Húsó-lagtertan fræga sem allir geta gert

Húsó-lagtertan góða nýtur mikilla vinsælda.
Húsó-lagtertan góða nýtur mikilla vinsælda. Samsett mynd

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um mat­ar­vefs­ins. Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að lag­tertu með hvítu kremi sem gjarn­an er kölluð Húsó-lag­tert­an. Lag­tert­an stend­ur ávallt fyr­ir sínu og er afar góð með helgarkaff­inu.

„Það er opið hús hjá okk­ur í skól­an­um í dag, laug­ar­dag, 11. maí og það verður hægt að kaupa lag­tert­una á opna hús­inu á morg­un fyr­ir þá sem ekki nenna að baka að þessu sinni,“ seg­ir Marta María sposk á svip­inn. Einnig verður margt annað til sölu bæði góðgæti og hand­verk eft­ir nem­end­ur Húsó.

Hér er upp­skrift­in kom­in og hver upp­skrift dug­ar í átta bita af lag­tertu. Einnig eru myndasería hér fyr­ir neðan sem sýn­ir í gróf­um drátt­um skref fyr­ir skref hvernig lag­tert­an er gerð.

Lagtertan ljúfa í Húsó
Lag­tert­an ljúfa í Húsó Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir

Húsó-lagtertan fræga sem allir geta gert

Vista Prenta

Húsó-lag­terta

  • 675 g smjör
  • 675 g púður­syk­ur
  • 3 stór egg eða 4 lít­il
  • 1,125 g hveiti
  • 4 ½ tsk. neg­ull
  • 4 ½ tsk. kanill
  • 4 ½ tsk. mat­ar­sódi
  • 6-7 dl mjólk

Hrært deig

  1. Hrærið smjörið ljóst með sykr­in­um.
  2. Setjið egg­in út í eitt í einu, hrærið vel á milli.
  3. Blandið þur­refn­un­um sam­an við ásamt mjólk­inni, var­ist að hræra of mikið.
  4. Skiptið deig­inu í 4 hluta og smyrjið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  5. Bakið í miðjum ofni við 180°C -200°C hita í um það bil 10-12 mín­út­ur.
  6. Leggið plöt­urn­ar sam­an með smjörkremi (upp­skrift hér fyr­ir neðan) og sultu.
  7. Látið botn­ana kólna fyr­ir sam­setn­ingu.
  8. Leggið plöt­urn­ar/​botn­ana sam­an með smjörkremi (upp­skrift hér fyr­ir neðan) og sultu.
  9. Lang­best að smyrja fyrsta botn­inn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á eft­ir öðrum á „rétt­unni“.
  10. Það er síðan best að setja hlass ofan á kök­urn­ar og skera þær í átta bita dag­inn eft­ir. Þá er best að vera bú­inn að mæla bit­ana út með reglu­stiku áður en skorið er svo bitarn­ir verði jafn­ar­ma.
  11. Skerið kant­ana af svo kant­arn­ir séu bein­ir og snyrti­leg­ir.

Smjörkrem

  • 1 stk. smjör (500 g)
  • 1,5 kg flór­syk­ur
  • 3 egg
  • 1 msk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Hrærið smjör og flór­syk­ur sam­an.
  2. Bætið eggj­um og vanillu­drop­um sam­an við og hrærið vel.
Deigið er smurt á bökunarpappír á sléttri ofnplötu.
Deigið er smurt á bök­un­ar­papp­ír á sléttri ofn­plötu. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Næsta skref er að smyrja deigið á bökunarpappírinn.
Næsta skref er að smyrja deigið á bök­un­ar­papp­ír­inn. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Deigið er bakað í ofni við 180°C -200°C hita í …
Deigið er bakað í ofni við 180°C -200°C hita í um það bil 10-12 mín­út­ur. Síðan eru botn­arn­ir látn­ir kólna áður en kremið og sult­an eru sett á. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Langbest að smyrja fyrsta botninn á hvolfi. Hinir geta síðan …
Lang­best að smyrja fyrsta botn­inn á hvolfi. Hinir geta síðan komið hver á eft­ir öðrum á „rétt­unni“. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Smjörkreminu er dreift vel yfir.
Smjörkrem­inu er dreift vel yfir. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Það er síðan best að setja hlass ofan á kökurnar …
Það er síðan best að setja hlass ofan á kök­urn­ar og skera þær í átta bita dag­inn eft­ir. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Þá er best að vera búinn að mæla bitana út …
Þá er best að vera bú­inn að mæla bit­ana út með reglu­stiku áður en skorið er svo bitarn­ir verði jafn­ar­ma. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
Lagtertan í Húsó klassísk og góð kaka sem passar vel …
Lag­tert­an í Húsó klass­ísk og góð kaka sem pass­ar vel með kaff­inu. Ljós­mynd/​Marta María Arn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert