Uppáhaldsuppskriftir Mörthu Stewart

Martha Stewart er dugleg kona en matreiðslubók númer 100 er …
Martha Stewart er dugleg kona en matreiðslubók númer 100 er að koma út. AFP/Angela Weiss

Martha Stew­art hef­ur svipt hul­unni af nýj­ustu bók­inni sinni. Hin 82 ára gamla eld­hús­drottn­ing prýðir sjálf forsíðu bók­ar­inn­ar sem er núm­er 100 í röðinni og ber ein­fald­lega titil­inn MARTHA: THE COOK­BOOK. 

Í bók­inni er að finna safn af 100 upp­á­halds­upp­skrift­um Stew­art auk fróðleiks og frá­sagna úr eld­húsi henn­ar. „Ég og lítið teymi unn­um hörðum hönd­um að bók­inni sam­an. Ég safnaði sam­an öll­um mín­um bestu ráðum, hug­mynd­um og mynd­um í fal­lega bók sem ég veit að þið munið njóta og halda upp á. Það eru líka marg­ar mynd­ir frá mér per­sónu­lega sem hafa aldrei sést áður,“ skrifaði Stew­art á heimasíðu sína. 

Á meðal upp­skrifta í bók­inni eru einskon­ar pólsk­ir hveiti „dumplings“ sem er upp­skrift frá móður henn­ar. Klass­ísk epla­baka svík­ur eng­an og er að finna upp­skrift að slíkri í bók­inni. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er fræg paella sem Stew­art mat­reiðir fyr­ir upp­á­halds­vini sína á sumr­in. 

Fyrsta bók­in kom út árið 1982

Fyrsta bók Mörthu Stew­art kom út árið 1982 en í henni fjallaði Stew­art meðal ann­ars um góð ráð þegar kem­ur að því að halda veisl­ur, stór­ar sem smá­ar. Hinar 98 bæk­urn­ar hafa fjallað um allt frá upp­skrift­um sem má mat­reiða í pott­um yfir í bolla­köku­upp­skrift­ir. Það er því við hæfi að það megi finna brot af því besta í bók núm­er 100. 

Martha Stewart prýðir forsíðu MARTHA: THE COOKBOOK
Martha Stew­art prýðir forsíðu MARTHA: THE COOK­BOOK Ljós­mynd/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert