Ostasalatið sem þú verður að smakka

Þetta ostasalat er mikil bragðbomba og slær í gegn í …
Þetta ostasalat er mikil bragðbomba og slær í gegn í öllum veislum. Ljósmynd/Andrea Gunnarsdóttir

Osta­salöt njóta ávallt mik­illa vin­sælda þessa dag­ana hjá lands­mönn­um og það eru all­flest bakarí lands­ins líka kom­in með osta­salöt til sölu. Heima­gerð osta­salöt eru mjög vin­sæl og marg­ir hafa þróað sín eig­in osta­salöt og valið sitt upp­á­hald í salöt­in. Það er ávallt gam­an að fá nýj­ar upp­skrift­ir af osta­salöt­um og prófa nýtt bragð.

Mik­il bragðbomba

Andrea Gunn­ars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari elsk­ar osta­salöt og hef­ur gert mikið af þeim klass­ísku gegn­um tíðina. Hún þróaði upp­skrift að osta­sal­ati á dög­un­um og full­yrðir að það sé það besta sem hún hef­ur smakkað. Þetta er osta­sal­at með bei­koni, döðlum, chili og kryddí­dýfu. Mik­il bragðbomba og mjög ólíkt hinu klass­íska osta­sal­ati með vín­berj­um, papriku og an­ana­sk­urli.

„Ég hef verið beðin um að koma með þetta osta­sal­at í marg­ar veisl­ur og það slær ávallt í gegn og þegar ég kom með þetta osta­sal­at í af­mæli bestu vin­konu minn­ar á dög­un­um leist henni ekk­ert á blik­una þegar hún sá hvað sal­atið var að hverfa hratt og gekk frá því inn í ís­skáp svo hún gæti notið þess eft­ir veisl­una,“ seg­ir Andrea og hlær.

Ostasalatið sem þú verður að smakka

Vista Prenta

Osta­sal­at með bei­koni, döðlum, chili og kryddí­dýfu

  • 1 pepp­eróní ost­ur, rif­inn eða skor­inn í ten­inga
  • 1 mexí­kóost­ur, rif­inn eða skor­inn í ten­inga
  • ½ rauð paprika, smátt söxuð
  • ½ rauðlauk­ur, smátt saxaður
  • 1 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
  • 6 stór­ar döðlur, smátt saxaðar
  • 250 g stökkt bei­kon, smátt saxað
  • Rauð vín­ber eft­ir smekk, skor­in í fernt
  • 1 dós rauð Voga ídýfa (kryddí­dýfa)
  • 4-5 msk. maj­ónes
  • 1 ½ tsk. Bezt á flest krydd­blanda

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í skál og geymið í lokuðu íláti í ís­skáp í að minnsta kosti 6 klukku­stund­ir fram að notk­un.
  2. Berið fram með kexi, snittu­brauði, súr­deigs­brauði, tengda­mömm­utung­um eða hverju sem hug­ur­inn girn­ist, þetta osta­sal­at er gott með öllu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert