ost­ur eft­ir smekk
  • Svepp­ir, skorn­ir í sneiðar, eft­ir smekk
  • Skinka, skor­in í bita, eft­ir smekk
  • Fersk basilíka til skrauts      

Aðferð:

  1. Vigtið sam­an hveiti, vatn, súr og ger. Setjið í hræri­véla­skál með krók. Hrærið sam­an í 5 mín­út­ur á 30% hraða.
  2. Eft­ir 5 mín­út­ur bætið þið salt­inu við og hrærið áfram í 5 mín­út­ur í viðbót.
  3. Eft­ir aðrar 5 mín­út­ur er olí­an sett sam­an við og deigið hrært í síðustu 5 mín­út­urn­ar.
  4. Eft­ir þetta hef­ur þú hrært deigið í sam­tals 15 mín­út­ur.
  5. Leyfið deig­inu að hvílast í 2 tíma í stofu­hita.
  6. Vigtið deigið niður í 8 stykki 125 gramma kúl­ur og setjið í lokað box og í kæli í lág­marki 12 klukku­stund­ir.
  7. Deigið er flatt út í hring með hveiti und­ir.
  8. Setjið pítsasósu á botn­inn til hálfs, mozzar­ella­ost, skinku og sveppi eft­ir smekk.
  9. Brjótið hinn hluta deigs­ins yfir og klípið sam­an. Passa skal að sós­an verði ekki á milli því þar mun hún opn­ast.
  10. Bakið í 400°C  500°C  heit­um pít­sa­ofni (viðar eða gas) í 120-180 sek­únd­ur.
  11. Skreytið með pítsasós­unni og ferskri basilíku að ofan.

Pítsasósa

  • 3 stk. af­hýdd­ir tóm­at­ar                    
  • 1 tsk. salt                                          
  • 15 fersk basilíku­lauf/blöð               
  • Ólífu­olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an í mat­reiðslu­vél og maukið. Kryddið til eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert