Vefjur eru bæði sniðugar og ljúffengar í nesti og líka í ferðalagið. Hægt er að fylla þær nánast með hverju sem er, fersku grænmeti, áleggi og sósum sem gleðja bragðlaukana. Flestar sósur passa vel með vefjum en það þarf þó að gæta þess að troða ekki um of í vefjurnar svo gúmmulaðið velli ekki út úr þeim.
Hér er uppskrift að vefjum sem ég hef gjarnan útbúið í nesti og líka fyrir pikknikk. Uppskriftin er einföld og þægileg og vefjan bragðast afar vel. Einfaldleikinn er oft bestur.
Ljúffengar sólarvefjur í nesti
Sólarvefjur
- 4 stóra tortillur
- Salsasósa að eigin vali
- Rjómaostur
- Salatblöð
- 1 pk. léttreykt kjúklingaskinka
- 1 pk. maribo-ostur eða cheddar-ostur
- Grænmetisblanda frá Mabrúka eftir smekk
Aðferð:
- Leggið tortillurnar á bretti og smyrjið þær með þunnu lagi af rjómaosti.
- Smyrjið þær síðan með þunnu lagi af salsasósu.
- Leggið svo niður salatblöð ofan á sósuna.
- Leggið síðan niður kjúklingaskinkusneiðar á tortillurnar og loks ostsneiðar þar næst yfir.
- Kryddið til með grænmetisblöndunni frá Mabrúka eða öðru grænmetiskryddi ef vill.
- Gætið þess að skilja eftir 2 sentimetra auða á tortillunni öðrum megin til þess að innihaldið leki síður út.
- Rúllið upp eins og pönnuköku og skerið í jafnar 5 eða 10 sentimetra sneiðar.
- Setjið í box og njótið undir berum himni þegar sólin skín.