Langar þig að gera þrifin aðeins huggulegri?

Camilla Schram, stofnandi danska vörumerkisins Humdakin mælir með að nýta …
Camilla Schram, stofnandi danska vörumerkisins Humdakin mælir með að nýta 10-15 mínútur á hverjum degi til að halda heimilinu hreinu. Samsett mynd

Camilla Schram, stofn­andi danska vörumerk­is­ins Humdakin mæl­ir með að nýta 10-15 mín­út­ur á hverj­um degi til að halda heim­il­inu hreinu í stað þess að taka frá heil­an dag fyr­ir þrif og til­tekt í hverri viku.

„Eitt af mín­um bestu ráðum er að sam­eina þrif með ein­hverju sem þér þykir skemmti­legt eða nota­legt. Hlustaðu á hljóðbók á meðan eða þurrkaðu af á meðan það hell­ist upp á kaffið. Það þarf ekki meira en það,“ seg­ir Schram.

Ný­lega bætt­ist við vöru­úr­valið frá Humdakin fal­leg­ur stand­ur úr nátt­úru­steini und­ir uppþvotta­lög og uppþvotta­bursta sem er hin mesta prýði í eld­húsið. Fag­ur­ker­inn elsk­ar að hafa eld­húsið fal­legt og alla um­gjörð kring­um hrein­lætis­vör­ur stíl­hreina og fal­lega fyr­ir augað.

Tvenna sem hreins­ar og gef­ur góðan ilm

„Eitt af þeim skref­um sem Humdakin hef­ur tekið til að auðvelda okk­ur heim­il­isþrif­in var að kynna hina full­komnu tvennu sem hjálp­ar þér að halda heim­il­inu hreinu og vel ilm­andi. Um er að ræða al­hliða hreins­ir og sprey­brúsa. Var­an virk­ar þannig að þú bland­ar um 5 ml af Uni­versal Cleaner í sprey­brús­ann og fyll­ir upp með vatni. Í hverj­um brúsa nærðu um 200 áfyll­ing­um og þú get­ur notað efnið á allt yf­ir­borð, gler, við, marm­ara og allt annað sem þarf að þurrka af og ilm­ur­inn er dá­sam­leg­ur,“ seg­ir Schram.

Gerðar úr mikl­um gæðum

Í Íslandi er Epal söluaðili Humdakin. Vör­urn­ar eru gerðar úr mikl­um gæðum og eru marg­ar 100% líf­ræn­ar og án auka­efna. Vöru­lín­urn­ar er inn­blásn­ar af dönsk­um strönd­um og skóg­um, með meðvit­und um áhrif á um­hverfið og er meðal ann­ars all­ur tex­tíll gerður úr GOTS vottuðum bóm­ull og hreinsi­vör­ur ásamt sáp­um eru án para­bena og litar­efna.

Humdakin vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar …
Humdakin vör­urn­ar eru gerðar úr mikl­um gæðum og eru marg­ar 100% líf­ræn­ar og án auka­efna. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert