Krassandi og stökkt chili-eggjabrauð

Chili-eggjabrauð sem kemur bragðlaukunum á alvöru flug.
Chili-eggjabrauð sem kemur bragðlaukunum á alvöru flug. Samsett mynd

Hér er kræsi­leg og ljúf­feng upp­skrift til að lyfta spældu eggi á hærra plan. Þetta eggja­brauð er til­valið til að færa mæðrum á há­deg­is­verðarbakka í til­efni dags­ins. Máltíðin kem­ur bragðlauk­un­um á flug og dag­ur­inn verður meira spenn­andi fyr­ir vikið. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Kelly Kwok sem held­ur úti In­sta­gram-síðunni @li­fema­desweeter.

Krassandi og stökkt chili-eggjabrauð

Vista Prenta

Chili-eggja­brauð 

Chili-olía

  • ½ bolli avóka­dóol­ía eða venju­leg matarol­ía að eig­in vali
  • 1 msk. muld­ar chili­f­lög­ur eða mul­in rauð paprika
  • 1 msk. fín­malað chili­duft að eig­in vali
  • 1/​8 tsk. fimm krydda blanda (five spice powder)
  • 1/​2 msk. fínt saxaður eða rif­inn hvít­lauk­ur
  • 1/​2 tsk. ses­am­fræ
  • 1/​4 tsk. salt

Aðferð:

  1. Hitið ol­í­una á pönnu eða pott við meðal hita.
  2. Bætið chili­f­lög­un­um, chili­duft­inu, hvít­laukn­um, ses­am­fræj­un­um og salti í hitaþolna skál og raðið hrá­efn­un­um hlið við hlið í skál­ina.
  3. Þegar olí­an er orðin heit skuli þið hella henni var­lega yfir skál­ina og hrá­efn­in og leyfið ol­í­unni að malla og hrærið.
  4. Hægt er að not­ast við mat­skeið eða það áhald sem hent­ar best til að blanda hrá­efn­un­um vel sam­an.
  5. Krydd eft­ir smekk.

Eggja­brauð

  • Ögn avóka­dóol­ía eða ólífu­olía
  • 1 sneið súr­deigs­brauð
  • Mjúkt smjör eft­ir smekk
  • ½ avóka­dó, skorið í sneiðar
  • 1 stórt egg
  • Sjáv­ar­salt eft­ir smekk
  • Nýmalaður svart­ur pip­ar eft­ir smekk
  • Ferskt basilíku­lauf, smátt skor­in

Aðferð:

  1. Hellið ör­lítið af avóka­dóol­íu yfir súr­deigs­brauðið.
  2. Ristið brauðið á pönnu þar til brauðið er orðið stökkt og gyllt á báðum hliðum.
  3. Takið brauðið af pönn­unni og smyrjið með smjöri. Skerið avóka­dó í sneiðar og raðið snyrti­lega ofan á  brauðið.
  4. Notið mat­skeið til að bæta 2-3 msk. af chili-ol­í­unni (eða meira eft­ir þörf­um) helst á nonstick pönnu yfir miðlungs háum hita.
  5. Brjótið eggið var­lega á pönn­una og kryddið með salti og svört­um pip­ar.
  6. Steikið þar til brún­irn­ar eru orðnar gyllt­ar og hvít­urn­ar dá­lítið blásn­ar og freyðandi.
  7. Hallið pönn­unni var­leg og notið mat­skeið til að ausa upp ol­í­unni var­lega yfir hvít­urn­ar til að tryggja að þær séu fulleldaðar.
  8. Takið pönn­una af hellu­borðinu og notið spaða til að taka eggið var­lega af pönn­unni og bæta því ofan á avóka­dóbrauðið.
  9. Bætið svo við eft­ir smekk meira af chili-ol­í­unni yfir brauðið og að lok­um ferska basilíku ofan á.
  10. Berið fal­lega fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka