Berglind toppar sig enn og aftur í veisluhöldum

Stórglæsilegt afmælisborðið sem Berglind Hreiðars köku- og matarbloggarinn knái stillti …
Stórglæsilegt afmælisborðið sem Berglind Hreiðars köku- og matarbloggarinn knái stillti upp fyrir dóttur sína á dögunum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Berglind Hreiðarsdóttir einn ástsælasti köku- og matarbloggari landsins hjá Gotterí og gersemar toppar sig enn og aftur með sinni litríku og frumlegu afmælisveislu. Hún er óstöðvandi þegar kemur að hugmyndum að veislukræsingum og þema þegar veislu skal gjöra.

Einhyringsþema var í þessari afmælisveislu.
Einhyringsþema var í þessari afmælisveislu. Samsett mynd

Einhyrningaafmæli

Á dögunum átti dóttir hennar, Hulda Sif, 7 ára afmæli en hún yngsta barn Berglindar. Á óskalistanum var einhyrningaafmæli og auðvitað varð móðirin við ósk barnsins enda farin að hafa áhyggjur af því að barnaafmælunum fari að fækka á heimilinu.

„Ég útbjó flestar kökur og sætmeti sjálf en pantaði síðan matinn að mestu því það er ekki raunhæft að gera þetta allt einn. Ég fækkaði aðeins á gestalistanum þótt erfitt hafi verið því barnaafmæli hafa verið á pari við fermingarveislur hjá mér og þetta var bara allt mjög passlegt svona,“ segir Berglind með bros á vör. Hér fyrir neðan er hægt sjá hugmyndirnar hennar Berglindar í máli og myndum sem eiga vel við þegar veislu skal halda.

„Afmæliskakan sjálf er gerð úr 3 súkkulaðibotnum sem eru 20 …
„Afmæliskakan sjálf er gerð úr 3 súkkulaðibotnum sem eru 20 cm og 3 sem eru 15 cm. Súkkulaðismjörkrem er á milli og hvítt Betty Vanilla frosting utan á (líka sem er litað), síðan skreytti ég neðri með sprinkles og síðan með horni, eyrum og augum sem ég pantaði á Amazon. Í stað þess að sprauta síðan rósir/blóm með smjörkremi skreytti ég hana með lifandi blómum og hún var svo falleg þannig.“ Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Hér eru vanillukökupinnar í þemalitunum.
Hér eru vanillukökupinnar í þemalitunum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Makkarónurnar pantaði Berglind hjá Lenumakkarónum.
Makkarónurnar pantaði Berglind hjá Lenumakkarónum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
„Hér hjúpaði ég ísform með lituðu hjúpsúkkulaði og skreytti með …
„Hér hjúpaði ég ísform með lituðu hjúpsúkkulaði og skreytti með kökuskrauti og lét storkna þannig. Bakaði síðan súkkulaðibollakökur með vanillukremi og stakk formunum ofan í. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
„Ég gerði síðan svona marglita kransaköku upp úr þessari uppskrift …
„Ég gerði síðan svona marglita kransaköku upp úr þessari uppskrift hér af hvítri kransaköku. Ég gerði hálfa uppskrift og skipti henni í þrjá hluta, gerði einn lit í einu og alla hringi í þeim lit, notaði svo afganginn í Rice Krispies pinna.“ Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Á veisluborðinu var Berglind með popp í pappaboxum, hjúpaða sykurpúða, …
Á veisluborðinu var Berglind með popp í pappaboxum, hjúpaða sykurpúða, nammi í litlum krukkum, blóm í Froosh krúsum ásamt fleiri kræsingum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
„Veislan var síðdegis á föstudegi svo um var að ræða …
„Veislan var síðdegis á föstudegi svo um var að ræða kvöldmat fyrir alla gesti ásamt kökum og sætum bitum. Ég pantaði djúsa, samlokur, hamborgara og ávexti hjá Lemon sem vöktu mikla lukku.“ Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Það er gott að jafna þetta út með hollustu í …
Það er gott að jafna þetta út með hollustu í bland við óhollustu. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
„Ég tók ávextina af bakkanum og flutti yfir á fallegan …
„Ég tók ávextina af bakkanum og flutti yfir á fallegan kökudisk og raðaði partíkúlum frá Lemon á hann líka og allir elskuðu þessa blöndu.“ Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Berglind bauð líka upp á litla hamborgara frá veisluþjónustu Lemon.
Berglind bauð líka upp á litla hamborgara frá veisluþjónustu Lemon. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
„Á eyjunni var síðan alls konar annað eins og skinkuhorn, …
„Á eyjunni var síðan alls konar annað eins og skinkuhorn, pabbi bakaði púðursykurmarens, ég gerði litlar skyrkökur í boxum frá Partýbúðinni, súkkulaði bollakökur með karamellukremi og uppáhaldskókoskakan okkar allra.“ Samsett mynd
Það er síðan engin veisla án ostabakka eins og Berglind …
Það er síðan engin veisla án ostabakka eins og Berglind orðar það. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert