Troðið út úr dyrum í brauðtertukeppni Katrínar Jakobs

Bessastaðabrauðtertan var valin fallegasta brauðtertan.
Bessastaðabrauðtertan var valin fallegasta brauðtertan. mbl.is/Ottar Geirsson

Fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur fram­bjóðanda til for­seta Íslands efn­di til brauðtertu­keppni í gær­dag, laug­ar­dag­inn 11. maí. Brauðtertu­keppn­in fór fram á kosn­inga­skrif­stofu Katrín­ar við Tryggvagötu 21 og yf­ir­skrift keppn­inn­ar var ein­fald­lega Brauðtertu­keppni Katrín­ar.

Þátt­tak­an fór fram úr björt­ustu von­um og bár­ust fjöl­marg­ar brauðtert­ur í keppn­ina. Dóm­nefnd­in fékk það vanda­sama verk að velja verðlauna­brauðtert­urn­ar en það tókst að lok­um.

Troðið var út úr dyrum í brauðtertukeppninni.
Troðið var út úr dyr­um í brauðtertu­keppn­inni. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son

Katrín veitti þrenn verðlaun

Fullt var út úr dyr­um þegar úr­slit­in voru kunn­gjörð á kosn­inga­skrif­stof­unni en Katrín kynnti sig­ur­veg­ar­ana og veitti verðlaun­in við mik­inn fögnuð viðstaddra. Eft­ir að verðlauna­af­hend­ingu fengu gest­ir að njóta þess að smakka all­ar þess­ar dýr­ind­is brauðtert­ur sem prýddu öll borð skrif­stof­unn­ar.

Verðlaun voru veitt fyr­ir:

  1. Verðlaun - Útlit og bragð, full­kom­in sam­setn­ing
  2. Verðlaun - Frum­leg­asta brauðtert­an
  3. Verðlaun - Fal­leg­asta brauðtert­an

Katrín tók ekki þátt í að velja verðlauna­brauðtert­urn­ar þar sem hún sat ekki í dóm­nefnd­inni. Í dóm­nefnd­inni sátu Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans, formaður dóm­efnd­ar, Siggi Maj­ónes og Ill­ugi Gunn­ars­son, son­ur Katrín­ar. Dóm­nefnd­in hafði úr vöndu að ráða en fjöl­marg­ar brauðtert­ur bár­ust í keppn­ina sem heilluðu dóm­nefnd­ina og gesti sem báru að garði.

  1. Verðlaun hlaut Mar­grét Sig­ur­björns­dótt­ir fyr­ir full­komna sam­setn­ingu, bragð og út­lit.
  2. Verðlaun hlutu Trausti Þor­geirs­son og Björg Vign­is­dótt­ir fyr­ir Roast beef tert­una.
  3. Verðlaun fyr­ir fal­leg­ustu tert­una hlutu Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, Helena Dögg Hilm­ars­dótt­ir, Anna Mar­grét Jak­obs­dótt­ir, Anna Rut Guðmunds­dótt­ir og Klara Gísla­dótt­ir fyr­ir Bessastaðatert­una.
Katrín Jakobsdóttir ásamt dómnefndinni, Mörtu Maríu Arnarsdóttur formanni dómnefndar, Sigga …
Katrín Jak­obs­dótt­ir ásamt dóm­nefnd­inni, Mörtu Maríu Arn­ars­dótt­ur for­manni dóm­nefnd­ar, Sigga maj­ónes og Ill­uga Gunn­ars­syni. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son

Menn­ing­ar­sögu­legt fyr­ir­bæri á Íslandi

„Brauðtert­an er menn­ing­ar­sögu­legt fyr­ir­bæri á Íslandi og gegn­um tíðina hef­ur varla verið veisla eða kaffi­boð sem ég hef sótt, án þess að boðið sé upp á brauðtertu. Í það minnsta rækju­sal­at og Ritz kex,“ seg­ir Katrín sposk á svip og bæt­ir við að þetta hafi verið virki­lega skemmti­leg keppni. „Ég er þakk­lát öll­um þeim sem tóku þátt í keppn­inni og gam­an að sjá hve marg­ir búa yfir mikl­um hæfi­leik­um í brauðtertu­gerð. Brauðtert­urn­ar voru marg­ar hverj­ar lista­verk að sjá, hug­mynda­flugið al­gjör­lega óþrjót­andi og all­ar brögðuðust þær mjög vel.“

 

Bessastaðabrauðtertan var valin fallegasta brauðtertan í keppninni.
Bessastaðabrauðtert­an var val­in fal­leg­asta brauðtert­an í keppn­inni. Ljós­mynd/Á​rmannn Jak­obs­son
Roast Beef brauðtertan var valin frumlegasta brauðtertan.
Roast Beef brauðtert­an var val­in frum­leg­asta brauðtert­an. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Öll borð skrifstofunnar voru hlaðin brauðtertum.
Öll borð skrif­stof­unn­ar voru hlaðin brauðtert­um. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Fjölbreytnin í brauðtertugerð var allsráðandi.
Fjöl­breytn­in í brauðtertu­gerð var alls­ráðandi. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Gaman var að sjá hve skapandi þátttakendur voru.
Gam­an var að sjá hve skap­andi þátt­tak­end­ur voru. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Form og lögun í brauðtertugerðinni voru fjölmörg.
Form og lög­un í brauðtertu­gerðinni voru fjöl­mörg. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Margir gestir vildu fá sjálfu með sér og Katrínu.
Marg­ir gest­ir vildu fá sjálfu með sér og Katrínu. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Unga fólkið lét sig ekki vanta í gleðina með Katrínu.
Unga fólkið lét sig ekki vanta í gleðina með Katrínu. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Borðin svignuðu hreinlega undan brauðtertunum.
Borðin svignuðu hrein­lega und­an brauðtert­un­um. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Verðlaunahafarnir fyrir fallegustu brauðtertuna, Bessastaðabrauðtertuna, Kristín Gunnarsdóttir, Helena Dögg Hilmarsdóttir, …
Verðlauna­haf­arn­ir fyr­ir fal­leg­ustu brauðtert­una, Bessastaðabrauðtert­una, Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir, Helena Dögg Hilm­ars­dótt­ir, Anna Mar­grét Jak­obs­dótt­ir, Anna Rut Guðmunds­dótt­ir og Klara Gísla­dótt­ir. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Gleðin var í fyrirrúmi.
Gleðin var í fyr­ir­rúmi. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Dómnefndin að störfum.
Dóm­nefnd­in að störf­um. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Gestirnir nutu góðs af keppninni og brauðterturnar runnu ljúft ofan …
Gest­irn­ir nutu góðs af keppn­inni og brauðtert­urn­ar runnu ljúft ofan í mann­skap­inn. mbl.is/​Ott­ar Geirs­son
Lengjan.
Lengj­an. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Þessi var vel merkt.
Þessi var vel merkt. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Girnileg brauðterta skreytt með salati og bláberjum og fleira góðgæti.
Girni­leg brauðterta skreytt með sal­ati og blá­berj­um og fleira góðgæti. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Rúllubrauðterta að bestu gerð.
Rúllu­brauðterta að bestu gerð. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Falleg hringlaga brauðterta með rækjum.
Fal­leg hring­laga brauðterta með rækj­um. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Frumlegar skreytingar í forgrunni í brauðtertugerðinni.
Frum­leg­ar skreyt­ing­ar í for­grunni í brauðtertu­gerðinni. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
Brauðtertusælan var endalaus.
Brauðtert­u­sæl­an var enda­laus. Ljós­mynd/Á​rmann Jak­obs­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert