Rjómalagað vodka pasta sem þú átt eftir að elska

Þessi pastaréttur á eftir að koma þér á óvart. Hann …
Þessi pastaréttur á eftir að koma þér á óvart. Hann er svo dásamlega góður að þú átt eftir að elska réttinn. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Hér er á ferðinni bragðgóður og öðru­vísi pasta­rétt­ur sem kem­ur skemmti­lega á óvart, svo ekki sé meira sagt. Sós­an er lát­in bullsjóða svo áfengið sýður að mestu leyti í burtu en eft­ir stend­ur spenn­andi und­ir­tónn eða keim­ur sem gef­ur rétt­in­um ný­stár­legt og skemmti­legt bragð. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Helenu Gunn­ars­dótt­ur hjá Eld­húsperl­um en hún kann svo sann­ar­lega að gleðja bragðlauk­ana. Upp­skrift­ina gerði hún fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Rjómalagað vodka pasta sem þú átt eftir að elska

Vista Prenta

Rjóma­lagað vod­ka pasta

Fyr­ir 3

  • 300 g pasta, t.d. penne eða rigat­oni
  • 2 msk. smjör
  • 1 stk. lít­ill lauk­ur, smátt saxaður
  • 2 stk. hvít­lauksrif, smátt söxuð
  • 1 dl vod­ka
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 250 ml rjómi
  • rif­inn Óðals Tind­ur eft­ir smekk
  • salt, pip­ar og chili flög­ur, eft­ir smekk
  • fersk basilíka, má sleppa

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað eft­ir leiðbein­ing­um á pakka.
  2. Bræðið smjör á pönnu og steikið lauk og hvít­lauk þar til mýk­ist.
  3. Kryddið með salti, pip­ar og chilli­f­lög­um.
  4. Hækkið hit­ann og hellið vod­k­anu yfir, leyfið að sjóða í 1-2 mín­út­ur.
  5. Bætið þá tóm­at­mauk­inu og tóm­at­púrr­unni út á ásamt rjóm­an­um.
  6. Leyfið að malla í 5 mín­út­ur þar til þykkn­ar aðeins og smakkið til með salti, pip­ar og chili­f­lög­um.
  7. Bætið soðnu past­anu út á pönn­una og blandið vel sam­an.
  8. Toppið með vel af rifn­um Óðals Tindi og e.t.v. ferskri basilíku.
  9. Berið fram strax með rifn­um Óðals Tindi og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert