Efna til Brauðtertukeppni Katrínar

Framboð Katrínar Jakobsdóttur efnir til brauðtertukeppni laugardaginn á kosningaskrifstofu hennar …
Framboð Katrínar Jakobsdóttur efnir til brauðtertukeppni laugardaginn á kosningaskrifstofu hennar á Tryggvagötu. Samsett mynd

Framboð Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda til forseta Íslands efnir til brauðtertukeppni laugardaginn 11. maí næstkomandi. Brauðtertukeppnin fer fram á kosningaskrifstofu Katrínar við Tryggvagötu 21.

„Brauðtertan er menningarsögulegt fyrirbæri, þess vegna mun framboð Katrínar efna til brauðtertukeppni,“ segir Lísa Kristjánsdóttir sem mun taka á móti skráningum fyrir hönd framboðsins. Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni og aðstandendur keppninnar eru þegar orðnir spenntir að sjá hæfileika landsmanna í brauðtertugerð. Yfirskrift keppninnar er einfaldlega Brauðtertukeppni Katrínar.

Keppendur skrá sig með því að senda tölvupóst á netfang Lísu: lisakristjansdottir@gmail.com

Í kjölfarið mun þeim berast leiðbeiningar varðandi skil á tertum.

Katrín mun veita þrenn verðlaun

Samkvæmt upplýsingum um viðburðinn verða glæsileg verðlaun í boði. Opnað verður klukkan 15:00 á laugardaginn og Katrín mun taka vel á móti gestum og þátttakendum og veita sjálf þrenn verðlaun klukkan 16:30.

Verðlaun veitt fyrir:

  1. verðlaun - Útlit og bragð, fullkomin samsetning
  2. verðlaun - Frumlegasta tertan
  3. verðlaun - Fallegasta tertan

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert