Fá fyrstir Íslendinga að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið

Íbúar í Dalabyggð munu frá og með fimmtudeginum 16. maí …
Íbúar í Dalabyggð munu frá og með fimmtudeginum 16. maí næstkomandi, fá fyrstir Íslendinga, að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Samsett mynd

Íbúar í Dalabyggð munu frá og með fimmtudeginum 16. maí næstkomandi, fá fyrstir Íslendinga, að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið, en með því að velja „þína verslun“ í appinu munu þeir geta fengið um 200 vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar eins og fram kemur í eftirfarandi fréttatilkynningu frá Samkaup.

Með því að nota appið þegar greitt er fyrir vörurnar í búðinni fá viðskiptavinir afsláttinn greiddan í formi inneignar sem hægt er að nota í öllum verslunum Samkaupa. Vörurnar eru sérstaklega merktar í búðinni með grænum ramma utan um verðmiðana. Þetta er hluti af viðleitni Samkaupa til að koma til móts við íbúa Dalabyggðar og er afrakstur samtals og samvinnu við sveitarstjórn og íbúa um það hvernig hægt sé að mæta óskum þeirra um lægra vöruverð.

Verður fagnað með viðburði í versluninni

Þessari nýjung í verslun í Búðardal verður fagnað með viðburði í versluninni milli klukkan 16:00 og 18:00 þann 16. maí, en þá mun starfsfólk kynna appið og notkun þess fyrir gestum auk þess sem ýmislegt skemmtilegt verður í gangi í versluninni á sama tíma. Hvetjum við sem flesta íbúa Dalabyggðar til að koma og kynna sér þessa nýjung í verslanarekstri á landsbyggðinni. Við sama tilefni mun Samkaup veita Björgunarsveitinni Ósk sérstakan styrk, en meðlimir sveitarinnar hafa aðstoðað okkur við að bera út blöð með upplýsingum um „þína verslun“.

 „Við höfum átt mjög gott og uppbyggilegt samtal við fólk í Dalabyggð um þeirra óskir og þarfir gagnvart versluninni og hvaða möguleika við höfum til að mæta þeim. Verslanarekstur á landsbyggðinni er erfiðari en í fjölmennari byggðum og það hefur sett okkur ákveðinn ramma, því hver verslun verður að reka sig á eigin forsendum. En með því að hugsa út fyrir rammann og nýta sér möguleikana sem Samkaupsappið býður upp á getum við komið til móts við íbúa Dalabyggðar með þessum hætti. Þetta er tilraunaverkefni sem stendur, en það er aldrei að vita hvað gerist ef vel tekst til. Ég vil að lokum þakka sveitarstjórn Dalabyggðar og íbúum svæðisins fyrir góða samvinnu og sérstaklega meðlimum Björgunarsveitarinnar Óskar fyrir hjálpina síðustu daga. Ég vonast svo til að sjá sem flesta íbúa Dalabyggðar í búðinni okkar og fagna með okkur,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða.

Reka 60 verslanir

Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Hjá félaginu starfa um 1.400 starfsmenn í rúmlega 660 stöðugildum.

Krambúðin í Búðardal
Krambúðin í Búðardal Ljósmynd/Aðsend
Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða.
Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða. Ljósmynd/Aðsend
Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, …
Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert