Föstudagspítsan: Bragðmikil pítsa með parmaskinku

Parma pítsa úr smiðju Árna Þorvarðasonar er föstudagspítsa vikunnar.
Parma pítsa úr smiðju Árna Þorvarðasonar er föstudagspítsa vikunnar. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Föstu­dag­ar eru pítsu­dag­ar hjá mörg­um fjöl­skyld­um og fram­veg­is mun birt­ast pítsu­upp­skrift­ir sem les­end­ur mat­ar­vefs­ins geta prófað og máta sig við. Pítsa er einn vin­sæl­asti mat­ur í heimi og hef­ur verið um ára­bil. Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann deil­ir hér pítsu með parma­skinku sem ávallt nýt­ur mik­illa vin­sælda hjá hon­um. Hann ger­ir deigið og pítsasós­una sjálf­ur og bak­ar pítsurn­ar helst í úti-pít­sa­ofni.

Ein­föld og bragðmik­il

Parma­skinku píts­an er ein­stak­lega vin­sæll mat­ur sem bygg­ir á ít­ölsk­um hefðum og bragði. Þessi pítsa er ein­föld og bragðmik­il, en þó hæfi­lega sér­stök vegna bragðs parma­skin­kunn­ar. Álegg á parma­skinku pítsunn­ar er ein­falt en bragðmikið. Píts­an er ein­föld og inni­held­ur aðeins tvær megin­á­legg­s­teg­und­ir, parma­skinku og mozzar­ella­ost.

Föstudagspítsan: Bragðmikil pítsa með parmaskinku

Vista Prenta

Pítsa Parma

Fyr­ir 4 (250 g hver kúla)

  • 581 g pít­sa­hveiti                   
  • 365 g vatn (26°C heit)
  • 17 g súr­deig (má sleppa)     
  • 5 g þurr­ger                                        
  • 17 g salt                                 
  • 17 g olía
  • Pítsasósa (upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Kletta­sal­at eft­ir smekk
  • Mozzar­ella­ost eft­ir smekk
  • Fersk basilíka eft­ir smekk

Aðferð:                                  

  1. Vigtið sam­an hveiti, vatn, súr og ger. Setjið í hræri­véla­skál með krók.
  2. Hrærið sam­an í 5 mín­út­ur á 30% hraða.
  3. Eft­ir 5 mín­út­ur bætið þið salt­inu við og hrærið áfram í 5 mín­út­ur í viðbót.
  4. Eft­ir aðrar 5 mín­út­ur er olí­an sett sam­an við og deigið hrært í síðustu 5 mín­út­urn­ar.
  5. Eft­ir þetta hafið þið hrært deigið í sam­tals 15 mín­út­ur.
  6. Leyfið deig­inu að hvílast í 2 klukku­stund­ir við stofu­hita.
  7. Vigtið deigið niður í fjór­ar 250 gramma kúl­ur og setjið í lokað box og í kæli í lág­marki 12 klukku­stund­ir.
  8. Fletjið deigið út og setjið á tré­spaða.
  9. Smyrjið pítsasós­una á botn­inn (sjá upp­skrift fyr­ir neðan).
  10. Setjið mozzar­ella­ost ofan á botn­inn eft­ir smekk.
  11. Bakið við 400°C  500°C heit­um pít­sa­aofni (viðar eða gas) í 120-180 sek­únd­ur.
  12. Dreifið kletta­sal­ati yfir pítsuna eft­ir bakst­ur og setjið síðan parma­skinka ofan á ásamt ferskri basilíku.
  13. Berið fram á viðarbretti eða fal­leg­um disk­um.

Heima­gerð pítsasósa

  • 3 stk. af­hýdd­ir tóm­at­ar                    
  • 1 tsk. salt                                           
  • 15 fersk basilíku­lauf            
  • Ólífu­olía eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an í mat­reiðslu­vél og maukið.
  2. Kryddið til eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert