Mergjaður pönnusteiktur túnfiskur

Þessar túnfisksteikur eru algjört lostæti.
Þessar túnfisksteikur eru algjört lostæti. Samsett mynd

Þessi pönnusteikti og safaríki túnfiskur er ferskur, bragðmikill og fullkominn þegar þú vilt eitthvað létt og hollt en þó eitthvað sem er saðsamt. Túnfiskurinn er holl, próteinrík máltíð sem ljúft er að njóta. Túnfiskurinn er hjúpaður í blöndu af sesamfræjum, púðursykri og hvítlauks- og laukkryddum.

Þessi girnilegi réttur kemur úr smiðju Ryan Carter sem heldur úti Instragram-síðunni @ryanmichaelcarter

Túnfisksteik að betri gerðinni

Fyrir tvo

  • 2 stk. túnfisksteikur (500 – 600 g)
  • Kryddolía (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Sesamkryddhjúpur (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • Djúpa og góða steikarpönnu
  • Soja-sósa
  • Sesam-olía
  • sesamfræ
  • Púðursykur
  • Hvítlauksduft
  • Laukduft
  • Salt
  • Maldon reykt sjávarsalt
  • Ferskur vorlaukur

Aðferð:

  1. Hitið steikarpönnuna vel yfir meðalhita og þegar pannan er orðin vel heit, hellið þá örlítið af ólífuolíu á heita pönnuna og í framhaldi leggið túnfisksteikurnar varlega á pönnuna.
  2. Eldið steikurnar í 45-60 sekúndur þar til þær fá fallega skorpu.
  3. Snúið síðan steikunum við og endurtakið ferlið á hinni hliðinni á sama hátt og í framhaldi setjið túnfisksteikurnar á fat.
  4. Skerið túnfisksteikurnar í fallegar sneiðar og skreytið sneiðarnar með vorlauk og reyktu sjávarsalti.
  5. Berið fram með reyktu sjávarsalti og söxuðum vorlauk.

Kryddolían

  • 3 msk. sojasósa
  • 1 tsk. sesamolía

Aðferð:

  1. Blandið sojasósunni og sesamolíunni saman í fat eða eldfast mót og veltið túnfiskssteikunum vel upp úr kryddolíunni á öllum hliðum.
  2. Látið túnfiskinn standa við stofuhita í um það bil 10 mínútur á meðan sesamkryddhjúpurinn er útbúinn.

Sesam-kryddhjúpur

  • 1/3 bolli sesamfræ
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 1 tsk. laukduft
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Blandið saman sesamfræjum, púðursykri, hvítlauksdufti, laukdufti og salti í skál og dreifið jafnt yfir í framhaldi á disk.
  2. Leggið túnfiskssteikurnar ofan á sesamfræs-kryddhjúpinn og þrýstið þeim vel ofan á blönduna til að kryddhjúpurinn loði vel við allar hliðar á steikunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka