Efna til Brauðtertukeppni Katrínar

Framboð Katrínar Jakobsdóttur efnir til brauðtertukeppni laugardaginn á kosningaskrifstofu hennar …
Framboð Katrínar Jakobsdóttur efnir til brauðtertukeppni laugardaginn á kosningaskrifstofu hennar á Tryggvagötu. Samsett mynd

Fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­setafram­bjóðanda til for­seta Íslands efn­ir til brauðtertu­keppni laug­ar­dag­inn 11. maí næst­kom­andi. Brauðtertu­keppn­in fer fram á kosn­inga­skrif­stofu Katrín­ar við Tryggvagötu 21.

„Brauðtert­an er menn­ing­ar­sögu­legt fyr­ir­bæri, þess vegna mun fram­boð Katrín­ar efna til brauðtertu­keppni,“ seg­ir Lísa Kristjáns­dótt­ir sem mun taka á móti skrán­ing­um fyr­ir hönd fram­boðsins. Öllum er vel­komið að taka þátt í keppn­inni og aðstand­end­ur keppn­inn­ar eru þegar orðnir spennt­ir að sjá hæfi­leika lands­manna í brauðtertu­gerð. Yf­ir­skrift keppn­inn­ar er ein­fald­lega Brauðtertu­keppni Katrín­ar.

Kepp­end­ur skrá sig með því að senda tölvu­póst á net­fang Lísu: lisakristjans­dott­ir@gmail.com

Í kjöl­farið mun þeim ber­ast leiðbein­ing­ar varðandi skil á tert­um.

Katrín mun veita þrenn verðlaun

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um um viðburðinn verða glæsi­leg verðlaun í boði. Opnað verður klukk­an 15:00 á laug­ar­dag­inn og Katrín mun taka vel á móti gest­um og þátt­tak­end­um og veita sjálf þrenn verðlaun klukk­an 16:30.

Verðlaun veitt fyr­ir:

  1. verðlaun - Útlit og bragð, full­kom­in sam­setn­ing
  2. verðlaun - Frum­leg­asta tert­an
  3. verðlaun - Fal­leg­asta tert­an

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert