Bleiki brjóstasnúðurinn kominn í sölu

Bleiki brjóstasnúðurinn er kominn í bakaríin hjá Brauð & Co …
Bleiki brjóstasnúðurinn er kominn í bakaríin hjá Brauð & Co og allur ágóðinn af honum rennur til styrktarfélagsins Göngum Saman. Samsett mynd

Salan á bleika brjóstasnúðnum er hafin í bakaríum Brauð & Co og stendur út þessa viku. Líkt og síðustu ár þá rennur allur ágóði af sölu hans óskertur til styrktarfélagsins Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

Margt smátt gerir eitt stórt

„Brjóstasnúðurinn eins og við köllum hann er kominn í öll bakarí okkar. Orðatiltækið „Margt smátt gerir eitt stórt“ á svo sannarlega við hérna. Allur peningur sem safnast fer á mjög góðan stað og í mjög gott málefni. Við viljum hvetja alla til að leggja góðu málefni lið og kaupa einn snúð í vikunni. Einnig hvetjum við vinnustaði sem eru með föstudags- eða helgarkaffi að panta fyrir starfsfólk sitt í dag og um helgina. Svo viljum við minna á að mæðradagurinn er á sunnudaginn. Þá er nú fallegt að slá nokkrar flugur í einu höggi.  Mæta með nýbakaða bleika snúða í kaffi til mömmu og styrkja gott málefni í leiðinni. Hægt að tikka í mörg box þann dag,“ segir Viðar Ottó markaðsstjóri hjá Brauð & Co.

Þessi bleiki snúður er með hindberja marsípanfyllingu, frostþurrkuðum hindberjum og hindberjasírópi. Snúðurinn er aðeins fáanlegur til 12. maí í bakaríum Brauð & Co eða í vefverslun, sjá hér.

Fallegir brjóstasnúðarnir.
Fallegir brjóstasnúðarnir. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka