Berglind toppar sig enn og aftur í veisluhöldum

Stórglæsilegt afmælisborðið sem Berglind Hreiðars köku- og matarbloggarinn knái stillti …
Stórglæsilegt afmælisborðið sem Berglind Hreiðars köku- og matarbloggarinn knái stillti upp fyrir dóttur sína á dögunum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Berg­lind Hreiðars­dótt­ir einn ást­sæl­asti köku- og mat­ar­blogg­ari lands­ins hjá Gotte­rí og ger­sem­ar topp­ar sig enn og aft­ur með sinni lit­ríku og frum­legu af­mæl­is­veislu. Hún er óstöðvandi þegar kem­ur að hug­mynd­um að veislukræs­ing­um og þema þegar veislu skal gjöra.

Einhyringsþema var í þessari afmælisveislu.
Ein­hyr­ingsþema var í þess­ari af­mæl­is­veislu. Sam­sett mynd

Ein­hyrn­inga­af­mæli

Á dög­un­um átti dótt­ir henn­ar, Hulda Sif, 7 ára af­mæli en hún yngsta barn Berg­lind­ar. Á óskalist­an­um var ein­hyrn­inga­af­mæli og auðvitað varð móðirin við ósk barns­ins enda far­in að hafa áhyggj­ur af því að barna­af­mæl­un­um fari að fækka á heim­il­inu.

„Ég út­bjó flest­ar kök­ur og sæt­meti sjálf en pantaði síðan mat­inn að mestu því það er ekki raun­hæft að gera þetta allt einn. Ég fækkaði aðeins á gestal­ist­an­um þótt erfitt hafi verið því barna­af­mæli hafa verið á pari við ferm­ing­ar­veisl­ur hjá mér og þetta var bara allt mjög pass­legt svona,“ seg­ir Berg­lind með bros á vör. Hér fyr­ir neðan er hægt sjá hug­mynd­irn­ar henn­ar Berg­lind­ar í máli og mynd­um sem eiga vel við þegar veislu skal halda.

„Afmæliskakan sjálf er gerð úr 3 súkkulaðibotnum sem eru 20 …
„Af­mæliskak­an sjálf er gerð úr 3 súkkulaðibotn­um sem eru 20 cm og 3 sem eru 15 cm. Súkkulaðismjörkrem er á milli og hvítt Betty Vanilla frost­ing utan á (líka sem er litað), síðan skreytti ég neðri með sprinkles og síðan með horni, eyr­um og aug­um sem ég pantaði á Amazon. Í stað þess að sprauta síðan rós­ir/​blóm með smjörkremi skreytti ég hana með lif­andi blóm­um og hún var svo fal­leg þannig.“ Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Hér eru vanillukökupinnar í þemalitunum.
Hér eru vanillu­kökup­inn­ar í þemalit­un­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Makkarónurnar pantaði Berglind hjá Lenumakkarónum.
Makkarón­urn­ar pantaði Berg­lind hjá Lenu­makkarón­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
„Hér hjúpaði ég ísform með lituðu hjúpsúkkulaði og skreytti með …
„Hér hjúpaði ég ís­form með lituðu hjúpsúkkulaði og skreytti með köku­skrauti og lét storkna þannig. Bakaði síðan súkkulaðibolla­kök­ur með vanillukremi og stakk formun­um ofan í. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
„Ég gerði síðan svona marglita kransaköku upp úr þessari uppskrift …
„Ég gerði síðan svona marg­lita kran­sa­köku upp úr þess­ari upp­skrift hér af hvítri kran­sa­köku. Ég gerði hálfa upp­skrift og skipti henni í þrjá hluta, gerði einn lit í einu og alla hringi í þeim lit, notaði svo af­gang­inn í Rice Krispies pinna.“ Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Á veisluborðinu var Berglind með popp í pappaboxum, hjúpaða sykurpúða, …
Á veislu­borðinu var Berg­lind með popp í pappa­boxum, hjúpaða syk­ur­púða, nammi í litl­um krukk­um, blóm í Froosh krús­um ásamt fleiri kræs­ing­um. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
„Veislan var síðdegis á föstudegi svo um var að ræða …
„Veisl­an var síðdeg­is á föstu­degi svo um var að ræða kvöld­mat fyr­ir alla gesti ásamt kök­um og sæt­um bit­um. Ég pantaði djúsa, sam­lok­ur, ham­borg­ara og ávexti hjá Lemon sem vöktu mikla lukku.“ Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Það er gott að jafna þetta út með hollustu í …
Það er gott að jafna þetta út með holl­ustu í bland við óholl­ustu. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
„Ég tók ávextina af bakkanum og flutti yfir á fallegan …
„Ég tók ávext­ina af bakk­an­um og flutti yfir á fal­leg­an kökudisk og raðaði partí­kúl­um frá Lemon á hann líka og all­ir elskuðu þessa blöndu.“ Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Berglind bauð líka upp á litla hamborgara frá veisluþjónustu Lemon.
Berg­lind bauð líka upp á litla ham­borg­ara frá veisluþjón­ustu Lemon. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
„Á eyjunni var síðan alls konar annað eins og skinkuhorn, …
„Á eyj­unni var síðan alls kon­ar annað eins og skinku­horn, pabbi bakaði púður­syk­ur­mar­ens, ég gerði litl­ar skyr­kök­ur í boxum frá Partý­búðinni, súkkulaði bolla­kök­ur með kara­mellukremi og upp­á­hald­skó­koskak­an okk­ar allra.“ Sam­sett mynd
Það er síðan engin veisla án ostabakka eins og Berglind …
Það er síðan eng­in veisla án osta­bakka eins og Berg­lind orðar það. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert