Húsó-lagtertan fræga sem allir geta gert

Húsó-lagtertan góða nýtur mikilla vinsælda.
Húsó-lagtertan góða nýtur mikilla vinsælda. Samsett mynd

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að lagtertu með hvítu kremi sem gjarnan er kölluð Húsó-lagtertan. Lagtertan stendur ávallt fyrir sínu og er afar góð með helgarkaffinu.

„Það er opið hús hjá okkur í skólanum í dag, laugardag, 11. maí og það verður hægt að kaupa lagtertuna á opna húsinu á morgun fyrir þá sem ekki nenna að baka að þessu sinni,“ segir Marta María sposk á svipinn. Einnig verður margt annað til sölu bæði góðgæti og handverk eftir nemendur Húsó.

Hér er uppskriftin komin og hver uppskrift dugar í átta bita af lagtertu. Einnig eru myndasería hér fyrir neðan sem sýnir í grófum dráttum skref fyrir skref hvernig lagtertan er gerð.

Lagtertan ljúfa í Húsó
Lagtertan ljúfa í Húsó Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir

Húsó-lagterta

  • 675 g smjör
  • 675 g púðursykur
  • 3 stór egg eða 4 lítil
  • 1,125 g hveiti
  • 4 ½ tsk. negull
  • 4 ½ tsk. kanill
  • 4 ½ tsk. matarsódi
  • 6-7 dl mjólk

Hrært deig

  1. Hrærið smjörið ljóst með sykrinum.
  2. Setjið eggin út í eitt í einu, hrærið vel á milli.
  3. Blandið þurrefnunum saman við ásamt mjólkinni, varist að hræra of mikið.
  4. Skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  5. Bakið í miðjum ofni við 180°C -200°C hita í um það bil 10-12 mínútur.
  6. Leggið plöturnar saman með smjörkremi (uppskrift hér fyrir neðan) og sultu.
  7. Látið botnana kólna fyrir samsetningu.
  8. Leggið plöturnar/botnana saman með smjörkremi (uppskrift hér fyrir neðan) og sultu.
  9. Langbest að smyrja fyrsta botninn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á eftir öðrum á „réttunni“.
  10. Það er síðan best að setja hlass ofan á kökurnar og skera þær í átta bita daginn eftir. Þá er best að vera búinn að mæla bitana út með reglustiku áður en skorið er svo bitarnir verði jafnarma.
  11. Skerið kantana af svo kantarnir séu beinir og snyrtilegir.

Smjörkrem

  • 1 stk. smjör (500 g)
  • 1,5 kg flórsykur
  • 3 egg
  • 1 msk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærið smjör og flórsykur saman.
  2. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og hrærið vel.
Deigið er smurt á bökunarpappír á sléttri ofnplötu.
Deigið er smurt á bökunarpappír á sléttri ofnplötu. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Næsta skref er að smyrja deigið á bökunarpappírinn.
Næsta skref er að smyrja deigið á bökunarpappírinn. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Deigið er bakað í ofni við 180°C -200°C hita í …
Deigið er bakað í ofni við 180°C -200°C hita í um það bil 10-12 mínútur. Síðan eru botnarnir látnir kólna áður en kremið og sultan eru sett á. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Langbest að smyrja fyrsta botninn á hvolfi. Hinir geta síðan …
Langbest að smyrja fyrsta botninn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á eftir öðrum á „réttunni“. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Smjörkreminu er dreift vel yfir.
Smjörkreminu er dreift vel yfir. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Það er síðan best að setja hlass ofan á kökurnar …
Það er síðan best að setja hlass ofan á kökurnar og skera þær í átta bita daginn eftir. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Þá er best að vera búinn að mæla bitana út …
Þá er best að vera búinn að mæla bitana út með reglustiku áður en skorið er svo bitarnir verði jafnarma. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
Lagtertan í Húsó klassísk og góð kaka sem passar vel …
Lagtertan í Húsó klassísk og góð kaka sem passar vel með kaffinu. Ljósmynd/Marta María Arnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka