Halla mætti ásamt fjölmenni í Diskósúpu hjá Húsó

Diskósúpurnar fjórar slógu í gegn í Húsó. Nemendurnir í Húsó …
Diskósúpurnar fjórar slógu í gegn í Húsó. Nemendurnir í Húsó útbjuggu súpurnar í samstarfið við Dóru Svavarsdóttur frá Slow Food Reykjavík samtökunum sem á heiðurinn af uppskriftunum. Samsett mynd/Kristinn Magnússon

Hús­stjórn­ar­skól­inn í Reykja­vík og Slow Food Reykja­vík sam­tök­in, buðu upp á Diskósúpu mánu­dag­inn 29. apríl síðastliðinn til að vekja at­hygli á því gríðar­stóra vanda­máli sem mat­ar­sóun er. Rúm­lega 70 manns komu og fengu sér smakk af 4 Diskóssúp­um sem komu úr leynd­ar­dóms­fulla eld­hús­inu í Húsó.

Dóra Svavars­dótt­ir mat­reiðslu­meist­ari, kenn­ari og formaður Slow Food Reykja­vík sem vill gjarn­an láta kalla sig „Besta Ruslakokk“ lands­ins var nem­end­um Húsó til halds og traust í súpu­gerðinni og á heiður­inn af upp­skrift­un­um að Diskósúp­un­um sem runnu ljúft ofan í gesti.

Matseðill dagsins þennan góða mánudag í Húsó.
Mat­seðill dags­ins þenn­an góða mánu­dag í Húsó. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Diskósúp­ur eldaðar úr hrá­efni sem átti að henda

„Síðasta helg­in í apríl er til­einkuð vit­und­ar­vakn­ingu á mat­ar­sóun hjá Slow Food sam­tök­un­um um all­an heim. Þá eru eldaðar Diskósúp­ur úr hrá­efni sem hefði átt að henda ein­hverra hluta vegna. Það er hækkað í tón­list­inni og góm­sæt­ar súp­ur töfraðar fram í góðri stemn­ingu og gefn­ar gest­um og gang­andi á sama tíma og þetta stóra vanda­mál er rætt og reynt að leita lausna,“ seg­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans. Meðal þeirra sem mættu í Diskósúpu og létu sig mál­efnið varða voru hjón­in Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi til for­seta Íslands og eig­inmaður henn­ar Björn Skúla­son heilsu­kokk­ur.

Marta María seg­ir að Húsó-teymið sé vel meðvitað um mik­il­vægi þess að finna lausn­ir til að sporna gegn mat­ar­sóun. „Nýj­ustu rann­sókn­ir sýna að 160 kg. af mat fara í ruslið á mann á Íslandi, 40% af því ger­ist heima hjá okk­ur.  Þá eru ekki tal­in mat­væli í vökv­a­formi sem fara í niður­fallið.  Það er því ekki bara til mik­ils að vinna fyr­ir um­hverfið að minka mat­ar­sóun, held­ur hjálp­ar það mikið til við að halda heim­il­is­bók­hald­inu rétt­um meg­in við strikið,“ seg­ir Marta María al­vöru­gef­in.

Hag­nýt ráð til að sporna gegn mat­ar­sóun

  • Hér eru nokk­ur hag­nýt ráð til að sporna við mat­ar­sóun á heim­il­um:
  • Búið til mat­seðil fyr­ir vik­una.
  • Gerið inn­kaupal­ista og at­hugið í skáp­um og fryst­um hvað er til.
  • Nýtið af­ganga sem hrá­efni í nýja rétti.
  • Notið fryst­inn.
  • Þekkið mun­inn á best fyr­ir og not­ist fyr­ir dag­setn­ing­um.
  • Njótið þess að nýta sköp­un­ar­kraft­inn í að búa til góðan mat úr því sem við eig­um.

Upp­skrift­in af Diskósúp­unni

Hér er ljóstra Marta María og Dóra upp­skrift­inni af Diskósúp­unni frægu sem var meðal ann­ars í boðið.

Diskósúpa

  • 40 kg græn­meti og ann­ar mat­ur sem á að henda úr búðum úr ná­grenn­inu.
  • 40 l vatn
  • 1 stk. bíll og bíl­stjóri
  • 3 stk. frum­kvæði
  • 4 sím­töl og nokkr­ir tölvu­póst­ar
  • Fullt af ham­ingju og góðri tónlist
  • Slatti af gleði
  • Skreytt með ánægju
  • Og borðað með bestu lyst.

„Súp­urn­ar sem við elduðum voru m.a. inn­blásn­ar af þess­ari hér að neðan, en við notuðum ekki blóm­kál, held­ur annað græn­meti, og ekki kó­kos, bætt­um bara meiru vatni við og sleppt­um lins­un­um og sett­um kart­öfl­ur líka. Ver­um óhrædd við að elda úr því sem við eig­um, leyf­um sköp­un­ar­gleðinni að  njóta sín í eld­hús­inu og njót­um þess að borða góðan mat,“ seg­ir Dóra. 

Diskósúpurnar fjórar sem framreiddar voru fyrir gesti og gangandi.
Diskósúp­urn­ar fjór­ar sem fram­reidd­ar voru fyr­ir gesti og gang­andi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Halla mætti ásamt fjölmenni í Diskósúpu hjá Húsó

Vista Prenta

Kó­kossúpa með blóm­káli

  • 400 ml kó­kos­mjólk
  • 400 ml niðursoðnir tóm­at­ar, maukaðir
  • 100 g puy lins­ur
  • 50 g engi­fer, rifið eða fínt saxað
  • 1 hvít­lauk­ur, gyllt­ur
  • 1 lauk­ur, skor­inn í sneiðar
  • ½  stk. blóm­kál skorið í hæfi­lega bita
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1,5 l vatn
  • 1stk. chili pip­ar, má sleppa
  • söxuð ít­ölsk stein­selja, eft­ir smekk
  • tim­i­an, lár­viðarlauf eft­ir smekk
  • túr­merik eft­ir smekk
  • cum­in eft­ir smekk, má sleppa

Aðferð:

  1. Gyllið hvít­lauk í potti þar til hann er orðinn mjúk­ur.
  2. Svitið lauk­ur og engi­fer, chili, tim­i­an og setjið lár­viðarlauf út í.
  3. Setjið tóm­ata út í ásamt kó­kos og vatni.
  4. Bætið lins­um og hvít­lauk út í og soðið í u.þ.b. 30 mín­út­ur.
  5. Bætið meiru vatni út í ef ykk­ur finnst hún of þykk.
  6. Smakkið til og setjið blóm­kálið sett út í lok­in.
  7. Berið fram og njótið.
Fjölmenni mætti að njóta afraksturins hjá nemendunum hjá Húsó.
Fjöl­menni mætti að njóta afrakst­ur­ins hjá nem­end­un­um hjá Húsó. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gleðin var við völd með gestir nutu þess að snæða …
Gleðin var við völd með gest­ir nutu þess að snæða súp­urn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Björn Skúlason eiginmaður Höllu er heilsukokkur og mjög áhugasamur um …
Björn Skúla­son eig­inmaður Höllu er heilsu­kokk­ur og mjög áhuga­sam­ur um að leggja sitt af mörk­um til að sporna gegn mat­ar­sóun. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Stund á milli stríða hjá nemendunum í Húsó. Kærkomin útivist …
Stund á milli stríða hjá nem­end­un­um í Húsó. Kær­kom­in úti­vist eft­ir elda­mennsk­una. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Húsó og Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi ræða …
Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Húsó og Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi ræða heims­mál­in þegar kem­ur að því að sporna gegn mat­ar­sóun. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka