Syndsamlega gott heitt aspasstykki

Syndsamlega gott aspasstykki sem þið eigið eftir að missa ykkur …
Syndsamlega gott aspasstykki sem þið eigið eftir að missa ykkur yfir. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar elsk­ar að fá sér heitt aspasstykki í baka­rí­inu og ef­laust eru fleiri á sama máli. Berg­lind ákvað að prófa brauðrétta­sal­atið frá Sal­at­hús­inu og gera slík­an rétt heima. Hún er á því að henn­ar aspasstykki sé al­veg eins

„Al­mátt­ug­ur þetta var al­veg eins og það tók aðeins nokkr­ar mín­út­ur að út­búa dýrðina til,“ seg­ir Berg­lind og er í skýj­un­um að hafa getað stælað aspasstykki á lista vel. Þetta er ekta rétt­ur sem upp­lagt er að bjóða upp á með kaff­inu eða í kvöld­mat­inn. Síðan er aspasstykkið líka dá­sam­legt sem saðsamt kvöldsn­arl með sjón­varp­inu. Þetta stein­ligg­ur fyr­ir þá sem vilja stytta sér leiðina.

Syndsamlega gott heitt aspasstykki

Vista Prenta

Heitt aspasstykki

  • 1 stk. bagu­ette brauð að eig­in vali
  • 1 ½ – 2 box brauðrétta­sal­at með asp­as og skinku frá Sal­at­hús­inu
  • Rif­inn ost­ur eft­ir smekk
  • Papriku­duft eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Byrjið á því að skera eft­ir miðju bagu­ette brauðinu endi­löngu. Takið aðeins úr hliðunum til að búa til meira pláss fyr­ir sal­atið.
  3. Fyllið með brauðrétta­sal­ati og alls ekki spara það.
  4. Rífið ost yfir og bakið í 15-18 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er orðinn aðeins gyllt­ur.
  5. Stráið papriku­dufti yfir þegar brauðið kem­ur úr ofn­in­um og skerið niður.
  6. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert