Theodór matreiðslumeistari býður upp á steiktan fisk

Theódór Haraldsson matreiðslumeistar hjá ÚA býður upp á steiktan fisk …
Theódór Haraldsson matreiðslumeistar hjá ÚA býður upp á steiktan fisk sem borinn er fram með heimagerðu remúlaði, soðnum kartöflum og brúnuðum lauk. Sælgæti að njóta. Ljósmynd/Sindri Swan

Í upphafi nýrra viku er ávallt vinsælt að bjóða upp á fisk í matinn. Steiktur fiskur í raspi nýtur vinsælda hjá mörgum og heimalagað remúlaði er það sem flestir vilja fá með steikta fiskinum sínum. Theodór Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA bauð upp á steiktan fisk í raspi með heimalöguðu remúlaði og brúnuðum lauk. Rétturinn sló í gegn í mötuneytinu og mikil eftirspurn var eftir uppskriftinni. Hann deilir hér með lesendum matarvefsins uppskriftinni sinni hvernig hann eldar steikta fiskinn og lagar meðlætið sem einnig birtist á heimasíðu Samherja hér.

„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“ segir Theodór.

Með á diskinn með steikta fiskinum settur Theodór líka fersk …
Með á diskinn með steikta fiskinum settur Theodór líka fersk salat og sítrónusneiðar. Girnileg máltíð. Ljósmynd/Sindri Swan

Steiktur fiskur í raspi með remúlaði og brúnuðum lauk

Fiskur í raspi

Fyrir 4-6

  • 1,5 g Þorskur
  • 6 egg
  • 500 g rasp
  • 500 g hveiti
  • 50 g salt
  • 50 g hvítur pipar
  • 2 msk. sítrónupipar
  • Allt að verða tilbúið
  • 1 msk. paprikukrydd
  • 1 msk. karrí
  • 1 msk. laukduft
  • Ólífuolía
  • Klípa af smjör

Aðferð:

  1. Skerið þorskinn niður í hæfilega bita.
  2. Pískið eggin saman í skál ásamt kryddum.
  3. Veltið fiskinum velt upp úr hveiti, veltið upp úr eggjunum og svo í lokin upp úr raspinu. Steikið fiskinn síðan á pönnu upp úr smá olíu og klípu af smjöri. 

Remúlaði

  • 50 g majónes
  • 50 g súrmjólk
  • 1 stk. laukur fínt saxaður
  • 3 msk. dijon sinnep
  • 1 msk. sætt sinnep
  • 75 g súrar gúrkur
  • 2 msk. kapers saxaður

Aðferð:

  1. Blandið þessu öllu saman og smakkið til.

Brúnaður laukur

  • 2 stk. laukur
  • 1 msk. steinselja þurrkuð
  • Olía til steikingar
  • Smá klípa smjöri

Aðferð:

  1. Sneiðið laukinn niður og steikið á pönnu þangað til hann verður fallega brúnn á litinn.
  2. Bætið þá við smá smjöri á pönnuna og látið laukinn malla í nokkrar mínútur til viðbótar.
  3. Berið steikta fiskinn fram remúlaði, soðnum kartöflum, brúnuðum lauk og sítrónusneið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka