Jelbena sælkeraréttur með framandi bragði uppáhalds hjá Söfu

Safa Jemai elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla …
Safa Jemai elskar að prófa framandi rétti og hefur mikla ástríðu fyrir góðum kryddum. Uppáhaldssumarrétturinn hennar með baunum og kolkrabba. mbl.is/Árni Sæberg

Safa Jemai hug­búnaðar­verk­fræðing­ur, frum­kvöðull, stofn­andi og eig­andi Ma­brúka krydd­anna elsk­ar að prófa fram­andi rétti og hef­ur mikla ástríðu fyr­ir góðum krydd­um. Safa er upp­runa­lega frá Tún­is og flutti til Íslands fyr­ir nokkr­um árum og byrjaði þá að para sam­an ís­lenskt hrá­efni við heima­gerð krydd frá Tún­is og upp­götvaði þá í fram­haldi hversu vel krydd­in frá heimalandi henn­ar pössuðu vel við ís­lenskt hrá­efni.

Fyr­ir­tækið henn­ar Ma­brúka, heit­ir í höfuðið á móður Söfu og fram­leiðir heima­gert krydd úr túnisku hrá­efni. „Ma­brúka var stofnað á Íslandi árið 2020 en vörumerkið hef­ur verið að stækka og við erum núna kom­in með sölu­full­trúa í Svíþjóð til að kynna Ma­brúka bæði í Dan­mörku og Svíþjóð. Það er líka gam­an að segja frá því að við erum að skoða fleiri markaði,“ seg­ir Safa skæl­bros­andi.

Elduðu alls kon­ar túniska rétti sam­an

Safa er ný­kom­in heim frá Tún­is en þar fær hún iðulega inn­blást­ur í mat­ar­gerðina og rifjar upp mat­ar­hefðirn­ar þar og siði. „Ég heim­sótti pabba minn ný­lega í nokkra daga til Tún­is. For­eldr­ar mín­ir eiga heima í Bizerte sem lít­ill bær í norður Tún­is við Miðjarðar­hafið. Bizerte er þekkt fyr­ir forna höfn og einnig rík af minn­is­vörðum, þar á meðal forn virki og varn­argarðar. Helsta at­vinnu­starf­semi bygg­ir aðallega á iðnaði, þjón­ustu, versl­un og land­búnaði.

Við höfnin í Bizerte í Túnis.
Við höfn­in í Bizerte í Tún­is. Ljós­mynd/​Safa Jemai

Ástæðan fyr­ir því að ég skrapp í nokkra daga til hans er sú að það var Rama­dan (fasta frá sól­ar­upp­rás til sól­ar­lags sam­kvæmt íslamskri trú) og mamma fór í Mekkah í tvær vik­ur, hann var því einn heima. Ég áleit að það væri skemmti­legt að heim­sækja pabba í viku og nota tæki­færið til að vinna sjálf í fram­leiðslu Ma­brúka. Ég hafði mjög gam­an að því að vera með hon­um og  nut­um okk­ar í eld­hús­inu. Við elduðum alls kon­ar túniska rétti sam­an úr fersku og góðu hrá­efni og eig­in krydd­um. Við fór­um líka mikið út að  labba sam­an, í vinn­una og á kvöld­in þar sem fólk er mikið úti við að njóta eft­ir langa föst­ur á meðan Rama­dan stend­ur yfir.

Á fiskmarkaðinum sem Safa og pabbi hennar fara reglulega á …
Á fisk­markaðinum sem Safa og pabbi henn­ar fara reglu­lega á og kaupa fisk­inn sinn. Ljós­mynd/​Safa Jemai
Kolkrabbi er í mikli uppáhaldi hjá Söfu.
Kol­krabbi er í mikli upp­á­haldi hjá Söfu. Ljós­mynd/​Safa Jemai

Rétt­ur með baun­um og kol­krabba

Áttu  þér þinn upp­á­halds­sum­ar­rétt sem þú ert til í að deila með les­end­um mat­ar­vefs­ins?

„já það er rétt­ur sem ber heitið Jel­bena. Þetta er sum sé rétt­ur sem inni­held­ur baun­ir og kol­krabba í grunn­inn og er al­gjör sæl­keramat­ur og með fram­andi bragði,“ seg­ir Safa. Að sögn Söfu á rétt­ur­inn á sér smá sögu. „Pabba finnst gríðarlega gam­an að heim­sækja fisk­markaðinn í Bizerte, þar eru sjó­menn eru bún­ir að vera fiska alla nótt­ina til að selja hann yfir dag­inn á fisk­markaðnum. Fisk­ur­inn er fersk­ur og góður. Við þekkj­um einn sjó­mann sem við kaup­um alltaf fisk af. Hann heit­ir Murad og er frá­bær maður. Við för­um ávallt beint til hans til að kaupa fisk­inn okk­ar. Það er skemmti­legt að segja frá því að það er hægt að fá fisk­inn þar og fara með fisk­inn á low key “ veit­ingastað við hliðina á markaðinn þar sem kokk­ur­inn grill­ar fisk­inn fyr­ir okk­ur. Við get­um jafn­framt pantað fransk­ar kart­öfl­ur þar og bætt við með fisk­in­um ásamt því að panta grillað sal­at (mechouia) eða grænt sal­at sem er svipað og grískt sal­at. Það er svo him­neskt að setj­ast þarna, því út­sýnið er stór­feng­legt. Þarna sjá­um við yfir höfn­ina og horf­um á fiski­bát­ana koma og fara út á miðin til að veiða. Kett­irn­ir á svæðinu koma all­ir til að sníkja mat, lykt­in af grillaða fisk­in­um er lokk­andi fyr­ir gesti og gang­andi og ekki síður kett­ina sem eru alltaf til í bita. Það er ávallt mik­il stemn­ing í loft­inu þegar verið er að grilla við markaðinn. Þetta er ein af mín­um upp­hálds stund­um í heima­bæn­um, ein­falt og gott og ekk­ert flókið.“

Hægt er að fara á veitingastað og fá fiskinn sinn …
Hægt er að fara á veit­ingastað og fá fisk­inn sinn eldaðan og kaupa meðlæti með. Ljós­mynd/​Safa Jemai
Safa með uppáhaldssumarréttinn sinn Jelbena.
Safa með upp­á­halds­sum­ar­rétt­inn sinn Jel­bena. Ljós­mynd/​Safa Jemai

Jelbena sælkeraréttur með framandi bragði uppáhalds hjá Söfu

Vista Prenta

Jel­bena

  • 1 stk. kol­krabbi (fæst í asísku versl­un­um)
  • 1-2 lauk­ar, skorn­ir í bita
  • 4-5 tóm­at­ar, skorn­ir í bita
  • 400 ml vatn
  • 1 dós baun­ir að eig­in vali
  • Harrisa mauk eft­ir smekk
  • Cayenne pip­ar eft­ir smekk
  • Cum­in eft­ir smekk
  • Salt eft­ir smekk
  • Ólífu­olía eft­ir þörf­um 

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita pönnu á meðal­hita og steikið lauk og tóm­ata í olíu.
  2. Bætið svo við krydd­un­um og kryddið til eft­ir smekk, harrisa mauk, cayenne pip­ar, cum­in og salti.
  3. Bætið síðan við baun­um ásamt  400 ml af vatni.
  4. Látið allt eld­ast þangað til að baun­irn­ar eru orðnar mjúk­ar og sós­an far­in að þykkj­ast.
  5. Skerið niður kol­krabb­ann og sjóðið hann í vatni í 10 mín­út­ur.
  6. Takið síðan kol­krabb­ann úr vatn­inu og setjið hann í sósu­blönd­una á pönn­unni í um það bil 15 mín­út­ur.
  7. Berið rétt­inn fram með ný­bökuðu brauði að eig­in vali.
Túniskir réttir eru bæði litríkir og framandi fyrir okkur Íslendinga.
Túniskir rétt­ir eru bæði lit­rík­ir og fram­andi fyr­ir okk­ur Íslend­inga. Ljós­mynd/​Safa Jemai
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert