Ljúffengar sólarvefjur í nesti

Þessar sólarvefjur passa vel í nesti og ekki síður í …
Þessar sólarvefjur passa vel í nesti og ekki síður í næstu pikknikk-ferð. Ljósmynd/Unsplash

Vefj­ur eru bæði sniðugar og ljúf­feng­ar í nesti og líka í ferðalagið. Hægt er að fylla þær nán­ast með hverju sem er, fersku græn­meti, áleggi og sós­um sem gleðja bragðlauk­ana. Flest­ar sós­ur passa vel með vefj­um en það þarf þó að gæta þess að troða ekki um of í vefj­urn­ar svo gúmm­ulaðið velli ekki út úr þeim.

Hér er upp­skrift að vefj­um sem ég hef gjarn­an út­búið í nesti og líka fyr­ir pikknikk. Upp­skrift­in er ein­föld og þægi­leg og vefj­an bragðast afar vel. Ein­fald­leik­inn er oft best­ur.

Ljúf­feng­ar sól­ar­vefj­ur í nesti

Vista Prenta

Sól­ar­vefj­ur

  • 4 stóra tortill­ur
  • Salsasósa að eig­in vali
  • Rjóma­ost­ur
  • Sal­at­blöð
  • 1 pk. léttreykt kjúk­linga­skinka
  • 1 pk. mari­bo-ost­ur eða chedd­ar-ost­ur
  • Græn­met­is­blanda frá Ma­brúka eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Leggið tortill­urn­ar á bretti og smyrjið þær með þunnu lagi af rjóma­osti.
  2. Smyrjið þær síðan með þunnu lagi af salsasósu.
  3. Leggið svo niður sal­at­blöð ofan á sós­una.
  4. Leggið síðan niður kjúk­linga­skinkusneiðar á tortill­urn­ar og loks ostsneiðar þar næst yfir.
  5. Kryddið til með græn­met­is­blönd­unni frá Ma­brúka eða öðru græn­metiskryddi ef vill.
  6. Gætið þess að skilja eft­ir 2 senti­metra auða á tortill­unni öðrum meg­in til þess að inni­haldið leki síður út.
  7. Rúllið upp eins og pönnu­köku og skerið í jafn­ar 5 eða 10 senti­metra sneiðar.
  8. Setjið í box og njótið und­ir ber­um himni þegar sól­in skín.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert